Fleiri fréttir Segir flensuna ekki komna frá Ungverjalandi Fuglaflensusmitið sem upp kom á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk á Englandi í síðustu viku er ekki komið frá Ungverjalandi. Þetta fullyrðir Andreas Dekany talsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ungverjalandi. 12.2.2007 10:32 Algjör hasshaus Belgiskur maður var handtekinn fyrir hassmygl frá Hollandi til heimalandsins, vegna þess að það var svo megn hasslykt af honum að aðrir farþegar í lestinni þoldu ekki við. Hollenskir lestarverðir létu belgisku lögregluna vita af manninum, og hans var beðið þegar lestin kom til Antwerpen. 12.2.2007 10:30 Reyna enn að ná saman um afvopnun Reynt verður áfram að ná samkomulagi í sex ríkja viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Í morgun var ákveðið að halda áfram, þó viðræðunum hafi átt að ljúka í gær. Viðræðurnar fóru vel af stað þegar þær hófust á fimmtudag en strönduðu á kröfum Norður-Kóreumanna um orkuaðstoð gegn kjarnorkuafvopnun. 12.2.2007 10:08 Strípalingar í vanda Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínann veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi. 12.2.2007 10:02 Lögregla á hælum Zupljanin Lögregla í Bosníu réðist í morgun á heimili og vinnustað serbnesks bankastarfsmanns sem er grunaður um að hafa aðstoðað Stojan Zupljanin, grunaðan stríðsglæpamann, að felast. Zupljanin er einn sex Serba sem er eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. Hann var ákærður árið 1999 fyrir glæpi gegn múslimum og Króötum í vesturhluta Bosníu í stríðinu 1992-95. 12.2.2007 09:56 Ný samgönguáætlun kynnt á morgun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætlar að kynna samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018 á Ísafirði á morgun. Stefnt er að því að henni verði dreift á Alþingi síðdegis á morgun. Fundur samgönguráðherra verður í húsnæði Vegagerðarinnar á Ísafirði 11.2.2007 19:45 Innihald í íslenskum kjötvörum oft á tíðum óljóst Eftirlit með notkun bindiefna í kjötvörur er lítið hér á landi. Umhverfisstofnun veit ekki hvað helsta bindiefnið í kjötvörum, svokallað tendin, inniheldur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. 11.2.2007 19:15 Vígslubiskup harmar atburðina í Breiðuvík Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, kveðst harma þá atburði sem gerðust í Breiðuvík, en hann starfaði þar um tíma á sjöunda áratugnum. Hann kveðst þó aldrei hafa séð líkamlegu ofbeldi beitt þar en eftir að hann heyrði orðróm um slíkt frá drengjunum hafi hann gengið á fund yfirvalda og hvatt til að heimilinu yrði breytt. 11.2.2007 19:11 Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. 11.2.2007 19:00 Vill að einhver axli ábyrgð Það er til skammar fyrir íslensk stjórnmál hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag. Forsætisráðherra sagði mikinn þrýsting hafa verið á stjórnvöld að láta fé í Byrgið og stjórnarandstaðan hefði verið framarlega í flokki. 11.2.2007 18:55 Verðlaunaður fyrir að bjarga lífi móður sinnar Átta ára drengur, sem bjargaði lífi móður sinnar síðasta sumar, var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossinum. "Hundrað og tólf" dagurinn er í dag og í ár var hann tileinkaður sjálfboðaliðum. 11.2.2007 18:52 Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. 11.2.2007 18:45 Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. 11.2.2007 18:30 Ráðuneytið kannar hvort lög hafi verið brotin Verið er að kanna í fjármálaráðuneytinu hvor farið hafi verið að lögum þegar fjárfestingarbankinn, Straumur-Burðarás, fékk heimild til að skrá bókhald sitt í evrum. 