Fleiri fréttir

Seglhjól á Tjörninni

Fallegt veður hefur verið í höfuðborginni í dag og margir notið þess. Á Tjörninni í Reykjavík nýttu nokkrir sér svellið sem þar er til að æfa sig á svokölluðum seglhjólum.

112 dagurinn á morgun

Á morgun er 112 dagurinn og verður þá fjölbreytt dagskrá um allt land á vegum viðbragðsaðila í björgun og almannavörnum. Í ár er dagurinn helgaður störfum sjálfboðaliða. Á hádegi leggur 112 lestin af stað frá Skógarhlíð en á bilinu 30 til 40 bílar lögreglu, slökkviliðs og björgunarsveita verða í lestinni, auk þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Féll af hestbaki

Flytja þurfti konu á slysadeild eftir að hún féll af hestbaki á Blikastaðarnesi í Mosfellsbæ fyrr í dag. Hjálmur sem konan var með kom í veg fyrir að ekki fór verr en hún fékk heilhristing og áverka á andlit.

Ætla að finna plánetur sem líkjast Jörðinni

Vísindamenn Evrópsku geimferðastofnunarinnar (ESA) hyggjast finna lífvænlegar plánetur sem líkjast jörðinni. Til þess ætla þeir að nota öflugasta geimsjónauka sem smíðaður hefur verið, Darwin-sjónaukann. Áætlað er að sjónaukanum verði skotið upp árið 2020.

Lögreglumaður stakk af

Ekið var á snjósleða íbúa eins á Seyðisfirði fyrir stuttu þar sem hann stóð fyrir utan hús hans. Á vef Austurgluggans er sagt frá því að eigandi sleðans hafi orðið vitni atvikinu.

Vélarvana bátur kominn til hafnar á Skagaströnd

Afi Aggi EA-399 er kominn til hafnar á Skagaströnd en báturinn varð vélarvana norður af Drangaskörðum í nótt. Tveir menn voru um borð og sakaði þá ekki. Björgunarbáturinn Húnabjörg sótti bátinn og gekk ferðin aftur í land vel.

Tvö ár í að búið verði að stöðva uppreisnir

Sveitir Atlantshafsbandalagsins verða búnar að stöðva uppreisnir skæruliða í Afganistan árið 2009 og stjórn Hamid Karzai, forseta landsins, verður fær um að stjórna landinu sjálf. Þetta sagði Jaap de Hoop Scheffer, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, í dag.

Geir sigraði með miklum yfirburðum

Geir Þorsteinsson var í dag kjörinn nýr formaður KSÍ. Geir hlaut yfirburðakosningu í kjörinu eða alls 86 atkvæði. Jafet Ólafsson hlaut 29 atkvæði en Halla Gunnarsdóttir hlaut 3 atkvæði. Geir tekur við starfi formanns af Eggerti Magnússyni, sem nú stígur af stóli eftir 18 ára langa setu.

Páfagauki stolið af fuglasýningu

Verðmætum páfagauki var stolið af fuglasýningu í Blómaval í Skútuvogi í gær. Fuglinn er Sun Conor fugl og hvarf hann rétt fyrir lokun í búðinni. Fuglinn var laus en þar sem hann er vængstýfður er ljóst að hann hefur ekki komist burt sjálfur.

Verið að draga vélarvana bát til Skagastrandar

Björgunarbáturinn Húnabjörg er á leiðinni til Skagastrandar með vélarvana bát. Báturinn, Afi Aggi EA-399, er frá Dalvík og óskuðu skipverjar eftir aðstoð á sjöunda tímanum í morgun en þá hafði vél bátsins bilað og sjór komist í vélarrúm.

Enn mótmælt við al-Aqsa moskuna

Palestínumenn og Arabar búsettir í Ísrael héldu í morgun áfram mótmælum sínum við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem. Grjóti var kastað að rútu með ferðamönnum, eldar kveiktir og rúður brotnar.

