Innlent

Fagnar yfirlýsingu ráðherra varðandi Palestínu

Frá mótmælum Félags Ísland-Palestína.
Frá mótmælum Félags Ísland-Palestína. MYND/HH

Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland-Palestína fagnar þeirri yfirlýsingu Valgerðar Sverrisdóttur, utanríkisráðherra að taka eigi upp eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá formanninum.

Haft var eftir Valgerði Sverrisdóttur í Fréttablaðinu í gær að hún myndi á næstu dögum leggja til að tekin verði upp „eðlileg samskipti" við heimastjórn Palestínumanna.

Í yfirlýsingu frá Sveini Rúnari Haukssyni, formanni Félags Ísland-Palestína, segir að það sé fagnaðarefni ef Ísland fylgir fordæmi Noregs og taki upp eðlileg samskipti við þjóðstjórn Palestínumanna. Bendir hann á að það sé í samræmi við yfirlýsta stefnu Alþingis um að viðurkenna bæri sjálfsákvörðunarrétt palestínsku þjóðarinnar og tilvistarrét Ísraelsríkis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×