Fleiri fréttir Svartolía lak úr Wilson Muuga í dag Svartolía lak í dag úr kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes á þriðjudag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun er olíubrákin kílómetri á lengd og 200 metra breið en hún er ekki samfelld. 23.12.2006 17:42 Samþykkt að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkumála Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkkti fyrir stundu samhljóða að tillögu að ályktun um að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. 23.12.2006 17:00 Von á tugþúsundum í miðbæinn í kvöld Búast má við að tugþúsundir manna leggi leið sína í miðbæinn í kvöld, Þorláksmessukvöld, enda er veðrið í borginni með ágætum og útlit fyrir að svo verði áfram. Lögreglan í Reykjavík verður með töluverðan viðbúnað eins og jafnan þegar svo margir koma saman en í dag allt gengið vel fyrir sig í miðbænum og annars staðar í borginni. 23.12.2006 16:47 Herjólfur fer seinni ferð til Eyja um klukkan 18 Herjólfur fer seinni ferð sína í kvöld til og frá Eyjum en hann er nú á leið til Eyja með um 200 manns. Að sögn Ívars Gunnlaugssonar, skipstjóra á Herjólfi, verður lagt af stað frá Eyjum um klukkan 18 og svo aftur siglt frá Þorlákshöfn til Eyja um klukkan 22. 23.12.2006 16:34 Búist við prýðilegasta veðri þegar hátíð gengur í garð Þó enn sé mjög hvasst víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og sumstaðar á Suðausturlandi er veður að byrja að ganga niður á þessum slóðum. Reikna má með prýðilegasta veðri annað kvöld þegar jólin ganga í garð að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Stöðvar 2. 23.12.2006 16:21 Nörreport-stöðinni lokað vegna grunsamlegs pakka Lestarsamgöngur á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn voru stöðvaðar í tvo og hálfan tíma í dag eftir að grunsamleg taska fannst á brautarpalli þar. Vegna ótta við að þarna væri á ferðinni sprengja voru sprengjusérfræðingar á vegum danska hersins kallaðir á vettvang og notuðu þeir fjarstýrt vélmenni til að sprengja upp töskuna. 23.12.2006 16:15 Varað við vegaskemmdum í Hestfirði og Skötufirði Vegagerðin varar við vegaskemmdum á vegi í Hestfirði og Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Hún segir að enn sé óveður víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. 23.12.2006 16:00 200-300 bíla árekstur í Frakklandi Ferðalag hundraða Frakka í suðvesturhluta Frakklands leystist upp í martröð í dag þegar á bilinu 200 og 300 bílar rákust saman á hraðbrautinni milli borganna Bordeaux og Bayonne. 23.12.2006 15:42 Verstu flóð í Indónesíu og Malasíu í 40 ár Að minnsta kosti 12 eru látnir og nærri hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína í verstu flóðum i Malasíu og Indónesíu í fjörtíu ár. Héruðin Johor, Negri Sembilan, Kelanta og Pahang í Malasíu urðu verst úti í flóðunum en í Inódnesíu varð tjónið mest á norðanverðri Súmötru. 23.12.2006 15:34 Vodafone safnar um þúsund GSM-símum Vodafone áætlar að safna um þúsund GSM-símum í GSM-söfnun sinni en mikill kippur hefur hlaupið í söfnunina síðustu daga fyrir jól. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nær allir söfnunarstandar séu að fyllast og því ljóst að landsmenn taka vel í þessa nýbreytni. 