Fleiri fréttir

Fimm Danir í haldi sjóræningja

Sjóræningjar hafa nú á valdi sínu danska flutningaskipið Donica White sem þeir tóku yfir undan strönd Sómalíu seint á föstudaginn. Fimm danskir skipherrar voru um borð og eru þeir allir í haldi sjóræningjanna. Yfirvöld í Kenýa segjast eiga von á hárri lausnargjaldskröfu.

Egill segist hafa verið laus allra mála

Egill Helgason hefur sent frá sér tilkynningu vegna kröfu 365 miðla um að Egill standi við þá samninga sem hann hefur gert. Í svari sínu segist Egill hafa verið laus allra mála hjá Stöð tvö þegar hann réð sig til RÚV. Svar Egils í heild sinni má sjá hér.

Kennir al-Kaída um árásina

Forsætisráðherra Sómalíu, Ali Mohamed Gedi, sagði í dag að al-Kaída hefði verið á bak við árásina á heimili hans. Sjö manns létust þegar að jeppi hlaðinn sprengiefnum braust í gegnum varðstöðvar og keyrði á vegg í húsi Gedi.

Átök brjótast út í suðurhluta Líbanon

Átök brutust út í öðrum flóttamannabúðum í Líbanon í dag, nú í suðurhluta landsins í Ain al-Hilweh búðunum. Þar berjast Jund al-Sham vígamenn við stjórnarherinn. Tveir hafa slasast í átökunum hingað til. Ekki er vitað hvort að átökin tengist þeim í norðurhluta landsins í Nahr al-Bared flóttamannabúðunum.

Helgi Hjálmsson nýr formaður Landssambands eldri borgara

Helgi Hjálmsson fráfarandi varaformaður Landssambands eldri borgara var kjörinn formaður sambandsins á landsþingi fyrr í dag. Ólafur Ólafsson fyrrverandi landlæknir sem verið hefur formaður Landssambandsins undanfarin tvö ár, dró framboð sitt til formanns til baka á síðustu stundu og var Helgi kosinn einróma án formlegrar atkvæðagreiðslu.

Sjávarútvegurinn stendur frammi fyrir erfiðum ákvörðunum

Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birtir innan skamms úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu og mismunandi veiðihlutfalli á þorski. Útflutningstekjur af þorski eru fjörtíu prósent af heildarútflutningstekjum í sjávarútvegi. Formaður LÍÚ segir að sársaukafullt verði að draga úr veiðunum.

Reynt að ráða forsætisráðherra Sómalíu af dögum

Sjálfsmorðssprengjumaður keyrði í gegnum vegartálma að húsi forsætisráðherra Sómalíu og spregndi sig í loft upp. Sex manns létu lífið í sprengingunni. Forsætisráðherran sakaði ekki í árásinni og hefur hann nú farið á tryggari stað. Þetta er þriðja morðtilraunin við Ali Mohamed Gedi, forsætisráðherra Sómalíu, síðan hann tók við völdum.

Hustler leitar fanga hjá þingmönnum

Tímaritið Hustler hefur ákveðið að verða sér út um góða sögu í Washington D.C. og er tilbúið að borga eina milljón dollara fyrir hana. Sagan þarf þó að vera kynlífssaga og að tengjast einhverjum háttsettum sem vinnur í eða við bandaríska þingið.

300 slösuðust í jarðskjálfta í Kína

300 manns slösuðust í jarðskjálfta í suðvesturhluta Kína í dag. 4 létu lífið. Borgin Púer hristist og skalf snemma morguns og fólk var enn í rekkju. Alls hefur þurft að flytja 120.000 manns frá borginni vegna eftirskjálftana. Lokað var fyrir rafmagn til borgarinnar og aðeins var hægt að hafa samband í Farsíma. Í Púer er framleitt te með sama nafni. Algengt er að jarðskjálftar verði á þessu svæði .

