Það er til skammar fyrir íslensk stjórnmál hvernig allir hlaupa frá Byrgismálinu. Þetta sagði Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, í Silfri Egils í dag.
Forsætisráðherra sagði mikinn þrýsting hafa verið á stjórnvöld að láta fé í Byrgið og stjórnarandstaðan hefði þar spilað stóran þátt. Össur sagði Framsóknarflokkinn hafa brugðist á öllum vígstöðvum í málinu en það hefði verið flokkurinn sem hefði ýtt málinu á fjárlög. Hann sagði hundslegt hvernig þeir ráðherrar sem bera ábyrgð í málinu hafa komið fram.