Fleiri fréttir Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn. 4.6.2007 18:41 Samherji boðar samdrátt vegna erfiðrar stöðu í sjávarútvegi Fyrirhuguðum framkvæmdum útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. við uppbyggingu landvinnslunnar á Dalvík verður frestað um eitt ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Hann segir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hárra vaxta og niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gera það að verkum að fresta verði framkvæmdunum. 4.6.2007 18:34 Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. 4.6.2007 18:30 Krefjast 150 milljarða í skaðabætur frá lyfjafyrirtæki Dómstóll í Nígeríu ákvað í dag að fresta réttarhöldum yfir lyfjafyrirtækinu Pfizer til júlímánaðar. Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra nígerískra barna eftir að þau voru notuð í tilraunaskyni fyrir ósamþykkt lyf. Fyrirtækið hefur vísað ákærunum á bug. 4.6.2007 18:17 Frakkar herða tökin á ólöglegum innflytjendum Frönsk stjórnvöld lýstu því yfir í dag að þau hyggðust senda að minnsta kosti 25 þúsund ólöglega innflytjendur til baka til heimalands síns fyrir árslok. Eru þetta mun stærri hópur en áður stóð til að vísa úr landi. Þetta í samræmi við fyrri yfirlýsingar franskra stjórnvalda um hertari aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum þar í landi. 4.6.2007 17:58 Þingmaður ákærður fyrir spillingu Reiknað er með því að bandarísk yfirvöld gefi út ákæru á hendur bandaríska þingmanninum William Jefferson í dag fyrir spillingu og mútuþægni. Þingmaðurinn hefur hingað til neitað öllum sakargiftum. 4.6.2007 17:31 Konungsskipið bjargaði ungum Svíum Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að allt fór í háaloft í knattspyrnuleik Dana og Svía á föstudaginn, mátti sjá hina hliðina á samskiptum landanna. Danska konungsskipið Dannebrog bjargaði tveim ungum Svíum úr sjávarháska. 4.6.2007 16:51 Talsmaður danskra neytenda kærir Sterling Flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, hefur verið kært til lögreglu í Danmörku fyrir verðauglýsingar félagsins á Netinu. Á heimasíðu félagsins var gefið upp verð án skatta og það var ekki fyrr en viðskiptavinurinn var kominn lengra í bókunarferlinu að hið raunverulega verð var gefið upp. Frá þessu er greint á heimasíðu Neytendasamtakanna. 4.6.2007 16:47 Máli vísað frá í Gvantanamo Bandarískur yfirdómari herdómstóls í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu, hefur vísað frá öllum ákærum á hendur ungum Kanadamanni. Dómarinn sagði að Kanadamaðurinn, Omar Khadr félli ekki undir hans lögsögu. 4.6.2007 16:29 Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. 4.6.2007 16:15 Forsætisráðherra skili skýrslu um loforð ráðherra fyrir kosningar Alþingi samþykkti í dag beiðni frá þinmönnum vinstri grænna þess efnis að forsætisráðherra taki saman skýrslu um þá samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem veitt voru í aðdraganda kosninga. Beiðnin var samþykkt samhljóðar. 4.6.2007 15:52 Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag. 4.6.2007 15:30 Sakfelldir fyrir umfangsmikið smygl á fólki Sex karlar voru í dag í Uppsölum í Svíþjóð dæmdir í átta mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikið smygl á Írökum til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda. 4.6.2007 15:03 Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. 4.6.2007 14:47 Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. 4.6.2007 14:38 Fræðsluvefurinn opnaður Orkuveita Reykjavíkur opnaði í dag á vefsvæði sínu sérstakan fræðsluvef sem ætlað er að miðla fróðleik um þau málefni sem starfsemi fyrirtækisins beinist að. Það var nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem opnaði vefinn en þetta mun vera á meðal síðustu embættisverka Guðlaugs hjá Orkuveitunni áður en hann lætur af embætti stjórnarformanns. 