Obama býður sig fram

Barack Obama öldungardeildarþingmaður mun í dag lýsa því formlega yfir að hann bjóði sig fram sem forsetaefni demókrata fyrir bandarísku forsetakosningarna 2008.

Sylvía Nótt ekki dauð úr öllum æðum

Sylvía Nótt er ekki dauð úr öllum æðum þótt lítið hafi farið fyrir henni hér á landi eftir þátttöku hennar í Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Grikklandi í vor. Hún undirritaði hljómplötusamning í morgun sem sagður er vera stærstur sinnar tegundar á Íslandi.

Einhugur um að koma í veg fyrir kjarnorkuáform Írana

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagði í morgun að alþjóðasamfélagið væri einhuga í að koma í veg fyrir að Írönum takist að koma sér upp kjarnavopnum og varaði þá við undanbrögðum. Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran er sagður langt kominn innan bandaríska stjórnkerfisins.

Davíð telur ekki víst að Kaupþing skipti yfir í evru

Davíð Oddsson seðlabankastjóri segir ekki endilega líklegt að Kaupþing skipti yfir í evru enda geti það haft ýmsar neikvæðar afleiðingar í för með sér fyrir bankann. Fari hins vegar svo óttast Davíð ekki afleiðingarnar, það myndi hugsanlega um skamma hríð skapa tímabundinn trúverðugleikavanda gagnvart krónunni.

Skipverjar Castor Star bíða enn eftir launum

Ekkert þokast í málum skipverja á flutningaskipinu Castor Star sem er við Grundatangahöfn. Fulltrúi útgerðarinnar kom aftur um borð í skipið í morgun en skipverjarnir hafa enn ekki fengið launin sín greidd.

Hraðaakstur undir Hafnarfjalli

Tveir ökumenn voru teknir fyrir hraðaakstur undir Hafnarfjalli í nótt á 112 og 118 kílómetra hraða. Lögreglan í Borgarnesi vill koma þeim skilaboðum á framfæri að mikil hálka er á vegum í umdæmi hennar vegna hlýnunnar undanfarin sólarhring og eru því ökumenn beðnir að gæta ítrustu varúðar nú sem endranær.

Dánarorsökin enn óljós

Krufning á fyrirsætunni Önnu Nicole Smith, sem fannst látin á hóteli í Flórída í fyrrakvöld, leiddi ekki í ljós dánarorsök hennar en lögregla útilokar þó að henni hafi verið ráðinn bani.

Sýkt kjöt fór líklega í verslanir

Breskir embættismenn hafa viðurkennt að líkur séu á að sýkt kjöt af búi í Suffolk þar sem fuglaflensa greindist í síðustu viku hafi ratað í verslanir og verið selt neytendum.

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk

Íslenskukennslu fyrir erlent fiskvinnslufólk á Íslandi verður komið á, en sjávarútvegsráðherra og fulltrúi Fjölmenningarseturs á Ísafirði skrifuðu undir samning þess efnis í gær.

Boða hvalveiðiráðstefnu

Japanar ætla í næstu viku að halda alþjóðlega ráðstefnu um hvalveiðar. Öllum aðildarríkjum Alþjóðahvalveiðiráðsins er boðið til ráðstefnunar en tilgangur hennar er sagður að gera nauðsynlegar endurbætur á ráðinu. Umhverfisverndarsamtök segja hins vegar ljóst að markmiðið sé að þrýsta enn frekar á að hvalveiðar verði heimilaðar á ný.

Varmársamtökin boða til borgarafundar

Varmársamtökin boða til almenns borgarafundar í dag um hina umdeildu Helgafellsbraut í Mosfellsbæ í dag. Fundurinn sem er öllum opinn verður haldinn í Þrúðvangi í Álafosskvos klukkan tvö.

Nýr formaður KSÍ verður kjörinn í dag

Nýr formaður Knattspyrnusambands Íslands verður kjörinn í dag, en það er í fyrsta sinn í hátt í tvo áratugi sem slíkt gerist. Þrennt hefur boðið sig fram til formennsku, Geir Þorsteinsson framkvæmdastjóri KSÍ, Jafet Ólafsson fyrrverandi forstjóri Verðbréfastofunnar og Halla Gunnarsdóttir blaðamaður.

