Fleiri fréttir Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. 22.12.2006 18:30 Fyrirsætur skulu fitna Ítölsk yfirvöld og fulltrúar ítalska tískuiðnaðarins undirrituðu í dag viljayfirlýsingu varðandi útlit fyrirsætna og sýningarstúlkna en það hversu grannar margar þeirra eru hefur farið fyrir brjóstið á fólki eftir að brasilísk fyrirsæta lést úr anorexíu þann 14. nóvember síðastliðinn. 22.12.2006 18:15 Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. 22.12.2006 17:48 Kastró hvergi sjáanlegur Kúbverska þingið var sett í dag í fjarveru Fídels Kastró, hins áttræða leiðtoga Kúbu, en hann sást síðast opinberlega í júlí á þessu ári. Kastró var þá hraðað á sjúkrahús vegna „mikilla innvortis blæðinga" og hefur hann ekki komið fram opinberlega síðan. 22.12.2006 17:39 Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. 22.12.2006 17:25 Davíð Oddsson er ekki hress yfir matinu Gengi krónunnar lækkaði um 2,72 prósent og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði talsvert eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat sitt á lánshæfi ríkissjóðs. 22.12.2006 16:54 Vilja gjörbreyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn Það supu margir hveljur þegar þeir sáu hvernig Samtök iðnaðarins, í Danmörku, vilja breyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Þau vilja setja upp risastóran, og þá erum við að tala um RISASTÓRAN skjá á þeirri hlið hússins sem snýr að torginu. (Sjá mynd) 22.12.2006 16:34 Georgía gafst upp fyrir Rússum Rússland og Georgía hafa undirritað samning um að Rússar haldi áfram að selja gas til Georgíu á næsta ári, á rúmlega tvöföldu því verði sem greitt hefur verið hingaðtil. Georgía hafði hafnað þessari hækkun og meðal annars leitað til annarra landa um gaskaup. 22.12.2006 15:58 Fimmtíu ár frá komu fyrstu flóttamannanna Fimmtíu ár eru á aðfangadag liðin frá því að flóttamönnum var fyrst veitt hæli á Íslandi. Þá komu flóttamenn frá Ungverjalandi sem flúið höfðu til Austurríkis undan innrás Sovétmanna. Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi í samvinnu við Flóttamannastofnun, Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. 22.12.2006 15:51 Dró eiginkonu sína á hárinu eftir hótelgangi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu sína. Maðurinn dró konuna meðal annars á hárinu eftir hótelgangi og stakk höfði hennar ofan í klósettskál 22.12.2006 15:29 Svo til vinstri......KRASS Sumir ökumenn sem hafa gervihnatta-leiðsögutæki i í bílum sínum, virðast slökkva á heilanum um leið og þeir kveikja á tækinu. Sum tækin eru þannig að það er rödd sem leiðbeinir bílstjórum um að beygja til vinstri eða hægri og sumir virðast hlýða henni í blindni. 22.12.2006 15:28 Rauði krossinn krefst lausnar starfsmanna Hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak var numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi. Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar. 22.12.2006 15:03 Róbert Wessman maður ársins í íslensku atvinnulífi Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006 að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. 22.12.2006 14:33 Hálka og ófærð 22.12.2006 14:31 Rússar loka fyrir allt gas til Georgíu Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu loka fyrir allt gas til nágrannaríkisins Georgíu hinn fyrsta janúar næstkomandi. Það verður gert vegna þess að Georgía vill ekki una við einhliða ákvörðun Rússa um að rúmlega tvöfalda verðið á gasi. 22.12.2006 14:21 Talsverð seinkun á flugi til Bandaríkjanna Eftirmiðdagsbrottfarir til Bandaríkjanna frestast allar á eftir þar sem Evrópuvélarnar fóru seint út í morgun og koma því seint til Íslands á ný á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og er eru flestar brottfarirnar áætlaðar klukkan 20:30 en það gæti tafist enn frekar þar sem bætir í vind með kvöldinu. 