Innlent

Vespur valda vandræðum í Vestmannaeyjum

MYND/RE

Lögreglan í Vestmannaeyjum hefur ítrekað þurft að hafa afskipti af ökumönnum léttra bifhjóla, svokölluðum vespum. Fjórir voru stöðvaðir við akstur á vespum nýverið þar sem þeir höfðu ekki réttindi til að aka þeim.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Suðurland.is. Í fréttinni kemur ennfremur fram að vespur njóta sívaxandi vinsælda í Eyjum. Mikið er um að fólk leigi vespur sér til skemmtunar, jafnt vanir hjólamenn sem nýgræðingar.

Sjá nánar frétt á Suðurland.is hér.

 

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×