Innlent

Utanríkisráðherra grunaði einhvern í ráðuneyti sínu um njósnir

Guðmundur Í. Guðmundsson, sem gegndi starfi utanríkisráðherra árið 1959, grunaði einhvern í ráðuneyti sínum um njósnir. Þetta kemur fram í svokallaðri Kaldastríðsskýrslu sem birt var í gær.

Guðni Th. Jóhannesson, formaður Sagnfræðingafélags Íslands, sagði í samtali við Fréttastofu Stöðvar 2 að útkoma svokallaðar Kaldastríðsskýrslu í gær sé fagnaðarefni. Í skýrslunni er að finna yfirlit yfir þau gögn sem til eru um innra og ytra öryggi ríkisins á árunum 1945 til 1991. Nefndinni var líka falið að semja reglur um aðgang fræðimanna að gögnum um öryggismálum íslenska ríkisins.

Aðspurður um hvað beri hæst í þeim upplýsingum sem nefndin hafi birt segir Guðni það tvímælalaust vera grunsemdir Guðmundar Í. Guðmundssonar, utanríkisráðherra Íslands sem árið 1959 grunaði að um hann væri njósnað í ráðuneytinu. Guðmundur var þingmaður Alþýðuflokksins. Einnig segir Guðni að með skýrslunni hafi öll tvímæli verið tekin af um að hleranir hafi átt sér stað á þessum árum og efasemdum þar að lútandi eytt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×