Innlent

112 dagurinn helgaður sjálfboðaliðum

Í dag er 112 dagurinn og af því tilefni verður fjölbreytt dagskrá víða um land á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum. Á hádegi lagði 112 lestin af stað frá Skógarhlíð en á bilinu þrjátíu til fjörtíu bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita eru í lestinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flýgur með.

Sérstök dagskrá er í Smáralindinni en hún hófst klukkan tólf og stendur til fimm. Í ár er 112 dagurinn sérstaklega helgaður störfum sjálfboðaliða. Rauði kross Íslands mun klukkan tuttugu mínútur yfir eitt kynna hver var valinn Skyndihjálparmaður ársins 2006 en viðurkenningin er veitt fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×