Innlent

Nýtt kort af hjóla- og göngustígum

Borgarbúar geta skipulagt hjólreiðar- eða göngutúrinn betur.
Borgarbúar geta skipulagt hjólreiðar- eða göngutúrinn betur. MYND/JAK

Framkvæmdasvið Reykjavíkurborgar hefur sett upp kynningarsíðu með nýjum kortum og upplýsingum um hjóla- og göngustíga á höfuðborgarsvæðinu. Nýr áningarstaður verður settur upp við Breiðholtsbraut milli Fákssvæðis og Elliðavatns í sumar.

Kortin eru á pdf-formi og hjálpa fólki við að finna auðveldustu og öruggustu leiðna í vinnuna eða til að skipuleggja sunnudagshjólatúrinn.

Nýr áningarstaður fyrir hjólreiðarmenn verður settur upp við Breiðholtsbraut milli Fákssvæðis og Elliðavatns í sumar en áætlað er að setja árlega upp nýjan áningarstað næstu þrjú til fjögur árin. Þá er einnig áætlað að merkja stíga meðfram norðurströnd Reykjavíkur allt frá Korpu að byggingarsvæði Tónlistar- og ráðstefnuhúss og auk þess ljúka merkingum á stíg frá Ánanaustum að Ægissíðu.

Sjá nánar á vef framkvæmdasviðs Reykjavíkurborgar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×