23.12.2006 15:15 Fimm flugvélar fóru til Akureyrar eftir hádegið Fimm flugvélar frá Flugfélagi Íslands hafa farið eftir hádegið til Akureyrar og því hafa um 250 manns sem beðið hafa eftir flugi þangað komist á áfangastað. Enn bíða þó á annað hundrað manns eftir flugi til Akureyrar og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að geta komið þeim öllum þangað í dag en veðurútlitið er ágætt. 23.12.2006 14:53 Búið að dæla upp úr tíu kjöllurum á Ísafirði Slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn á Ísafirði vinna enn að því að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa á eyrinni eftir flóð í morgun. Þá fóru saman stórstraumsflóð og hvassviðri með þeim afleiðingum að það flæddi inn í fjölmarga kjallara og götur bæjarins fóru á flot. 23.12.2006 14:42 Enn varað við óveðri á Vestfjörðum Vegagerðin varar enn við óveðri víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir eru víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Einnig eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær. 23.12.2006 14:30 Sakar bresk stjórnvöld um að stofna lífi kristinna í hættu Dr. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og leiðtogi enskubiskupakirkjunna, sakar bresku ríkisstjórnina um að stefna lífi kristinna manna í Miðausturlöndum í hættu með aðgerðum sínum í Írak. 23.12.2006 14:15 Pútín og Bush ræddu málefni Írans í síma í dag Vladímír Pútín Rússlandsforseti og George Bush, forseti Bandaríkjanna, ræddust í dag í síma um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 23.12.2006 13:58 Á bilinu 600-700 messur og helgistundir yfir hátíðarnar Messur og helgistundir á vegum Þjóðkirkjunnar verða á bilinu 600-700 á landinu nú yfir hátíðarnar og áramótin, eftir því sem segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. 23.12.2006 13:45 Bono hlýtur heiðursriddaratign Elísabet Bretlandsdrottning hefur ákveðið að sæma írska rokkarann, Bono, söngvara sveitarinnar U2, heiðursriddaratign fyrir störf hans innan tónlistargeirans og að mannúðarmálum. Frá þessu var greint í tilkynningu frá breska sendiráðinu í Dublin í dag. 23.12.2006 13:40 Spá Íslandsmeti í verslun í dag Jólaverslun nær hámarki í dag enda ekki nema röskur sólarhringur þar til bjöllur hringja inn jólin. Samtök verslunar og þjónustu hafa spáð því að Íslandsmet verði slegið í verslun í dag og áætlar að salan nemi þremur milljörðum króna á Þorláksmessu. 23.12.2006 13:30 Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má. 23.12.2006 13:23 Hundruð kílóa af skötu fara í pottana Dagur skötunnar er í dag og það lyktar vel í Múlakaffi þessa stundina enda hundruð kílóa af skötu sem fer í pottana þar í dag. 23.12.2006 13:15 Reyðfirðingum fækkar um þúsund um jólin Reyðfirðingum fækkar um næstum þúsund manns í dag þegar Pólverjar sem starfa við byggingu álversins í Reyðarfirði fljúga heim til sín í jólafrí. 23.12.2006 13:00 Sjötíu hrossum bjargað í Skagafirði Unnið var að því í dag að bjarga um sjötíu hrossum sem urðu innlyksa vegna flóða í Héraðsvötnum í Skagafirði í gær en þau eru nú í rénun. 23.12.2006 12:39 Útlit fyrir að yfirstýrimaður hafi gert mistök Allt bendir til þess að yfirstýrimaður á flutningaskipinu Wilson Muuga hafi gert mistök sem ollu því að skipið strandaði. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi. Sjópróf fóru fram í gær og þar kom fram að yfirstýrimanninum var ekki kunnugt um nýlega bilun í gírókompás. 