Tengdapabbinn vann með berklabakteríur í mörg ár

Yfirvöld í Bandaríkjunum rannsaka nú hvort að einhver tengsl séu á milli Andrew Speaker, mannsins sem fékk fjölónæma berkla, og tengdaföður hans, sem vinnur hjá berkladeild Sjúkdómastjórnar í Denver. Það á eftir að taka marga mánuði og jafnvel ár að losa Speaker við bakteríuna.

Harry æfir fyrir Afganistan

Harry prins er víst kominn í þjálfunarbúðir breska hersins stutt fyrir utan Calgary í Kanada. Þar er verið að undirbúa hann fyrir hugsanlega ferð hans til Afganistan. Æðstu yfirmenn hersins komu í veg fyrir að Harry gæti farið til Íraks en talið var að nærvera hans gæti sett félaga hans í hættu.

Keyrði á 35 manns

Kona í Washington D.C. í Bandaríkjunum keyrði bílinn sinn í gegnum götuhátíð í gærkvöldi og særði 35 manns. Lögregla sagði að 7 af fórnarlömbum hennar hefðu meiðst alvarlega. Hún var með sjö ára dóttur sína með sér í bílnum. Konan, Tonya Bell, 30 ára, var síðan handtekin. Enn hefur ekki tekist að komast að því hvers vegna konan gerði þetta en beðið er eftir niðurstöðum úr blóðrannsóknum.

Blair til Þýskalands

Tony Blair er nú á leið sinni til Þýskalands til viðræðna við kanslara Þýskalands, Angelu Merkel, fyrir G8 fundinn. Hann byrjar í upphafi næstu viku. Á fundi sínum með Merkel í dag ætlar Blair sér að ræða þróunar- og neyðaraðstoð í Afríku sem og loftslagsbreytingarnar.

Gengið yfir Vestfirðinga

Matthías Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra segir að Íslendingar eigi að segja skilið við fiskveiðistjórnunarkerfið og hætta að ljúga því að sjálfum sér að kerfið sé gott. Hann segir að gengið hafi verið yfir Vestfirðinga með tilheyrandi hruni byggða.

Tveir sjálfboðaliðir Rauða krossins á Sri Lanka myrtir

Tveir sjálfboðaliðar Rauða krossins fundust myrtir á Sri Lanka í dag, tveimur dögum eftir að þeim hafði verið rænt. Átök hafa brotist út að undanförnu á milli tamíltígra og stjórnvalda og lentu sjálfboðaliðarnir á milli. Þeir voru á að bíða eftir lest til borgarinnar Batticaloa þegar þeim var rænt. Menn klæddir borgaraleg föt námu þá á brott undir því yufirskini að þeir væru leynilögregla.

Tunick tekur myndir í Amsterdam

Tugir kvenna sátu fyrir naktar á brú yfir einum af hinum sögufrægu skurðum Amsterdam í morgun. Útsýnið var einstakt, jafnvel í Amsterdam sem þykir nokkuð frjálslynd í viðhorfum sínum til nektar og kynlífs. Konunar voru hluti af 2.000 manna hópi sem hafði safnast saman í borginni að beiðni ljósmyndarans Spencer Tunick en hann er frægur fyrir að taka myndir af nöktu fólki á opinberum stöðum.

70 ára afmæli Icelandair

Icelandair Group heldur upp á sjötíu ára afmæli félagsins nú í hádeginu í nýju stórhýsi Flugsafnsins á Akureyrarflugvelli. Saga félagsins hófst með stofnun Flugfélags Akureyrar árið 1937.

Tveir teknir á metamfetamíni

Lögreglan á Akranesi hefur á þremur dögum tekið tvo menn með metamfetamín í þvagi. Eiturlyfið er sárasjaldgæft á Íslandi og hefur varla sést í uppundir tvö ár.

Ekki raunhæfar hugmyndir hjá Hafró

Framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðamanna segir hugmyndir Hafrannsóknarstofnunar um að draga þorskvótann saman um þriðjung frá fyrra ári ekki raunhæfar. Skýrsla stofnunarinnar feli í sér alvarleg tíðindi sem bregðast þurfi við.