11.2.2007 17:42 Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. 11.2.2007 17:31 Aðalmeðferð í Baugsmálinu á morgun Aðalmeðferð hefst í Baugsmálinu á morgun en alls verða tæplega eitt hundrað vitni kölluð til. Verið er að taka fyrir átján ákæruliði í endurákæru. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins og Jón Gerald Sullenberger, sem nú eru ákærðir. 11.2.2007 16:54 Til skammar hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu Það er til skammar fyrir íslensk stjórnmál hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag. 11.2.2007 16:38 Fuglar valda óþægindum á Akranesi Fuglar hafa valdið nokkrum óþægindum í Akraneshöllinni undanfarið. Framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar er nú að leita leiða til að koma í veg fyrir fuglalíf í höllinni. Á vef Skessuhorns er greint frá því að opnar ristar séu á göflum hússins og fuglar hafa átt greiða inngönguleið þar um. 11.2.2007 15:31 Fjölmenni á baráttufundi í Árnesi Félagsheimilið í Árnesi er þétt setið en þar stendur nú yfir baráttufundur andstæðinga þriggja virkjana sem áformaðar eru í neðri hluta Þjórsár. Talið er að um fjögur hundruð manns séu á fundinum en meðal fundargesta eru þingmenn, frambjóðendur í kjördæminu og úr öðrum landshlutum, heimafólk og höfuðborgarbúar. 11.2.2007 15:21 Gangsæjar pípur reistar við Hellisheiðavirkjun Listahópurinn Norðan Bál átti vinningstillöguna í samkeppni Orkuveitu Reykjavíkur um útilistaverk við Hellisheiðarvirkjun. Hugmynd þeirra felur í sér að reistar verða sverar gagnsæjar pípur framan við stöðvarhúsið. Gufa og litað ljós leika svo um þær og gefa þær jafnframt frá sér djúpa tóna. 11.2.2007 14:45 Drengur sem bjargaði lífi móður sinar skyndihjálparmaður ársins Egill Vagn, átta ára drengur sem bjargaði lífi móður sinnar síðasta sumar, var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossinum. Egill Vagn brást fljótt við þegar móðir hans missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Hann sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar, sprautaði hana í handlegginn og hringdi síðan í neyðarlínuna eftir hjálp. 11.2.2007 14:13 Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. 11.2.2007 13:57 Baráttufundur gegn virkjunum í Þjórsá í dag Andstæðingar þriggja virkjana, sem áformaðar eru í neðri hluta Þjórsár, boða til baráttufundar gegn þeim í félagsheimilinu Árnesi í dag. Nær engin andstaða var gegn þessum virkjunum þegar þær fóru í gegnum umhverfismat fyrir þremur árum. 11.2.2007 13:20 Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. 11.2.2007 13:00 Gerð Helgafellsbrautar hitamál Gerð Helgafellsbrautar er orðið mikið hitamál hjá íbúum í Mosfellsbæ og sást það glöggt á opnum fundi Varmársamtakanna í gær. Samtökin telja marga þætti ekki hafa verið skoðaða nógu vel og vilja að hætt verði við framkvæmdirnar. Bærinn ætlar að halda opinn fund um málið í næstu viku. 11.2.2007 13:00 Ósáttir við lögreglumann og sprengdu upp flugeld Lögreglan telur ekki tilviljun að flugeldur hafi verið sprengdur upp við heimili lögregluþjóns á Skagaströnd í nótt. Lítið tjón var af spengingunni sem var við dyr hússins. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir lögregluþjóninn hafa haft afskipti af vélhjólamönnum á svæðinu og telur lögreglan sprenginguna eins konar svar við því. 11.2.2007 12:40 Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. 