23.12.2006 12:22 Skipulagi flugumferðar breytt ef skortur verður á flugumferðarstjórum Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt aðgerðasáætlun flugmálastjóra sem gripið verður til ef skortur verður á íslenskum flugumferðarstjórum þann 1. janúar næstkomandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Flugmálastjórn að viðbragðsáætlunin feli í sér breytingu á skipulagi flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem mun að mestu leyti fylgja föstum fyrirfram ákveðnum ferlum og flughæðum. 23.12.2006 12:02 Þrjár vélar farnar til Egilsstaða Þrjár flugvélar fóru fyrir hádegi til Egilsstaða og ein vél er farin til Vestmannaeyja. Nokkur fjöldi bíður þess á Reykjavíkurflugvelli að komast ferða sinna áður en jólahátíðin gengur í garð. 23.12.2006 12:00 Flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði Slökkvilið Ísafjarðar hefur staðið í ströngu vegna óveðursins sem gekk yfir Vesturland og Vestfirði í morgun. Stórstraumsflóð var við Ísafjörð í morgun sem ásamt hvassviðri olli því að það flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði. 23.12.2006 11:36 Áttatíu prósent þjóðarinnar jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs Tæplega 80 prósent landsmanna eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs samkvæmt könnun sem Capacent gerði á dögunum. Þar kemur einnig fram að innan við fjögur prósent aðspurðra eru neikvæð í garð sjóðsins. 23.12.2006 11:30 Bandaríkjaher vegur einn af leiðtogum talibana Bandaríski herinn greindi frá því nú í morgun að hermenn hefðu drepið einn af fjórum helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Akhtar Mohammed Osmani og tveir liðsmenn í uppreisnarsveitum talibana féllu í loftárás bandaríska hersins nærri landamærunum að Pakistan á þriðjudaginn var. 23.12.2006 11:07 Discovery lenti heilu og höldnu í gærkvöld Bandaríska geimskutlan Discovery lenti heilu og höldnu í Flórdía í gærkvöld eftir óvissu um lendinguna vegna veðurs. 23.12.2006 11:00 Öryggisráðið greiðir atkvæði um refsiaðgerðir gegn Íran Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um refsiaðgerðir á hendur Írönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Vestuveldin hafa farið fram á það að Íranar hætti auðgun úrans þar sem óttast er að þeir séu með því að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. 23.12.2006 10:45 Seinkun á millilandaflugi en flogið út á land fyrir hádegi Seinkun er á öllu millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum upp í nokkra klukkutíma. Til að mynda á flugvél frá Boston að lenda klukkan rúmlega tíu en til stóð að hún lenti í Keflavík upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Er seinkunin aðallega vegna vonskuveðurs og tafa undanfarna tvo daga. 23.12.2006 10:30 Björgunarsveitir og lögregla að störfum á Ísafirði Björgunarfélag Ísafjarðar er að störfum í bænum ásamt lögreglu vegna veðursins sem fór að verða vont upp úr klukkan sex í morgun að sögn lögreglu. Ýmislegt smálegt hefur fokið og þakplötur losnuðu af einu einbýlishúsi. Sjógangur er mikill og gengur upp á höfnina en ekki hefur þurft að loka fyrir umferð. 23.12.2006 10:15 Skarst þegar rúða brotnaði í óveðri Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð. 23.12.2006 10:15 Níu látast í átökum á Haiti Að minnsta kosti níu manns létu lífið í ofbeldi á eyjunni Haiti en lögregla þar er um þessar mundir að herða aðgerðir gegn glæpagengjum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince. 22.12.2006 23:45 Breski herinn upprætir dauðasveit í Írak Breski herinn réðist á og handtók sjö íraska lögreglumenn sem grunaðir eru um að stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi sem og svokölluðum dauðasveitum. Sögðu Bretar að Írakarnir hefðu notað sérstaka sérsveit gegn glæpum sem yfirskin til þess að fremja glæpi. 