Undirbúningur í fullum gangi

Undirbúningur að hernaðaraðgerðum gegn Íran eru langt komnar innan bandaríska stjórnkerfisins og ættu þær að geta hafist með vorinu. Þó er talið líklegra að ekki verði ráðist í þær fyrr en á næsta ári, skömmu áður en George Bush Bandaríkjaforseti lætur af embætti.

Dráttur á of miklum hraða

Bíll sem var með annan bíl í togi var stöðvaður á 105 kílómetra hraða á klukkustund á Vesturlandsvegi í umdæmi Akraneslögreglunnar í gær. Ökumaður dráttarbílsins var því sviptur ökuleyfi á staðnum enda var hann 75 kílómetrum yfir hámarkshraða.

Stuðningsmenn Gore undirbúa forsetaframboð

Stuðningsmenn Al Gore vinna nú hljóðlega að því að undirbúa hugsanlegt framboð hans til forseta Bandaríkjanna. Gore segist þó sjálfur ekki ætla að bjóða sig fram.

Burns segir Írana grafa sína eigin gröf

Aðstoðarutanríkisráðherra Bandaríkjanna, Nicholas Burns, sagði í dag að Íranar væru að grafa sína eigin gröf þegar hann var spurður um kjarnorkudeiluna við þá. Bandaríkin hafa þegar lagt fram tilboð til viðræðna sem Íranar líta ekki við.

Búlgarar þrýsta á líbýsk stjórnvöld

Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum úti um alla Búlgaríu í dag til þess að sýna samstöðu með fimm samlöndum sínum sem voru dæmdir til dauða í Líbýu. Fimmmenningarnir voru dæmdir til dauða fyrir að hafa smitað fleiri en 450 börn af HIV veirunni. Fleiri en 50 þeirra hafa nú látist.

SÞ ráðast inn í fátækrahverfi á Haiti

Hundruð hermanna frá Sameinuðu þjóðunum gerðu í dag innrás í fátækrahverfið Cite Soleil í borginni Port-au-Prince á Haiti. Um 300 þúsund manns búa í hverfinu. Herinn var að reyna að handsama leiðtoga glæpagengis og yfirtaka svæðið sem gengið réði yfir.

Geta lesið hugsanir

Vísindamenn hafa þróað tækni sem getur séð fyrir hvað fólk ætlar sér að gera. Tækið greinir virkni heilans og fylgist með breytingum sem í honum verða eftir því hvað fólk hugsar um. Þannig er hægt að kortleggja aðgerðir í heilanum og því hægt að spá fyrir um hvað fólk er að hugsa. Aðferðin virkar nú í um 70% tilfella.

Nýr forsætisráðherra skipaður í Gíneu

Forseti Gíneu, Lansana Conte, tilnefndi í dag Eugene Camara sem nýjan forsætisráðherra landsins. Camara var áður ráðherra forsetans. Með þessari tilnefningu var Conte að koma til móts við stéttarfélög í landinu og kröfur þeirra.

Forstjóri Cartoon Network segir af sér

Forstjóri Cartoon Network, Jim Samples, sagði af sér í dag eftir að ein auglýsingaherferð stöðvarinnar fór úr böndunum. Auglýsingaherferði snerist um það að búa til lítil ljósaskilti sem sýndu persónu úr teiknimyndaseríu gefa dónalega bendingu á þann er á horfði. Þeim var síðan komið fyrir á fjölförnum stöðum í Boston í Bandaríkjunum.

