Erlent

Tekist á í tveimur flóttamannabúðum í Líbanon

Frá Nahr el-Bared flóttamannabúðunum.
Frá Nahr el-Bared flóttamannabúðunum. MYND/AP

Tveir líbanskir hermenn hafa fallið og fimm eru sagðir særðir eftir átök við uppreisnarmenn í flóttamannabúðum í borginni Sidon í suðurhluta Líbanons.

Átök hófust í Ain al-Hilweh flóttamannabúðunum, sem eru fjölmennustu búðir Palestínumanna í landinu, í gær en þar tekst herinn á við félaga í Jund al-Sham uppreisnarsamtökunum sem sögð eru tengjast al-Qaida.

Þá er einnig talið hugsanlegt að samtökin tengist Fatah al-Islam hópnum sem tekist hefur á við líbanska herinn í Nahr al-Bared flóttamannabúðum í Trípólí síðustu tvær vikur. Þar héldu átök einnig áfram í nótt. Átökin þar hafa kostað að minnsta kosti 100 manns lífið.

Fouad Siniora, forsætisráðherra Líbanons, segir hópana tvo hryðjuverkagengi hefur neitað að semja við þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×