22.12.2006 23:16 Öryggisráðið mun greiða atkvæði á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum greiða atkvæði á morgun varðandi þær refsiaðgerðir sem á að beita gegn Íran. Snuðra gæti þó hlaupið á þráðinn því Vladimir Putin, Rússlandsforseti, mun ekki skoða tillöguna fyrr en í fyrramálið. 22.12.2006 23:10 Discovery lent Geimskutlan Discovery lenti við höfuðstöðvar Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs. 22.12.2006 22:32 Ástandið versnar í Sómalíu Eþíópískar árásarþyrlur og skriðdrekar fóru til bardaga í kvöld á fjórða degi átaka milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sómalíu sem Eþíópía styður. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín undanfarna daga útaf þessu. 22.12.2006 22:12 Dýrasti hamborgari í heimi Hótel eitt í Indónesíu hefur tekið upp á því að bjóða upp á hamborgara á matseðli sínum og vilja þeir með því reyna að sameina vestrænar og asískar matarhefðir. Það merkilegasta við hamborgarann er samt verðið en hamborgarinn kostar ekki nema 7.990 íslenskar krónur. 22.12.2006 21:49 „Má ég fá meiri leðurblöku?“ Hundar, leðurblökur, skyndibitar frá Kentucky Fried Chicken og fiskur. Ekki beint hefðbundinn jólamatur en hann verður engu að síður á borðum margra við Kyrrahafsstrendur Asíu um þessi jól. 22.12.2006 21:37 Discovery á að lenda klukkan 22:32 í kvöld Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur ákveðið að geimskutlunni Discovery verði lent við höfuðstöðvar þeirra í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs. 22.12.2006 21:23 Annan býður fram aðstoð SÞ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í kvöld hjálp samtakanna við að reyna að greiða úr dómsmálinu í Líbíu en þar voru fimm erlendir hjúkrunarfræðingar og einn erlendur læknir sakfelldir fyrir að hafa vísvitandi smitað yfir 400 börn af alnæmi. 22.12.2006 20:54 Byssukúla í hausnum Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leitarheimild til þess að finna mikilvæga vísbendingu í morðmáli einu. En sönnunargagnið sem leitað er að er byssukúla sem föst er í enni hins grunaða. 22.12.2006 20:27 Ekki hægt að dæla olíu úr flutningaskipinu fyrr en eftir hátíðarnar Ólíklegt er að hægt verði að hefja dælingu úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes, fyrr en eftir hátíðarnar. Könnunarleiðangur sem farinn var í dag leiddi í ljós að olía hefur lekið úr skipinu en hún hefur ekki náð upp í fjöru. Í nótt er spáð vonskuveðri sem kemur til með að reyna mjög á skipið. 22.12.2006 19:12 al-Kaída gerir Bandaríkjamönnum tilboð Leiðtogi hóps í Írak, sem al-Kaída styður, sagði í dag að þeir myndu hleypa Bandaríkjamönnum friðsamlega úr landinu ef þeir skyldu eftir öll sín þungavopn og yrðu farnir úr landinu innan mánaðartíma. Þetta kom fram í hljóðbúti sem var settur á internetið í dag. 22.12.2006 19:11 Sjá næstu 50 fréttir
Svartolía lak úr Wilson Muuga í dag Svartolía lak í dag úr kýpverska flutningaskipinu Wilson Muuga sem strandaði við Hvalsnes á þriðjudag. Eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Umhverfisstofnun er olíubrákin kílómetri á lengd og 200 metra breið en hún er ekki samfelld. 23.12.2006 17:42