Ekkert óeðlilegt við dauðdaga Önnu Nicole

Ekkert kom í ljós í krufningu Önnu Nicole Smith sem bendir til þess að eitthvað óeðlilegt hafi verið við dauðdaga hennar. Enn hefur ekki verið staðfest hvers vegna hún lét lífið. Lögreglustjórinn á Dania Beach, Charlie Tiger, sagði á fréttamannafundi í kvöld að það myndi taka þrjár til fimm vikur að rannsaka gögnin úr krufningunni. Anna Nicole Smith lést í gærkvöldi á hóteli við Dania Beach. Hún var 39 ára þegar hún lést og lætur eftir sig 5 mánaða dóttur.

Fóstureyðingar brátt leyfilegar í Portúgal

Fimm skoðanakannanir sem birtar voru í Portúgal í dag gefa til kynna að landsmenn muni aflétta banni við fóstureyðingum í þjóðaratkvæðagreiðslu sem fer fram á sunnudaginn kemur. Samkvæmt könnunum segja 52 til 58 prósent landsmanna að þeir ætli að segja já við tillögum ríkisstjórnarinnar sem munu leyfa fóstureyðingu allt til tíundu viku meðgöngu.

Kona verður forseti Harvard

Elsti háskóli Bandaríkjanna, Harvard, mun um helgina tilnefna Drew Gilpin Faust sem forseta skólans. Hún verður fyrsta konan sem gegnir þessari stöðu í 371 ára sögu skólans. Þetta þýðir stefnubreytingu á málum skólans en fyrrum forseti skólans, Lawrence Summers, þurfti að segja af sér vegna athugasemda um konur. Þær þóttu vera litaðar af kvenfyrirlitningu.

Eldflaug skotið á hótel í Mogadishu

Eldflaug var skotið á hótel í Mogadishu, höfuðborg Sómalíu, í dag. Enginn lést í árásinni en fjöldi manns slasaðist. Einnig voru mótmæli í borginni vegna nærveru afrískra friðargæsluliða og hótuðu mótmælendur að ráðast gegn þeim.

Úrskurðir í safni Pósts og síma

Samkvæmt skýrslu Kaldastríðsnefndar Alþingis eru dómsúrskurði um hleranir lögreglu á árunum 1945 til 1991 að finna í skjalasafni Pósts- og Síma sem enn á eftir að fara yfir. Gögnum lögreglu var eytt 1976. Nefndin leggur til að sérstöku safni yfir gögn um öryggismál verði komið á fót.

Uggur í skipverjum

Uggur er í skipverjum um borð í flutningaskipinu Castor Star, sem hefur verið í Grundartangahöfn síðan í fyrradag. Þeir segjast ekki hafa fengið greidd laun og rýran kost vera um borð. Fulltrúi útgerðarfélagsins kom um borð í morgun og hefur fram eftir degi ráðið ráðum sínum með íslenskum lögfræðingi.

Húseignir skemmdar með veggjakroti í miðborginni

Einhverjir virðast í nótt hafa fengið útrás fyrir skemmdarfísn sína með úðabrúsa. Skemmdarverk hafa verið unnin á húsum við Skólavörðustíg með veggjakroti og má áætla að tjón húseigenda skipti mörghundruð þúsundum króna.

Utanríkisráðherra fyrir þingnefnd vegna forseta Íslands

Utanríkisráðherra gerir ekki athugasemd við setu forseta Íslands í þróunarráði Indlands. Formaður utanríkismálanefndar Alþingis segir þetta mál hins vegar sýna að ekki ríki fullur trúnaður á milli forsetaembættisins og annarra stjórnvalda.

Valgerður vill sömu ríkisstjórn áfram

Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra segir best fyrir Ísland að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks haldi áfram eftir kosningar.

FL Group flytur hugsanlega frá Danmörku

Forstjóri fjárfestingafyrirtækisins FL Group segir að til greina komi að flytja starfsemi fyrirtækisins í Kaupmannahöfn frá Danmörku, verði nýjar skattatillögur dönsku ríkisstjórnarinnar að veruleika. Þetta kom fram á ráðstefnu um íslenska viðskiptalífið í Kaupmannahöfn í dag, þar sem forseti Íslands hrósaði íslensku bönkunum fyrir góðan árangur.

Sjá næstu 50 fréttir