11.2.2007 12:30 112 dagurinn helgaður sjálfboðaliðum Í dag er 112 dagurinn og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá víða um land á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum. Á hádegi lagði 112 lestin af stað frá Skógarhlíð en á bilinu þrjátíu til fjörtíu bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita eru í lestinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flýgur með. 11.2.2007 12:17 Skipverjar á Castor Star fá launin greidd Góðar líkur eru á að uppskipun úr flutningaskipinu Castor Star sem stendur við Grundartangahöfn geti hafist á ný á morgun. Samkomulag náðist í gær við útgerðina um greiða skipverjum laun sem þeir hafa ekki fengið greidd síðan í september. 11.2.2007 12:11 Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. 11.2.2007 12:00 Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. 11.2.2007 11:45 Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. 11.2.2007 11:15 Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. 11.2.2007 10:45 Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. 11.2.2007 10:30 Á 106 kílómetra hraða þar sem 50 kílómetra hraði er leyfður Ökumaður var tekinn í gærkvöldi á 106 kílómetra hraða á Drottningarbraut við Kaupvangsstræti á Akureyri en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Mikil hálka var á götum bæjarins og þegar ökumaðurinn var inntur eftir skýringu á háttalagi sínu, sagðist hann hafa ætlað að ná yfir gatnamótin á grænu ljósi. 11.2.2007 10:30 Bílskúrsbruni á Akranesi Tilkynnt var um bruna í bílskúr á Akranesi um klukkan hálfníu í gærkvöldi og var bílskúrinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og nærliggjandi hús voru ekki í hættu. Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. 11.2.2007 10:15 Erill hjá lögreglunni í nótt Mikill erill lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var töluverð ölvun í borginni. Yfir eitt hundrað tilkynningar bárust lögreglunni meðal annars vegna tveggja líkamsárása. 11.2.2007 09:50 Grunur um sex fuglaflensutilvik Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs. 10.2.2007 20:56 Ræða Pútín kom á óvart Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra. 10.2.2007 20:33 Alþjóðlegt háskólasetur á Keflavíkurflugvelli Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskólasetri á Keflavíkurflugvelli. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga í nýtingu vistvænnar orku. 10.2.2007 20:30 Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. 10.2.2007 20:00 Tímaspursmál hvenær ljósabekkir verða bannaðir Tímaspursmál er talið hvenær öll notkun ljósabekkja á landinu verður bönnuð, segir læknir. Hið opinbera vinnur nú markvisst að því að útrýma ljósabekkjum í húsnæði sveitarfélaga. 10.2.2007 19:45 Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. 10.2.2007 19:30 Utanríkisráðherra grunaði einhvern í ráðuneyti sínu um njósnir Guðmundur Í. Guðmundsson, sem gegndi starfi utanríkisráðherra árið 1959, grunaði einhvern í ráðuneyti sínum um njósnir. Þetta kemur fram í svokallaðri Kaldastríðsskýrslu sem birt var í gær. 10.2.2007 19:15 Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 10.2.2007 19:00 Sjá næstu 50 fréttir
Segir flensuna ekki komna frá Ungverjalandi Fuglaflensusmitið sem upp kom á kalkúnabúi Bernard Matthews í Suffolk á Englandi í síðustu viku er ekki komið frá Ungverjalandi. Þetta fullyrðir Andreas Dekany talsmaður landbúnaðarráðuneytisins í Ungverjalandi. 12.2.2007 10:32