Samþykkt að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkumála Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkkti fyrir stundu samhljóða að tillögu að ályktun um að beita Írana refsiaðgerðum vegna kjarnorkuáætlana þeirra. 23.12.2006 17:00
Von á tugþúsundum í miðbæinn í kvöld Búast má við að tugþúsundir manna leggi leið sína í miðbæinn í kvöld, Þorláksmessukvöld, enda er veðrið í borginni með ágætum og útlit fyrir að svo verði áfram. Lögreglan í Reykjavík verður með töluverðan viðbúnað eins og jafnan þegar svo margir koma saman en í dag allt gengið vel fyrir sig í miðbænum og annars staðar í borginni. 23.12.2006 16:47
Herjólfur fer seinni ferð til Eyja um klukkan 18 Herjólfur fer seinni ferð sína í kvöld til og frá Eyjum en hann er nú á leið til Eyja með um 200 manns. Að sögn Ívars Gunnlaugssonar, skipstjóra á Herjólfi, verður lagt af stað frá Eyjum um klukkan 18 og svo aftur siglt frá Þorlákshöfn til Eyja um klukkan 22. 23.12.2006 16:34
Búist við prýðilegasta veðri þegar hátíð gengur í garð Þó enn sé mjög hvasst víða á Vestfjörðum, Norðurlandi og sumstaðar á Suðausturlandi er veður að byrja að ganga niður á þessum slóðum. Reikna má með prýðilegasta veðri annað kvöld þegar jólin ganga í garð að sögn Sigurðar Þ. Ragnarssonar, veðurfræðings á Veðurstofu Stöðvar 2. 23.12.2006 16:21
Nörreport-stöðinni lokað vegna grunsamlegs pakka Lestarsamgöngur á Nörreport-stöðinni í Kaupmannahöfn voru stöðvaðar í tvo og hálfan tíma í dag eftir að grunsamleg taska fannst á brautarpalli þar. Vegna ótta við að þarna væri á ferðinni sprengja voru sprengjusérfræðingar á vegum danska hersins kallaðir á vettvang og notuðu þeir fjarstýrt vélmenni til að sprengja upp töskuna. 23.12.2006 16:15
Varað við vegaskemmdum í Hestfirði og Skötufirði Vegagerðin varar við vegaskemmdum á vegi í Hestfirði og Skötufirði í Ísafjarðardjúpi. Hún segir að enn sé óveður víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. 23.12.2006 16:00
200-300 bíla árekstur í Frakklandi Ferðalag hundraða Frakka í suðvesturhluta Frakklands leystist upp í martröð í dag þegar á bilinu 200 og 300 bílar rákust saman á hraðbrautinni milli borganna Bordeaux og Bayonne. 23.12.2006 15:42
Verstu flóð í Indónesíu og Malasíu í 40 ár Að minnsta kosti 12 eru látnir og nærri hundrað þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sína í verstu flóðum i Malasíu og Indónesíu í fjörtíu ár. Héruðin Johor, Negri Sembilan, Kelanta og Pahang í Malasíu urðu verst úti í flóðunum en í Inódnesíu varð tjónið mest á norðanverðri Súmötru. 23.12.2006 15:34
Vodafone safnar um þúsund GSM-símum Vodafone áætlar að safna um þúsund GSM-símum í GSM-söfnun sinni en mikill kippur hefur hlaupið í söfnunina síðustu daga fyrir jól. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að nær allir söfnunarstandar séu að fyllast og því ljóst að landsmenn taka vel í þessa nýbreytni. 23.12.2006 15:15
Fimm flugvélar fóru til Akureyrar eftir hádegið Fimm flugvélar frá Flugfélagi Íslands hafa farið eftir hádegið til Akureyrar og því hafa um 250 manns sem beðið hafa eftir flugi þangað komist á áfangastað. Enn bíða þó á annað hundrað manns eftir flugi til Akureyrar og vonast forsvarsmenn fyrirtækisins eftir því að geta komið þeim öllum þangað í dag en veðurútlitið er ágætt. 23.12.2006 14:53