4.6.2007 14:19 Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17 Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02 Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51 Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37 Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32 Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra. 4.6.2007 13:20 Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 4.6.2007 13:14 Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12 Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50 Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45 Vaxandi ásókn í laxveiðileyfi Ásókn í laxveiðileyfi fer vaxandi ár frá ári þrátt fyrir hækkandi verð og er þegar uppselt í nokkrar ár áður en veiðitíminn hefst í fyrarmálið. 4.6.2007 12:30 Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21 Fæst málin koma til kasta lögreglunnar Fæst af þeim bóta- og tryggingarsvikamálum upp kemst um, koma til kasta lögreglunnar. Áætla má að hundruð milljóna króna séu svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju. 4.6.2007 12:09 Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05 Enn á gjörgæsludeild eftir harðan árekstur Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi fyrir helgina er enn á gjörgæsludeild. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. 4.6.2007 12:02 Fótboltabullan fær tugmilljóna króna sektarkröfur 4.6.2007 11:49 Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar. 4.6.2007 11:45 Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39 Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið. 4.6.2007 11:34 Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19 Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06 Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00 Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29 Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07 Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07 Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02 Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21 Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. 3.6.2007 19:45 Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. 3.6.2007 19:30 Sjá næstu 50 fréttir
Brotist inn í nýbyggingu í Njarðvík Brotist var inn í nýbygginu í Njarðvík í morgun og handverkfærum stolið. Enn liggur ekki fyrir hver eða hverjir voru þar að verki enn málið er enn í rannsókn. 4.6.2007 18:41
Samherji boðar samdrátt vegna erfiðrar stöðu í sjávarútvegi Fyrirhuguðum framkvæmdum útgerðarfyrirtækisins Samherja hf. við uppbyggingu landvinnslunnar á Dalvík verður frestað um eitt ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Þorsteini Má Baldvinssyni, forstjóra Samherja. Hann segir erfiðleikar í íslenskum sjávarútvegi vegna óhagstæðrar gengisþróunar, hárra vaxta og niðurstöður Hafrannsóknarstofnunar um ástand þorskstofnsins gera það að verkum að fresta verði framkvæmdunum. 4.6.2007 18:34
Miðar á Evrópu verði ekki hætt við Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir að eldflaugum, búnum kjarnaoddum, verði miðað á Evrópuríki verði ekki hætt við þau áform. Svör frá Evrópuríkjum eru varfærin. Talsmaður Atlantshafsbandalagsins segir yfirlýsingu Pútíns ógagnlega. 4.6.2007 18:30
Krefjast 150 milljarða í skaðabætur frá lyfjafyrirtæki Dómstóll í Nígeríu ákvað í dag að fresta réttarhöldum yfir lyfjafyrirtækinu Pfizer til júlímánaðar. Fyrirtækið er meðal annars sakað um að hafa valdið dauða margra nígerískra barna eftir að þau voru notuð í tilraunaskyni fyrir ósamþykkt lyf. Fyrirtækið hefur vísað ákærunum á bug. 4.6.2007 18:17
Frakkar herða tökin á ólöglegum innflytjendum Frönsk stjórnvöld lýstu því yfir í dag að þau hyggðust senda að minnsta kosti 25 þúsund ólöglega innflytjendur til baka til heimalands síns fyrir árslok. Eru þetta mun stærri hópur en áður stóð til að vísa úr landi. Þetta í samræmi við fyrri yfirlýsingar franskra stjórnvalda um hertari aðgerðir gegn ólöglegum innflytjendum þar í landi. 4.6.2007 17:58
