Innlent

Stúdentar opna loforðasíðu

Stúdentar vekja athygli á menntamálum.
Stúdentar vekja athygli á menntamálum. MYND/GVA

Stúdentaráð Háskóla Íslands opnar í dag heimasíðuna loford.is þar sem stefnuskrá ráðsins er borin saman við stefnuskrá stjórnmálaflokkanna í menntamálum. Stúdentar vilja með þessu vekja athygli á mikilvægi menntamála í komandi kosningum.

Stúdentaráð Háskóla Íslands kynnti á dögunum stefnuskrá sína í menntamálum. Þar krefst ráðið meðal annars þess að námslán verði hækkuð og að opinberir háskólar fái aukið fjármagn til að standa jafnfætis einkareknum háskólum.

Á heimasíðunni á fólk meðal annars að geta borið saman stefnumál og áherslur flokkanna í menntamálum.

Sjá síðu stúdentaráðs hér.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×