Innlent

Afurðarstöðvar geta haft með sér samráð

Afurðastöðvar í mjólkuriðnaði geta sameinast án afskipta samkeppnisyfirvalda og haft með sér samráð segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins.

Í framhaldi af húsleit Samkeppniseftirlitsins hjá Mjólkusamsölunni og skyldum fyrirtækjum í gærmorgun vaknar spurning um stöðu samkeppnismála í mjólkuriðnaði.

Allnokkrar sameiningar hafa átt sér stað í iðinaðinum á síðustu árum með aðild Mjólkursamsölunnar en samkvæmt samkeppnislögum er Mjólkursamsölunni ekki skylt að tilkynna um slíkar sameiningar til samkeppnisyfirvalda.

Þrátt fyrir að Samkeppniseftirlitið hafi gert athugasemdir við þetta hafa yfirvöld enn ekki brugðist við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×