Kannað með kæru á Íslandi

Ættingjar flugliðans Ashley Turner, sem var myrt á varnarsvæðinu á Miðnesheiði árið 2005, ætla að kanna hvort hægt verði að rétta yfir meintum morðingja hennar hér á landi. Í síðasta mánuði sýknaði herréttur í Washington hermann af ákæru um morðið á Turner.

UEFA segir stuðningsmenn Liverpool þá verstu í Evrópu

Stuðningsmenn Liverpool eru þeir verstu í Evrópu samkvæmt nýrri könnun sem Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, gaf frá sér í gær. Útsendarar UEFA voru í dulargervi á meðal stuðningsmanna til þess að safna gögnum um hegðan þeirra. Nokkur vandræði sköpuðust þegar Liverpool mætti AC Milan í úrslitaleik meistaradeildarinnar og hefur UEFA kennt stuðningsmönnum Liverpool um þau.

Ástralir taka sig á í umhverfismálum

Forsætisráðherra Ástralíu, John Howard, tilkynnti í dag um mikla stefnubreytingu í loftslagsmálum. Hann ætlar sér að koma upp kvótakerfi á koltvíoxíði auk þess sem hann vill takmarka útblástur með lagasetningu fyrir árið 2012. Miðað við höfðatölu menga Ástralir einna mesta allra þjóða.

Eiginkona Litvinenko segir hann ekki hafa unnið með MI6

Eiginkona Alexander Litvinenko neitaði því Í morgun að hann hefði unnið fyrir bresku leyniþjónustuna. Litvinenko var fyrrum KGB njósnara sem var myrtur með geislavirkum efnum í Bretlandi vetur. Andrei Lugovoy, sem er sakaður um að hafa myrt Litvinenko, sagði að Litvinenko hefði unnið fyrir MI6, bresku leyniþjónustuna.

Putin ætlar að beina eldflaugum á evrópsk skotmörk

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í morgun að Rússland myndi enn einu sinni beina eldflaugum sínum á skotmörk í Evrópu ef Bandaríkjamenn myndu koma sér upp eldflaugavarnarkerfi í Póllandi og Tékklandi eins og þeir ætla sér. Putin viðurkenndi reyndar í samtali við ítalska blaðið Corriere della Sera að þetta svar Rússa gæti komið af stað vopnakapphlaupi.

G8 leiðtogar breiða yfir ágreining í loftslagsmálum

Leiðtogar helstu iðnvelda heimsins ætla sér að breiða yfir ágreining sinn í loftslagsmálum á G8 leiðtogafundinum sem fer fram í Heiligendamm, rétt fyrir utan hafnarborgina Rostock í Þýskalandi á mánudaginn kemur. Þýski kanslarinn Angela Merkel, sem leiðir fundinn, hefur unnið margra mánaða undirbúningsstarf í loftslagsmálum svo samkomulag gæti litið dagsins ljós.

Tiltekt í Rostock eftir mótmæli

Yfirvöld í hafnarborginni Rostock í Þýskalandi hófu í morgun hreinsunarstarf eftir átök lögreglu og mótmælenda þar í borg í gærdag og kvöld. Fundur leiðtoga helstu iðnríkja heims verður haldinn nærri borginni síðar í vikunni og vildu mótmælendur koma þeim málum sem á þeim brenna á framfæri fyrir fundinn.

Unga parið enn á gjörgæsludeild

Ungt par sem slasaðist alvarlega í hörðum árekstri tveggja bíla á Suðurlandsvegi á fimmtudaginn er enn á gjörgæsludeild Landspítala-háskólasjúkrahús. Konunni er haldið sofandi í öndunarvél en hún gekkst undir aðgerð við komuna á spítalann. Þriggja mánaða dóttir þeirra, sem var með þeim í bílnum, slasaðist mun minna en foreldrar hennar.

