Innlent

Bíll fauk útaf Vesturlandsvegi

MYND/Stefán K.

Jeppabifreið með kerru í afturdragi fór útaf Vesturlandsvegi við Hafnarfjall laust fyrir klukkan tíu í kvöld. Tveir voru í bílnum en þá sakaði ekki. Talið er vindhviða hafi feykt kerrunni til með þeim afleiðingum að ökumaður missti stjórn á bílnum. Nokkuð hvasst er á svæðinu að sögn lögreglu.

Samkvæmt upplýsingum frá lögrelunni í Borgarnesi snerist bíllinn í hálfhring eftir að ökumaður missti stjórn á honum. Bíllinn hafnaði utan vegar og er mikið skemmdur sem og kerran. Ökumaður og farþegi voru báðir í beltum og sluppu ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×