Innlent

Rannsókn á andláti manns í Hveragerði lokið

Rannsókn lögreglunnar á andláti manns í Hveragerði þann 27. apríl er lokið. Niðurstöður úr krufningu benda ekki til að innvortis blæðingar mannsins og áverkar á nefi hans sé tilkomið vegna árásar eða átaka. Þá leiddi ýtarleg vettvangsrannsókn ekki í ljós neinar óeðlilegar mannaferðir á heimili mannsins.

Talið er að mikil drykkja og neysla blóðþynningalyfja hafi valdið blæðingunum mannsins og að við fall hafi nef hans skaddast og að samverkandi hafi þessi þættir dregið manninn til dauða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×