Kastró allur að koma til

Ríkissjónvarpið á Kúbu birti í gær myndbandsupptöku af Fídel Kastró, forseta landsins, þá fyrstu sem sýnd er af honum í fjóra mánuði. Forsetinn, sem er áttræður, hefur ekki komið fram opinberlega síðan í júlí í fyrra þegar hann gekkst undir magaaðgerðir.

Frístundakort í salt um sinn

Vinstri grænir gagnrýna að ekki verði hægt að nota frístundakortin í Reykjavík til að greiða fyrir þjónustu frístundaheimlis ÍTR. Fulltrúi Vinstri grænna sat hjá við atkvæðagreiðslu um frístundakort fyrir 6-18 ára börn í borginni og harmar að ekki hafi náðst þverpólitísk samstaða um málið.

Fangageymslur fullar á Suðurnesjum

Fangageymslur eru fullar hjá lögreglunni á Suðurnesjum eftir nóttina en mikil ölvun var í Keflavík og Grindavík. Lögreglan hafði í nógu að snúast og þurfti víða að skipta sér af pústrum og ólátum. Flestir sem fengu gistingu hjá lögreglunni fá að fara heim í dag þegar þeir hafa sofið úr sér.

Keyrði undir áhrifum amfetamíns, metamfetamíns og kókaíns

Lögreglan á Akranesi stöðvaði ökumann á fertugsaldri á Akrafjallsvegi um áttaleytið í gærkvöldi. Ökumaður reyndist sviptur ökuréttindum ævilangt með dómi frá árinu 2005. Þvagsýni bílstjórans reyndist jákvætt fyrir amfetamíni, metamfetamíni og kókaíni. Nokkuð af lyfjum fundust á ökumanninum en engin ólögleg fíkniefni. Málið er í rannsókn.

200 slasaðir eftir jarðskjálfta í Kína

Að minnsta kosti tveir týndu lífi og tvö hundruð slösuðust þegar jarðskjálfti, sem mældist 6,4 á Richter, reið yfir Júnan-hérað í suð-vestur Kína í nótt. Upptök skjálftans voru í borginni Púer, nærri Laos og Búrma. Mörg þúsund íbúar þar og í næsta nágrenni hafa verið fluttir á brott

Dæmdi Svíum 0 - 3 sigur

Dómarinn í leik Dana og Svía dæmdi í kvöld leikinn af og lýsti Svía sigurvegara, 3 - 0. Ástæðan var að danskur áhorfandi hafði hlaupið inn á og reynt að slá til dómarans. Rétt áður en það gerðist hafði dómarinn dæmt vítaspyrnu á Danina. Þegar dómarinn dæmdi leikinn af var staðan jöfn, 3 - 3, og Danir höfðu jafnað eftir að hafa verið 0 - 3 undir eftir aðeins 26 mínútna leik.

Allt í plati

Umdeildur hollenskur raunveruleikaþáttur þar sem keppt var um nýra úr dauðvona konu reyndist gabb eftir allt saman. Framleiðendur vildu vekja athygli á vandræðum líffæraþega í Hollandi. Íslenskur læknir segir þörfinni fyrir ígræðslu á Íslandi vel svarað en engu að síður séu fáeinir á biðlista hverju sinni.

Ákærðir fyrir að skipuleggja hryðjuverk

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa ákært fjóra menn fyrir að hafa lagt á ráðin um hryðjuverkaárásir á John F. Kennedy flugvöll í New York. Fram kom á fréttamannafundi fyrir stundu að þrír þeirra væru í haldi en sá fjórði gengi enn laus.

Hlýðnir reykingamenn

Gestir veitinga- og skemmtistaða létu fæstir á sig fá að þurfa að standa úti í nótt til að fá sér að reykja. Svo virðist sem flestir hafi virt bannið þótt fólk sé missátt við það. Sumir eru ánægðir með að fá frískara loft inn á staðina en aðrir kvíða þess að þurfa að reykja úti í vetur.

Gæslan komin með nýja þyrlu

TF-GNÁ ný leitar- og björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar lenti við flugskýli Gæslunnar í Reykjavík á hádegi í dag. Þyrlunni var flogið hingað til lands frá Noregi og segir flugstjórinn ferðina hafa gengið vel.