Búið að dæla upp úr tíu kjöllurum á Ísafirði Slökkviliðsmenn og bæjarstarfsmenn á Ísafirði vinna enn að því að dæla vatni upp úr kjöllurum húsa á eyrinni eftir flóð í morgun. Þá fóru saman stórstraumsflóð og hvassviðri með þeim afleiðingum að það flæddi inn í fjölmarga kjallara og götur bæjarins fóru á flot. 23.12.2006 14:42
Enn varað við óveðri á Vestfjörðum Vegagerðin varar enn við óveðri víða á Vestfjörðum og á Ströndum. Vegir eru víðast auðir, þó er hálka á Steingrímsfjarðarheiði og hálkublettir víðar á heiðum og hálsum á Vestfjörðum. Einnig eru hálkublettir á Vatnsskarði, Öxnadalsheiði og Lágheiði. Hrafnseyrarheiði er ófær. 23.12.2006 14:30
Sakar bresk stjórnvöld um að stofna lífi kristinna í hættu Dr. Rowan Williams, erkibiskup af Kantaraborg og leiðtogi enskubiskupakirkjunna, sakar bresku ríkisstjórnina um að stefna lífi kristinna manna í Miðausturlöndum í hættu með aðgerðum sínum í Írak. 23.12.2006 14:15
Pútín og Bush ræddu málefni Írans í síma í dag Vladímír Pútín Rússlandsforseti og George Bush, forseti Bandaríkjanna, ræddust í dag í síma um fyrirhugaða atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um refsiaðgerðir gagnvart Írönum vegna kjarnorkuáætlunar þeirra. 23.12.2006 13:58
Á bilinu 600-700 messur og helgistundir yfir hátíðarnar Messur og helgistundir á vegum Þjóðkirkjunnar verða á bilinu 600-700 á landinu nú yfir hátíðarnar og áramótin, eftir því sem segir í tilkynningu frá Biskupsstofu. 23.12.2006 13:45
Bono hlýtur heiðursriddaratign Elísabet Bretlandsdrottning hefur ákveðið að sæma írska rokkarann, Bono, söngvara sveitarinnar U2, heiðursriddaratign fyrir störf hans innan tónlistargeirans og að mannúðarmálum. Frá þessu var greint í tilkynningu frá breska sendiráðinu í Dublin í dag. 23.12.2006 13:40
Spá Íslandsmeti í verslun í dag Jólaverslun nær hámarki í dag enda ekki nema röskur sólarhringur þar til bjöllur hringja inn jólin. Samtök verslunar og þjónustu hafa spáð því að Íslandsmet verði slegið í verslun í dag og áætlar að salan nemi þremur milljörðum króna á Þorláksmessu. 23.12.2006 13:30
Glitský sést í Suður-Þingeyjarýslu Svokallað glitský sást í Suður-Þingeyjarsýslu í morgun, bæði við Mýtvatn og á Húsavík. Glitský eru ský sem eru í fimmtán til tuttugu kílómetra hæð í heiðhvolfinu. Þegar hluti skýja er þunnur og hefur nokkurn veginn einsleita dropastærð getur bognun sólarljóssins gert það að verkum að þau skína með litamynstri regnbogans, og það gerðist í morgun, eins og sjá má. 23.12.2006 13:23
Hundruð kílóa af skötu fara í pottana Dagur skötunnar er í dag og það lyktar vel í Múlakaffi þessa stundina enda hundruð kílóa af skötu sem fer í pottana þar í dag. 23.12.2006 13:15
Reyðfirðingum fækkar um þúsund um jólin Reyðfirðingum fækkar um næstum þúsund manns í dag þegar Pólverjar sem starfa við byggingu álversins í Reyðarfirði fljúga heim til sín í jólafrí. 23.12.2006 13:00
Sjötíu hrossum bjargað í Skagafirði Unnið var að því í dag að bjarga um sjötíu hrossum sem urðu innlyksa vegna flóða í Héraðsvötnum í Skagafirði í gær en þau eru nú í rénun. 23.12.2006 12:39
Útlit fyrir að yfirstýrimaður hafi gert mistök Allt bendir til þess að yfirstýrimaður á flutningaskipinu Wilson Muuga hafi gert mistök sem ollu því að skipið strandaði. Þetta segir Guðmundur Ásgeirsson, fulltrúi eiganda á Íslandi. Sjópróf fóru fram í gær og þar kom fram að yfirstýrimanninum var ekki kunnugt um nýlega bilun í gírókompás. 23.12.2006 12:22