Algjör hasshaus Belgiskur maður var handtekinn fyrir hassmygl frá Hollandi til heimalandsins, vegna þess að það var svo megn hasslykt af honum að aðrir farþegar í lestinni þoldu ekki við. Hollenskir lestarverðir létu belgisku lögregluna vita af manninum, og hans var beðið þegar lestin kom til Antwerpen. 12.2.2007 10:30
Reyna enn að ná saman um afvopnun Reynt verður áfram að ná samkomulagi í sex ríkja viðræðum um kjarnorkumál Norður-Kóreu. Í morgun var ákveðið að halda áfram, þó viðræðunum hafi átt að ljúka í gær. Viðræðurnar fóru vel af stað þegar þær hófust á fimmtudag en strönduðu á kröfum Norður-Kóreumanna um orkuaðstoð gegn kjarnorkuafvopnun. 12.2.2007 10:08
Strípalingar í vanda Þrír ungir strípalingar lentu í nokkrum vanda eftir að þeir höfðu hlaupið allsberir um fínann veitingastað í Washington. Þeir komu keyrandi að veitingastaðnum íklæddir einungis höttum og skóm. Til þess að vera vissir um að komast undan, skildu þeir bílinn eftir í gangi. 12.2.2007 10:02
Lögregla á hælum Zupljanin Lögregla í Bosníu réðist í morgun á heimili og vinnustað serbnesks bankastarfsmanns sem er grunaður um að hafa aðstoðað Stojan Zupljanin, grunaðan stríðsglæpamann, að felast. Zupljanin er einn sex Serba sem er eftirlýstur af Sameinuðu þjóðunum fyrir stríðsglæpi. Hann var ákærður árið 1999 fyrir glæpi gegn múslimum og Króötum í vesturhluta Bosníu í stríðinu 1992-95. 12.2.2007 09:56
Ný samgönguáætlun kynnt á morgun Sturla Böðvarsson samgönguráðherra ætlar að kynna samgönguáætlun fyrir árin 2007 til 2018 á Ísafirði á morgun. Stefnt er að því að henni verði dreift á Alþingi síðdegis á morgun. Fundur samgönguráðherra verður í húsnæði Vegagerðarinnar á Ísafirði 11.2.2007 19:45
Innihald í íslenskum kjötvörum oft á tíðum óljóst Eftirlit með notkun bindiefna í kjötvörur er lítið hér á landi. Umhverfisstofnun veit ekki hvað helsta bindiefnið í kjötvörum, svokallað tendin, inniheldur. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í fréttaskýringaþættinum Kompási í kvöld. 11.2.2007 19:15
Vígslubiskup harmar atburðina í Breiðuvík Sigurður Sigurðarson, vígslubiskup í Skálholti, kveðst harma þá atburði sem gerðust í Breiðuvík, en hann starfaði þar um tíma á sjöunda áratugnum. Hann kveðst þó aldrei hafa séð líkamlegu ofbeldi beitt þar en eftir að hann heyrði orðróm um slíkt frá drengjunum hafi hann gengið á fund yfirvalda og hvatt til að heimilinu yrði breytt. 11.2.2007 19:11
Slagsmál vegna gleraugnasvika Gleraugnasali í Toronto í Kanada hefur verið ákærður fyrir að ganga í skrokk á hálfáttræðum fréttamanni sem hugðist fletta ofan af vörusvikum hans. Barsmíðarnar náðust á myndband og verða notaðar í málaferlunum gegn honum. 11.2.2007 19:00
Vill að einhver axli ábyrgð Það er til skammar fyrir íslensk stjórnmál hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag. Forsætisráðherra sagði mikinn þrýsting hafa verið á stjórnvöld að láta fé í Byrgið og stjórnarandstaðan hefði verið framarlega í flokki. 11.2.2007 18:55
Verðlaunaður fyrir að bjarga lífi móður sinnar Átta ára drengur, sem bjargaði lífi móður sinnar síðasta sumar, var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossinum. "Hundrað og tólf" dagurinn er í dag og í ár var hann tileinkaður sjálfboðaliðum. 11.2.2007 18:52
Segja Írana kynda undir ófriðnum Talsmenn Bandaríkjahers sökuðu í dag Írana um að kynda undir ófriðareldinum í Írak með því að smygla vopnum til uppreisnarmanna í landinu. Þetta er í fyrsta sinn sem Bandaríkjamenn saka íranska embættismenn með beinum hætti um að láta uppreisnarmönnum vopn í té. 11.2.2007 18:45