Þingmaður ákærður fyrir spillingu Reiknað er með því að bandarísk yfirvöld gefi út ákæru á hendur bandaríska þingmanninum William Jefferson í dag fyrir spillingu og mútuþægni. Þingmaðurinn hefur hingað til neitað öllum sakargiftum. 4.6.2007 17:31
Konungsskipið bjargaði ungum Svíum Aðeins nokkrum klukkustundum eftir að allt fór í háaloft í knattspyrnuleik Dana og Svía á föstudaginn, mátti sjá hina hliðina á samskiptum landanna. Danska konungsskipið Dannebrog bjargaði tveim ungum Svíum úr sjávarháska. 4.6.2007 16:51
Talsmaður danskra neytenda kærir Sterling Flugfélagið Sterling, sem er í eigu íslenskra aðila, hefur verið kært til lögreglu í Danmörku fyrir verðauglýsingar félagsins á Netinu. Á heimasíðu félagsins var gefið upp verð án skatta og það var ekki fyrr en viðskiptavinurinn var kominn lengra í bókunarferlinu að hið raunverulega verð var gefið upp. Frá þessu er greint á heimasíðu Neytendasamtakanna. 4.6.2007 16:47
Máli vísað frá í Gvantanamo Bandarískur yfirdómari herdómstóls í Gvantanamo fangabúðunum á Kúbu, hefur vísað frá öllum ákærum á hendur ungum Kanadamanni. Dómarinn sagði að Kanadamaðurinn, Omar Khadr félli ekki undir hans lögsögu. 4.6.2007 16:29
Íranar borga ekki kjarnorkuverið Rússar segja að Íranar hafi ekki borgað nema brot af því sem þeir eigi að inna af hendi fyrir aðstoð Rússa við smíði Bushehr kjarnorkuversins. Íranar neita þessu og segja að Rússar seinki verkinu vegna þrýstings frá Vesturlöndum. 4.6.2007 16:15
Forsætisráðherra skili skýrslu um loforð ráðherra fyrir kosningar Alþingi samþykkti í dag beiðni frá þinmönnum vinstri grænna þess efnis að forsætisráðherra taki saman skýrslu um þá samninga, viljayfirlýsingar og fyrirheit sem veitt voru í aðdraganda kosninga. Beiðnin var samþykkt samhljóðar. 4.6.2007 15:52
Engar heimildir í gildi vegna stríðsins í Írak Þær heimildir sem íslensk stjórnvöld veittu bandarískum til þess að nýta sér aðstöðu hér á landi vegna stríðsins í Írak eru fallnar úr gildi. Þetta kom fram í máli Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur á Alþingi í dag. 4.6.2007 15:30
Sakfelldir fyrir umfangsmikið smygl á fólki Sex karlar voru í dag í Uppsölum í Svíþjóð dæmdir í átta mánaða til tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir umfangsmikið smygl á Írökum til Svíþjóðar og annarra Evrópulanda. 4.6.2007 15:03
Aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segir SA Ríkisstjórnin þarf nú þegar að taka á þeirri sjálfheldu sem stjórn peningamála og hagstjórnin hefur ratað í og aðgerðir Seðlabankans hafa skaðað atvinnulífið, segja Samtök atvinnulífsins. Framkvæmdastjórn samtakanna átti í morgun fund með forsætisráðherra og utanríkisráðherra. 4.6.2007 14:47
Farðu til Rómar og vertu skakkur Ef þú hefur einusinni komið til Rómar þá þráir þú að fara þangað aftur. Ítalskir vísindamenn hafa nú kannski uppgötvað ástæðuna fyrir því að Róm verður vanabindandi. Þeir voru að mæla loftmengun með nýjum og fullkomnum tækjum. Auðvitað fundu þeir merki um útblástur frá bílum, í andrúmsloftinu. En þeir fundu líka kókaín, nikótín, koffín og hass. 4.6.2007 14:38
Fræðsluvefurinn opnaður Orkuveita Reykjavíkur opnaði í dag á vefsvæði sínu sérstakan fræðsluvef sem ætlað er að miðla fróðleik um þau málefni sem starfsemi fyrirtækisins beinist að. Það var nýr heilbrigðisráðherra, Guðlaugur Þór Þórðarson, sem opnaði vefinn en þetta mun vera á meðal síðustu embættisverka Guðlaugs hjá Orkuveitunni áður en hann lætur af embætti stjórnarformanns. 4.6.2007 14:19
Tugthúsmyndin af París Þegar fólk er sett í tugthús er venjan að taka af því ljósmyndir fyrir fangaskrána. Það var auðvitað gert þegar París Hilton kom í fangelsið í dag til þess að afplána 23 daga fangelsisvist í dag. Og líklega er þetta flottasta fangaportrett sem lengi hefur verið tekið af nýjum fanga í Lynwood fangelsinu í Kaliforníu. Smellið á "meira" til þess að sjá myndina af París. 4.6.2007 14:17