Skipulagi flugumferðar breytt ef skortur verður á flugumferðarstjórum Alþjóðaflugmálastofnunin hefur samþykkt aðgerðasáætlun flugmálastjóra sem gripið verður til ef skortur verður á íslenskum flugumferðarstjórum þann 1. janúar næstkomandi. Fram kemur í yfirlýsingu frá Flugmálastjórn að viðbragðsáætlunin feli í sér breytingu á skipulagi flugumferðar á íslenska flugstjórnarsvæðinu sem mun að mestu leyti fylgja föstum fyrirfram ákveðnum ferlum og flughæðum. 23.12.2006 12:02
Þrjár vélar farnar til Egilsstaða Þrjár flugvélar fóru fyrir hádegi til Egilsstaða og ein vél er farin til Vestmannaeyja. Nokkur fjöldi bíður þess á Reykjavíkurflugvelli að komast ferða sinna áður en jólahátíðin gengur í garð. 23.12.2006 12:00
Flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði Slökkvilið Ísafjarðar hefur staðið í ströngu vegna óveðursins sem gekk yfir Vesturland og Vestfirði í morgun. Stórstraumsflóð var við Ísafjörð í morgun sem ásamt hvassviðri olli því að það flæddi inn í fjölmarga kjallara á eyrinni á Ísafirði. 23.12.2006 11:36
Áttatíu prósent þjóðarinnar jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs Tæplega 80 prósent landsmanna eru jákvæð í garð Íbúðalánasjóðs samkvæmt könnun sem Capacent gerði á dögunum. Þar kemur einnig fram að innan við fjögur prósent aðspurðra eru neikvæð í garð sjóðsins. 23.12.2006 11:30
Bandaríkjaher vegur einn af leiðtogum talibana Bandaríski herinn greindi frá því nú í morgun að hermenn hefðu drepið einn af fjórum helstu leiðtogum talibana í Afganistan. Akhtar Mohammed Osmani og tveir liðsmenn í uppreisnarsveitum talibana féllu í loftárás bandaríska hersins nærri landamærunum að Pakistan á þriðjudaginn var. 23.12.2006 11:07
Discovery lenti heilu og höldnu í gærkvöld Bandaríska geimskutlan Discovery lenti heilu og höldnu í Flórdía í gærkvöld eftir óvissu um lendinguna vegna veðurs. 23.12.2006 11:00
Öryggisráðið greiðir atkvæði um refsiaðgerðir gegn Íran Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna greiðir í dag atkvæði um tillögu að ályktun um refsiaðgerðir á hendur Írönum vegna kjarnorkutilrauna þeirra. Vestuveldin hafa farið fram á það að Íranar hætti auðgun úrans þar sem óttast er að þeir séu með því að reyna að koma sér upp kjarnavopnum. 23.12.2006 10:45
Seinkun á millilandaflugi en flogið út á land fyrir hádegi Seinkun er á öllu millilandaflugi, allt frá fimmtán mínútum upp í nokkra klukkutíma. Til að mynda á flugvél frá Boston að lenda klukkan rúmlega tíu en til stóð að hún lenti í Keflavík upp úr klukkan hálfsjö í morgun. Er seinkunin aðallega vegna vonskuveðurs og tafa undanfarna tvo daga. 23.12.2006 10:30
Björgunarsveitir og lögregla að störfum á Ísafirði Björgunarfélag Ísafjarðar er að störfum í bænum ásamt lögreglu vegna veðursins sem fór að verða vont upp úr klukkan sex í morgun að sögn lögreglu. Ýmislegt smálegt hefur fokið og þakplötur losnuðu af einu einbýlishúsi. Sjógangur er mikill og gengur upp á höfnina en ekki hefur þurft að loka fyrir umferð. 23.12.2006 10:15
Skarst þegar rúða brotnaði í óveðri Erill var hjá lögreglu og björgunarsveitarmönnum í Reykjanesbæ eftir að óveður skall á klukkan fjögur í nótt en björgunarsveitir höfðu verið settar í viðbragðsstöðu. Rúður brotnuðu á fimm stöðum og í einu tilviki varð kona fyrir glerbrotunum og skarst nokkuð. 23.12.2006 10:15