Engin lausn fékkst á kjarnorkudeilunni. Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu enda segja þeir hana ekki brjóta í bága við alþjóðalög. Leitað var leiða til lausnar kjarnorkudeilunni á ráðstefnu í Þýskalandi í dag en án árangurs. 11.2.2007 18:30
Ráðuneytið kannar hvort lög hafi verið brotin Verið er að kanna í fjármálaráðuneytinu hvor farið hafi verið að lögum þegar fjárfestingarbankinn, Straumur-Burðarás, fékk heimild til að skrá bókhald sitt í evrum. 11.2.2007 17:42
Royal kynnir stefnuskránna Segolene Royal, forsetaefni franskra sósílista, kynnti í dag stefnuskrá sína fyrir kosningarnar í vor. Tillögur hennar eru í hundrað liðum og þær miða allar að því að gera Frakkland að sterkara og sanngjarnara þjóðfélagi. 11.2.2007 17:31
Aðalmeðferð í Baugsmálinu á morgun Aðalmeðferð hefst í Baugsmálinu á morgun en alls verða tæplega eitt hundrað vitni kölluð til. Verið er að taka fyrir átján ákæruliði í endurákæru. Það eru þeir Jón Ásgeir Jóhannesson, aðaleigandi Baugs, Tryggvi Jónsson, fyrrverandi forstjóri fyrirtækisins og Jón Gerald Sullenberger, sem nú eru ákærðir. 11.2.2007 16:54
Til skammar hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu Það er til skammar fyrir íslensk stjórnmál hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag. 11.2.2007 16:38
Fuglar valda óþægindum á Akranesi Fuglar hafa valdið nokkrum óþægindum í Akraneshöllinni undanfarið. Framkvæmdanefnd mannvirkja Akraneskaupstaðar er nú að leita leiða til að koma í veg fyrir fuglalíf í höllinni. Á vef Skessuhorns er greint frá því að opnar ristar séu á göflum hússins og fuglar hafa átt greiða inngönguleið þar um. 11.2.2007 15:31
Fjölmenni á baráttufundi í Árnesi Félagsheimilið í Árnesi er þétt setið en þar stendur nú yfir baráttufundur andstæðinga þriggja virkjana sem áformaðar eru í neðri hluta Þjórsár. Talið er að um fjögur hundruð manns séu á fundinum en meðal fundargesta eru þingmenn, frambjóðendur í kjördæminu og úr öðrum landshlutum, heimafólk og höfuðborgarbúar. 11.2.2007 15:21
Gangsæjar pípur reistar við Hellisheiðavirkjun Listahópurinn Norðan Bál átti vinningstillöguna í samkeppni Orkuveitu Reykjavíkur um útilistaverk við Hellisheiðarvirkjun. Hugmynd þeirra felur í sér að reistar verða sverar gagnsæjar pípur framan við stöðvarhúsið. Gufa og litað ljós leika svo um þær og gefa þær jafnframt frá sér djúpa tóna. 11.2.2007 14:45
Drengur sem bjargaði lífi móður sinar skyndihjálparmaður ársins Egill Vagn, átta ára drengur sem bjargaði lífi móður sinnar síðasta sumar, var í dag valinn skyndihjálparmaður ársins af Rauða krossinum. Egill Vagn brást fljótt við þegar móðir hans missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Hann sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar, sprautaði hana í handlegginn og hringdi síðan í neyðarlínuna eftir hjálp. 11.2.2007 14:13
Þyrla skotin niður í Írak Óljósar fregnir hafa borist af því að flugskeyti hafi grandað bandarískri herþyrlu af Apache-gerð norður af Bagdad í morgun. Á blaðamannafundi sem haldinn var í Bagdad fyrr í dag sögðu talsmenn Bandaríkjahers að æ fleiri vísbendingar væru um að vopn sem kæmu frá Íran væru notuð í baráttunni gegn hernámsliðinu. 11.2.2007 13:57
Baráttufundur gegn virkjunum í Þjórsá í dag Andstæðingar þriggja virkjana, sem áformaðar eru í neðri hluta Þjórsár, boða til baráttufundar gegn þeim í félagsheimilinu Árnesi í dag. Nær engin andstaða var gegn þessum virkjunum þegar þær fóru í gegnum umhverfismat fyrir þremur árum. 11.2.2007 13:20
