Innlent

Nýliðar í Norðurlandaráði

Árni Páll Árnason, fyrir miðri mynd, er nýr formaður íslensku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði.
Árni Páll Árnason, fyrir miðri mynd, er nýr formaður íslensku sendinefndarinnar í Norðurlandaráði.

Sex af þeim sjö fulltrúum sem Íslendingar tilnefna í sendinefnd Íslands í Norðurlandaráði hafa ekki setið í nefndinni áður og tæpur helmingur þeirra eru nýjir þingmenn. Kjartan Ólafsson, varaformaður sendinefndarinnar, er eini þingmaðurinn sem sæti átti í nefndinni fyrir kosningar. Árni Páll Árnason, Samfylkingu, verður nýr formaður sendinefndarinnar.

Varamenn voru heldur ekki í sendinefndinni fyrir kosningar, að undanskildum Steingrími J. Sigfússyni sem var fulltrúi í sendinefndinni.

Fulltrúarnir eru:

Árni Páll Árnason (S), formaður, Kjartan Ólafsson (D) varaformaður, Kolbrún Halldórsdóttir (VG), Kristján Þór Júlíusson (D), Ragnheiður Ríkharðsdóttir (D), Siv Friðleifsdóttir (B), Helgi Hjörvar (S).

Varamenn:

Ólöf Nordal (D), Einar Már Sigurðarson (S), Steingrímur J. Sigfússon (VG), Árni Johnsen (D, Björk Guðjónsdóttir (D), Jón Magnússon (F), Steinunn Valdís Óskarsdóttir (S).

Össur Skarphéðinsson er nýr samstarfsráðherra í ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Hann tekur við af Siv Friðleifsdóttir sem nú er einn af fulltrúum í sendinefndinni, en hún var samstarfsráðherra þegar hún var umhverfisráðherra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×