Landsmenn í hátíðarskapi

Landsmenn hafa verið í hátíðarskapi í dag. Víða var tekið forskot á sjómannadaginn og það var alþjóðlegur blær yfir bæjarlífinu í Hafnarfirði.

Mótmælt í Rostock

Að minnsta kosti hundrað lögreglumenn særðust í átökum við mótmælendur í norður hluta í Þýskalands í dag. Leiðtogar átta helstu iðnríkja heims funda þar í næstu viku og vildu mótmælendur hafa áhrif á umræðuna þar. Lögregla beitti táragasi og vatnsþrýstidælum til að hafa hemil á mannfjöldanum.

Ætla ekki að selja hlut sinn í Vinnslustöðinni

Hópur hluthafa í Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum sem kallar sig Eyjamenn, ætlar ekki að selja helmings hlut sinn í fyrirtækinu. Þvert á móti vill hópurinn kaupa hlut annarra í Vinnslustöðinni, en segir verðmæti hlutarins minnka vegna veiðiráðgjafar Hafrannsóknarstofnunar.

Jafntefli við Liechtenstein

Íslenska landsliðið í knattspyrnu gerði í dag jafntefli við smáríkið Liechtenstein. Leikurinn fór 1-1 og íslenska liðið spilaði langt undir getu í dag. Brynjar Björn Gunnarsson skoraði mark íslendinga á 27. mínútu en Raphael Rohrer jafnaði fyrir Liechtenstein á 69. mínútu.

Stuðningmenn Chavez mótmæltu Bandaríkjunum í dag

Stuðningsmenn Hugo Chavez, forseta Venesúela, fjölmenntu í miðborg Caracas, höfuðborg Venesúela, til þess að mótmæla yfirgangi og auðvaldsstefnu Bandaríkjanna í Suður-Ameríku. Þá vildu þeir líka sýna stuðning sinn við aðgerðir forsetans gegn sjónvarpsstöðvum í landinu. Chavez tók stöðina Radio Caracas Television úr loftinu þá en stöðin svaraði með því að sjónvarpa á vefsíðu YouTube í staðinn.

Innanríkisráðherra Írans hvetur til tímabundinna hjónabanda

Innanríkisráðherra Írans, Mostafa Pour-Mohammadi, er byrjaður á því að hvetja til tímabundinna hjónabanda. Hann ætlar þeim að leysa ýmis félagsleg vandamál í þjóðfélaginu. Samkvæmt reglum sjía greinar íslam getur fólk gift sig tímabundið, allt frá klukkutíma upp í eina öld. Karlmaður getur gift sig tímabundið eins oft og hann vill. Þrátt fyrir þetta er almennt álitið að tímabundin hjónabönd séu skálkaskjól fyrir vændi.

Tugþúsundir mótmæla í Pakistan

Tugir þúsunda söfnuðust saman til þess að sýna brottreknum hæstaréttadómara stuðning í Pakistan í dag. Mótmælin fóru fram í Abbotabad sem er 50 kílómetra frá höfuðborginni Islamabad. Dómarinn, Ifhikhar Mohammed Chaudry, var rekinn úr starfi af Pervez Musharraf, forseta landsins, fyrir að hafa gerst brotlegur í starfi. Musharraf sakar andstæðinga sína um að snúa brottrekstrinum upp í pólitískt hitamál.

Putin segir eldflaugavarnarkerfi auka líkur á kjarnorkuátökum

Vladimir Putin, forseti Rússlands, sagði í dag að eldflaugavarnarkerfi Bandaríkjamanna mundi auka líkurnar á kjarnorkuátökum í framtíðinni. Rússar hafa miklar áhyggjur af kerfinu og segja það skekkja valdajafnvægið í Evrópu. Þeir prófuðu síðan nýjar eldflaugar í vikunni og sögðu að þær kæmust í gegnum hvaða varnarkerfi sem er.

Sjá næstu 50 fréttir