Cameron í kannabisneyslu Breska dagblaðið Independent on Sunday fullyrðir að David Cameron leiðtogi breska Íhaldsflokksins hafi á unglingsárum sínum reykt marijúana. Cameron vildi ekki neita þessum staðhæfingum í samtölum við blaðamenn í morgun en lét nægja að segja að hann hefði gert hluti þegar hann var ungur sem hann sæi eftir í dag. 11.2.2007 13:00
Gerð Helgafellsbrautar hitamál Gerð Helgafellsbrautar er orðið mikið hitamál hjá íbúum í Mosfellsbæ og sást það glöggt á opnum fundi Varmársamtakanna í gær. Samtökin telja marga þætti ekki hafa verið skoðaða nógu vel og vilja að hætt verði við framkvæmdirnar. Bærinn ætlar að halda opinn fund um málið í næstu viku. 11.2.2007 13:00
Ósáttir við lögreglumann og sprengdu upp flugeld Lögreglan telur ekki tilviljun að flugeldur hafi verið sprengdur upp við heimili lögregluþjóns á Skagaströnd í nótt. Lítið tjón var af spengingunni sem var við dyr hússins. Kristján Þorbjörnsson, yfirlögregluþjónn á Blönduósi, segir lögregluþjóninn hafa haft afskipti af vélhjólamönnum á svæðinu og telur lögreglan sprenginguna eins konar svar við því. 11.2.2007 12:40
Samfylking og Vinstri-grænir gætu myndað ríkisstjórn Jón Sigurðsson, formaður Framsóknarflokksins, segist ekki geta tekið mark á skoðanakönnun Fréttablaðsins um fylgi stjórnmálaflokkanna sem birt var í dag en könnunin sýnir flokkinn með 3,9% fylgi. Samkvæmt könnuninni geta Samfylkingin og Vinstri-grænir myndað ríkisstjórn ef gengið yrði til kosninga nú. 11.2.2007 12:30
112 dagurinn helgaður sjálfboðaliðum Í dag er 112 dagurinn og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá víða um land á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum. Á hádegi lagði 112 lestin af stað frá Skógarhlíð en á bilinu þrjátíu til fjörtíu bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita eru í lestinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flýgur með. 11.2.2007 12:17
Skipverjar á Castor Star fá launin greidd Góðar líkur eru á að uppskipun úr flutningaskipinu Castor Star sem stendur við Grundartangahöfn geti hafist á ný á morgun. Samkomulag náðist í gær við útgerðina um greiða skipverjum laun sem þeir hafa ekki fengið greidd síðan í september. 11.2.2007 12:11
Kjarnorkuáætluninni verður haldið til streitu Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, segir að Íranar ætli að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en um leið muni þeir ekkert aðhafast sem brjóti í bága við alþjóðalög. Tíu dagar eru þangað til fresturinn sem Íranar fengu hjá öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að hætta auðgun úrans rennur út. 11.2.2007 12:00
Berdymukhamedov sigurstranglegastur Túrkmenar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér nýjan forseta. Hann fær það erfiða verkefni að taka við arfleið hins nýlátna Saparmurat Niyazov, betur þekktur sem Turkmenbashi eða faðir allra Túrkmena. 11.2.2007 11:45
Ætla að halda úranauðgun áfram Íranar ætla að halda kjarnorkuáætlun sinni til streitu en vilja gera það í samræmi við alþjóðalög. Þetta sagði Mahmoud Ahmadinejad, forseti Írans, á 28 ára afmælishátíð klerkabyltingarinnar í landinu í morgun. 11.2.2007 11:15
Kosið um fóstureyðingar Þjóðaratkvæðagreiðsla fer fram í Portúgal í dag um hvort rýmka eigi rétt kvenna til fóstureyðinga. Þeir sem eru hlynntir rýmkuðum heimildum virðast vera í naumum meirihluta. Til að atkvæðagreiðslan teljist gild verður að minnsta helmingur atkvæðisbærra manna að taka þátt og því gæti reynst erfitt að fá frumvarpið samþykkt. 11.2.2007 10:45