Níu látast í átökum á Haiti Að minnsta kosti níu manns létu lífið í ofbeldi á eyjunni Haiti en lögregla þar er um þessar mundir að herða aðgerðir gegn glæpagengjum í fátækrahverfum höfuðborgarinnar, Port-au-Prince. 22.12.2006 23:45
Breski herinn upprætir dauðasveit í Írak Breski herinn réðist á og handtók sjö íraska lögreglumenn sem grunaðir eru um að stjórna umfangsmikilli glæpastarfsemi sem og svokölluðum dauðasveitum. Sögðu Bretar að Írakarnir hefðu notað sérstaka sérsveit gegn glæpum sem yfirskin til þess að fremja glæpi. 22.12.2006 23:16
Öryggisráðið mun greiða atkvæði á morgun Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun að öllum líkindum greiða atkvæði á morgun varðandi þær refsiaðgerðir sem á að beita gegn Íran. Snuðra gæti þó hlaupið á þráðinn því Vladimir Putin, Rússlandsforseti, mun ekki skoða tillöguna fyrr en í fyrramálið. 22.12.2006 23:10
Discovery lent Geimskutlan Discovery lenti við höfuðstöðvar Geimferðastofnunnar Bandaríkjanna, NASA, í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs. 22.12.2006 22:32
Ástandið versnar í Sómalíu Eþíópískar árásarþyrlur og skriðdrekar fóru til bardaga í kvöld á fjórða degi átaka milli íslamskra uppreisnarmanna og stjórnvalda í Sómalíu sem Eþíópía styður. Tugir þúsunda hafa flúið heimili sín undanfarna daga útaf þessu. 22.12.2006 22:12
Dýrasti hamborgari í heimi Hótel eitt í Indónesíu hefur tekið upp á því að bjóða upp á hamborgara á matseðli sínum og vilja þeir með því reyna að sameina vestrænar og asískar matarhefðir. Það merkilegasta við hamborgarann er samt verðið en hamborgarinn kostar ekki nema 7.990 íslenskar krónur. 22.12.2006 21:49
„Má ég fá meiri leðurblöku?“ Hundar, leðurblökur, skyndibitar frá Kentucky Fried Chicken og fiskur. Ekki beint hefðbundinn jólamatur en hann verður engu að síður á borðum margra við Kyrrahafsstrendur Asíu um þessi jól. 22.12.2006 21:37
Discovery á að lenda klukkan 22:32 í kvöld Geimferðastofnun Bandaríkjanna, NASA, hefur ákveðið að geimskutlunni Discovery verði lent við höfuðstöðvar þeirra í Flórída klukkan 22:32 í kvöld. Fyrr í dag hafði lendingu hennar verið frestað vegna veðurs. 22.12.2006 21:23
Annan býður fram aðstoð SÞ Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, bauð í kvöld hjálp samtakanna við að reyna að greiða úr dómsmálinu í Líbíu en þar voru fimm erlendir hjúkrunarfræðingar og einn erlendur læknir sakfelldir fyrir að hafa vísvitandi smitað yfir 400 börn af alnæmi. 22.12.2006 20:54
Byssukúla í hausnum Bandarísk yfirvöld hafa gefið út leitarheimild til þess að finna mikilvæga vísbendingu í morðmáli einu. En sönnunargagnið sem leitað er að er byssukúla sem föst er í enni hins grunaða. 22.12.2006 20:27
Ekki hægt að dæla olíu úr flutningaskipinu fyrr en eftir hátíðarnar Ólíklegt er að hægt verði að hefja dælingu úr flutningaskipinu Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes, fyrr en eftir hátíðarnar. Könnunarleiðangur sem farinn var í dag leiddi í ljós að olía hefur lekið úr skipinu en hún hefur ekki náð upp í fjöru. Í nótt er spáð vonskuveðri sem kemur til með að reyna mjög á skipið. 22.12.2006 19:12
al-Kaída gerir Bandaríkjamönnum tilboð Leiðtogi hóps í Írak, sem al-Kaída styður, sagði í dag að þeir myndu hleypa Bandaríkjamönnum friðsamlega úr landinu ef þeir skyldu eftir öll sín þungavopn og yrðu farnir úr landinu innan mánaðartíma. Þetta kom fram í hljóðbúti sem var settur á internetið í dag. 22.12.2006 19:11