Blair setti sjö lög á dag Sjö ný lög hafa verið samþykkt á breska þinginu á hverjum einasta degi frá því Tony Blair tók við völdum fyrir tíu árum. Að meðaltali 2.685 lög voru samþykkt á ári í valdatíð hans. Það var 22 prósent aukning frá áratugnum á undan, þegar Íhaldsflokkurinn fór með völd. Þetta er til viðbótarl lögum sem hefur þurft að samþykkja 4.6.2007 14:02
Gerðu aðsúg að lögreglu á dansleik á Höfn Gerður var aðsúgur að lögreglumönnum við eftirlit á sjómannadagsdansleik á Höfn í Hornafirði á laugardag og beitti lögregla piparúða til að verja hendur sínar gagnvart ólátaseggum. 4.6.2007 13:51
Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum á Sri Lanka Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins á Sri Lanka þann 3. júní. Skorað hefur verið á þarlend yfirvöld að hefja tafarlaust rannsókn á morðunum en ekki er vitað hverjir voru að verki. 4.6.2007 13:37
Lögreglan á Akranesi rannsakar þrjár nauðganir Lögreglan á Akranesi hefur nú til rannsóknar þrjár nauðganir og eitt kynferðisbrotamál til viðbótar. Málin hafa komið upp á síðustu vikum. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. 4.6.2007 13:32
Þörf á tæknibyltingu í iðnaði á næstu árum Þörf er á tæknibyltingu í iðnaði í heiminum á næstu 10-15 árum til þess að vinna gegn loftlagsbreytingum og styðja við sjálfbæra þróun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi umhverfisráðherra Evrópska efnahagssvæðisins í Essen í Þýskalandi um helgina en þann fund sótti Þórunn Sveinbjarnardóttir, nýr umhverfisráðherra. 4.6.2007 13:20
Kanna möguleikann á því að nýta risaborinn áfram Verið er að kanna möguleikann á því að risaborinn sem nú borar göng að Kárahnjúkum verði notaður til þess að bora veggöng hér á landi. Þetta kom fram hjá Kristjáni L. Möller, samgönguráðherra í hádegisviðtalinu á Stöð 2. 4.6.2007 13:14
Efnaverksmiðja í björtu báli Efnaverksmiðja í Crewe í Englandi stendur í björtu báli eftir að þar varð mikil sprenging fyrir stundu. Verið er að rýma næsta nágrenni verksmiðjunnar en reykjarbólstrar standa mörghundruð metra í loft upp. Sjónarvottar segja að eldurinn sé að breiðast út. Ekki er á þessari stundu vitað um manntjón í verksmiðjunni. 4.6.2007 13:12
Íranir eru ósigrandi Íranar minnast þess nú að um þessar mundir eru 18 ár liðin frá dauða Ayatollah Kohmeini, stofnanda íranska lýðveldisins. Forseti landsins, Mahmoud Ahmadinejad sagði í ræðu í gær fyrir utan grafhýsi leiðtogans fyrrverandi að Íranir ætluðu sér ekki hætta við áform sín um að kjarnorkuvæða landið og sagði hann íranska lýðveldið vera „ósigrandi“. 4.6.2007 12:50
Danska lögreglan lærir af þeirri þýsku í Heiligendamm Danska lögreglan hyggst senda hóp lögreglumanna til Heiligendamm í Þýskalandi þar sem leiðtogar átta helstu iðnríkja heims koma saman á miðvikudag til fundar. 4.6.2007 12:45
Vaxandi ásókn í laxveiðileyfi Ásókn í laxveiðileyfi fer vaxandi ár frá ári þrátt fyrir hækkandi verð og er þegar uppselt í nokkrar ár áður en veiðitíminn hefst í fyrarmálið. 4.6.2007 12:30
Sjálfsmorðsárás á lögreglustöð í Tyrklandi Þrír létust í sjálfsmorðssprengingu á lögreglustöð í Tunceli héraði í Tyrklandi nú fyrir stundu. Óljóst er hver stóð að baki tilræðinu en kúrdískir aðskilnaðarsinnar hafa látið til sín taka í héraðinu. 4.6.2007 12:21
Fæst málin koma til kasta lögreglunnar Fæst af þeim bóta- og tryggingarsvikamálum upp kemst um, koma til kasta lögreglunnar. Áætla má að hundruð milljóna króna séu svikin út úr Tryggingastofnun á ári hverju. 4.6.2007 12:09
Hótar hefndaraðgerðum Vladimír Pútín Rússlandsforseti hótar hefndaraðgerðum láti Bandaríkjamenn verða af því að byggja eldflaugavarnarkerfi í Austur-Evrópu. Hann segir kröfu Breta um framsal á fyrrverandi KGB manni hlægilega. 4.6.2007 12:05
Enn á gjörgæsludeild eftir harðan árekstur Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi fyrir helgina er enn á gjörgæsludeild. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. 4.6.2007 12:02