Enn ein sjálfmorðsárásin Að minnsta kosti fimmtán manns létu lífið í sjálfsmorðsárás í smábæ nærri Tíkrit í Írak í morgun. 11.2.2007 10:30
Á 106 kílómetra hraða þar sem 50 kílómetra hraði er leyfður Ökumaður var tekinn í gærkvöldi á 106 kílómetra hraða á Drottningarbraut við Kaupvangsstræti á Akureyri en þar er hámarkshraði 50 kílómetrar á klukkustund. Mikil hálka var á götum bæjarins og þegar ökumaðurinn var inntur eftir skýringu á háttalagi sínu, sagðist hann hafa ætlað að ná yfir gatnamótin á grænu ljósi. 11.2.2007 10:30
Bílskúrsbruni á Akranesi Tilkynnt var um bruna í bílskúr á Akranesi um klukkan hálfníu í gærkvöldi og var bílskúrinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og nærliggjandi hús voru ekki í hættu. Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. 11.2.2007 10:15
Erill hjá lögreglunni í nótt Mikill erill lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt og var töluverð ölvun í borginni. Yfir eitt hundrað tilkynningar bárust lögreglunni meðal annars vegna tveggja líkamsárása. 11.2.2007 09:50
Grunur um sex fuglaflensutilvik Grunur leikur á að sex Egyptar hafi smitast af H5N1 banvænum stofn fuglaflensu. Allir hafa þeir farið í rannsókn og er beðið eftir niðurstöðum. Allir einstaklingarnir eru frá þorpi nærri bænum Fayoum og eru á aldrinum þriggja til fertugs. 10.2.2007 20:56
Ræða Pútín kom á óvart Stjórnvöld í Bandaríkjunum segjast hissa og vonsvikin á ásökunum Vladímír Pútín Rússlandsforseta í þeirra garð. Pútín gagnrýndi bandarísk stjórnvöld harðlega fyrr í dag fyrir að gera heiminn að mun hættulegri stað með stefnu sinni sem miðaði aðeins drottnun þeirra. 10.2.2007 20:33
Alþjóðlegt háskólasetur á Keflavíkurflugvelli Stórir aðilar á sviði fjárfestinga og stórframkvæmda standa saman að því að koma upp alþjóðlegu háskólasetri á Keflavíkurflugvelli. Meðal þess sem á að heilla erlenda námsmenn er sérþekking Íslendinga í nýtingu vistvænnar orku. 10.2.2007 20:30
Þrír gangast við barni Önnu Nicole Smith Þótt bandaríska fyrirsætan Anna Nicole Smith sé öll er dramatíkinni í kringum hana langt í frá lokið. Nú stendur styrinn um faðerni einkadóttur hennar en þrír menn gera tilkall til þess. 10.2.2007 20:00
Tímaspursmál hvenær ljósabekkir verða bannaðir Tímaspursmál er talið hvenær öll notkun ljósabekkja á landinu verður bönnuð, segir læknir. Hið opinbera vinnur nú markvisst að því að útrýma ljósabekkjum í húsnæði sveitarfélaga. 10.2.2007 19:45
Obama í framboð Barack Obama, öldungadeildarþingmaður, tilkynnti formlega í dag að hann gæfi kost á sér sem forsetaefni demókrata í kosningunum 2008. Obama greindi frá ákvörðun sinni á tröppum gamla þinghússins í Springfield í Illinois en þar flutti Abraham Lincoln fræga ræðu árið 1858. 10.2.2007 19:30
Utanríkisráðherra grunaði einhvern í ráðuneyti sínu um njósnir Guðmundur Í. Guðmundsson, sem gegndi starfi utanríkisráðherra árið 1959, grunaði einhvern í ráðuneyti sínum um njósnir. Þetta kemur fram í svokallaðri Kaldastríðsskýrslu sem birt var í gær. 10.2.2007 19:15
Sea Sheperd enn við sama heygarðshornið Reyna á til þrautar að höggva á hnútinn í Alþjóða hvalveiðiráðinu á ráðstefnu sem fram fer í Japan í næstu viku en formaður íslensku sendinefndarinnar er svartsýnn á að hún skili árangri. Liðsmenn Sea Sheperd-samtakanna réðust á japanskt hvalveiðiskip í Suðurhöfum í gær. 10.2.2007 19:00