Innlent

Bílskúrsbruni á Akranesi

Tilkynnt var um bruna í bílskúr á Akranesi um klukkan hálfníu í gærkvöldi og var bílskúrinn alelda þegar slökkviliðið kom á vettvang. Greiðlega tókst að slökkva eldinn og nærliggjandi hús voru ekki í hættu. Rannsókn er á frumstigi en grunur leikur á að kviknað hafi í út frá rafmagnsofni. Ekki er talið að um íkveikju hafi verið að ræða samkvæmt upplýsingum lögreglunnar á Akranesi. Bílskúrinn er gjörónýtur en engin bifreið var í honum þegar eldurinn kom upp.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×