Kominn til meðvitundar eftir gaseitrun Roskinn maður, sem varð fyrir alvarlegri gaseitrun í hjólhýsi sínu í Djúpadal í Barðastrandasýslu í gær, er kominn til meðvitundar. 4.6.2007 11:45
Bush leggur af stað til Evrópu Forseti Bandaríkjanna, George Bush, leggur af stað til Þýskalands í dag til þess að taka þátt í fundi átta helstu iðnríkja heimsins, G8. Mikil mótmæli hafa verið í tengslum við fundinn en þúsund manns, þar af 433 lögreglumenn, slösuðust í átökum um helgina. 4.6.2007 11:39
Klórgasleki hjá Mjöll-Frigg á Akureyri Efnaverksmiðja Mjallar-Friggjar var rýmd í morgun eftir að klórgas lak út í rými í kjallara hússins. Að sögn Þorbjörns Haraldsson, slökkviliðsstjóra á Akureyri, gaf klórgasslanga sig með þeim afleiðingum að klórgas lak út en starfsmaður verksmiðjunnar sýndi snör handbrögð og náði að skrúfa fyrir klórgasið. 4.6.2007 11:34
Gúmmíkúlur á hjúkrunarkonur Lögreglan í Jóhannesarborg í Suður-Afríku skaut í dag gúmmíkúlum á hjúkrunarkonur sem sem taka þátt í allsherjarverkfalli opinberra starfsmanna. Nokkrar hjúkrunarkvennanna slösuðust. Tuttugu starfssystur þeirra voru handteknar í mótmælaaðgerðum í borginni Durban. 4.6.2007 11:19
Vilja að þriðja kynið verði viðurkennt Þeir sem ferðast til Taílands og þurfa að fylla út umsóknareyðublöð af einhverju tagi gætu í framtíðinni rekist á spurningar um kynferði og fengið þrjá möguleika: karl, kona og annað. 4.6.2007 11:06
Einhverf vélmenni Vélmenni hafa um nokkurt skeið verið notuð til að greina einhverfu hjá börnum. Nú hafa vísindamenn farið skrefinu lengra og búið til vélmenni sem aðstoðar börn að fást við einhverfu og mynda félagstengsl. 4.6.2007 11:00
Danir í haldi sjóræningja þurfa að bíða lengi eftir frelsinu Danska utanríkisráðuneytið segir að áhöfn dansks fraksskips sem rænt var úti fyrir Sómalíu þurfi væntanlega að bíða í allnokkurn tíma eftir frelsinu. 4.6.2007 10:29
Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons. 4.6.2007 10:07
Taylor segist ekki ætla að taka þátt í leiksýningu Charles Taylor, fyrrum forseti Líberíu, segist hafa misst trúnna á dómstólnum sem rétta á í máli hans en hann er ákærður fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Réttarhöldin hófust í hollensku borginni Haag í morgun en Taylor mætti ekki fyrir réttinn. Verjandi hans las upp yfirlýsingu þar sem sagði að forsetinn fyrrverandi ætlaði ekki að taka þátt í því sem hann kallaði leiksýningu. 4.6.2007 10:07
Það verður svart -ef ekkert verður hvítt Ef jöklar á Suðurskautinu bráðna mun yfirborð sjávar hækka um 60 metra. Grænlandsjökull myndi hækka yfirborðið um sjö metra. Bráðnandi jöklar munu á næstu áratugum hafa áhrif á líf hundruða milljóna manna um allan heim. Þetta segir í nýrri skýrslu 70 manna sérfræðinganefndar Sameinuðu þjóðanna. 4.6.2007 10:02
Þúsundir mótmæla Chavez í Caracas Þúsundir stjórnarandstæðinga helltust út á götur Caracas í Venesúela í dag til þess að mótmæla þeirr ákvörðun forseta landsins, Hugo Chavez, að loka á sjónvarpsstöð. Mótmælendurnir fóru til skrifstofu verjanda fólksins, sem sér um að mannréttindum sé viðhaldið í landinu, og las þar upp skjal um að chavez hefti fjáningarfresli landsmanna með því að banna sjónvarpsstöðina. 3.6.2007 20:21
Vill ekki að eitrað verði fyrir sílamáfi Íbúi við Leirvogshólma í Staðarhverfi gagnrýnir að fuglafræðingum verði í júní leyft að eitra fyrir sílamáfi á leiksvæði barna og unglinga. Náttúrufræðistofnun Íslands gerði alvarlegar athugasemdir við svæðavalið og lagðist gegn leyfinu. 3.6.2007 19:45
Sniglarnir vilja víravegriðin niður Félagar í Sniglunum lokuðu hluta Suðurlandsvegar síðdegis í dag til að mótmæla vírvegriðum á veginum. Sniglarnir krefjast þess að þau verði tekin niður, en víravegriðin vekja ugg og skelfingu meðal mótorhjólamanna, segir Valdís Steinarrsdóttir, formaður Sniglanna. 3.6.2007 19:30