22.12.2006 14:16 Lögreglusveit handtekin 22.12.2006 14:06 Fáum fullnægingu klukkan þrjú! Tökum nú öll höndum saman, öll sem vettlingi geta valdið og fáum fullnægingu klukkan þrjú, föstudaginn 22. desember. Þannig hljóma skilaboð bandarískra friðarsinna sem hvetja til þess að fólk um gjörvallan heim fái fullnægingu í dag og tileinka hana heimsfriði og hamingju og nýjum framfaraleiðum fyrir mannkynið. 22.12.2006 14:02 Tveir handteknir vegna þjófnaðar Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn á þrítugsaldri í gær sem grunaðir eru um innbrot í miðborginni. Tölvubúnaði var stolið á báðum stöðum en flest annað sem stolið var er komið í leitirnar. 22.12.2006 14:00 Tólf kertabrunar það sem af er desember Tólf kertabrunar hafa verið tilkynntir til tryggingarfélaganna það sem af er desember. Þetta er mun minna en síðustu sex árin en þá hafa að meðaltali verið 44 kertabrunar fyrstu þrjár vikurnar í desember. 22.12.2006 13:27 Fyrir dómara vegna morðanna í Ipswich Stephen Wright, 48 ára lyftaramaður, kom fyrir dómara í Ipswich í morgun til að svara spurningum um morðin á fimm vændiskonum í byrjun mánaðarins, sem hann var ákærður fyrir í gærkvöldi. Lögreglan sagðist í gær hafa fullnægjandi sönnunargögn til að sakfella manninn, en lögfræðingur minnti fjölmiðla á í dag að hann væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. 22.12.2006 13:14 Hætta á flóðum þverrandi á Norðurlandi Lögreglan metur hættu á flóðum þverrandi á Norðurlandi. Vettvangsathuganir í Eyjafjarðarsveit, Hörgárdal og Svarfaðardal verða þó farnar í dag og jarðfræðingur látinn meta ástandið. 22.12.2006 12:45 Rennslið í Ölfusá náði í gær sexföldu meðalrennsli Flóðið í Ölfusá við Selfoss náði hámarki upp úr klukkan fimm í gær, þegar rennslið náði rösklega sexföldu meðalrennsli árinnar, en síðan hefur sjatnað ört í ánni. 22.12.2006 12:30 Eftirlitsmenn á Sri Lanka kallaðir til höfuðborgarinnar Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Sri Lanka hefur kallað eftirlitsmenn sveitarinnar til höfuðstöðvanna í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, á næstu dögum vegna harðnandi bardaga. Íslendingar starfa fyrir sveitina. 22.12.2006 12:28 Hermenn ákærðir fyrir morð á 24 borgurum í Írak Átta bandarískir hermenn voru í gær ákærðir fyrir að hafa myrt 24 Íraka í þorpinu Haditha í Írak í nóvember á nýliðnu ári. Sveitarforinginn, Justin Sharratt, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann er ákærður fyrir að hafa sjálfur myrt 12 manns og að hafa skipað hermönnum undir hans stjórn að myrða 6 til viðbótar. 22.12.2006 12:28 Mikil bið eftir flugi Miklar tafir hafa verið á öllu innanlands- og millilandaflugi í dag. Veðurútlit fyrir eftirmiðdaginn er þar að auki ekki gott. Miklar raðir eru nú við innritun í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. 22.12.2006 12:09 Alþingi verður að rannsaka hlerunarmál Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að ekkert muni ganga að upplýsa hleranamál fyrr en Alþingi láti þau til sín taka, eins og gert var í Noregi. Ríkissaksóknari felldi í gær niður rannsókn á meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins með þeim rökum að ekkert væri fram komið sem styddi fullyrðingar hans um hleranir. 22.12.2006 12:08 Guðmundur Jónsson í Byrginu var kærður í morgun Ólöf Ósk Erlendsdóttir lagði fram kæru í dag á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Þrjár konur að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Ólöf sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hún fór í meðferð á Byrginu í apríl 2004 og kveðst hafa hafið náið samband við Guðmund Jónsson forstöðumann 18. nóvember sama ár. Að hennar sögn lauk sambandinu fyrir þremur til fjórum vikum. Í viðtalinu í gær sakaði hún Guðmund um fjársvik og trúnaðarbrest. Hún hefur margvísleg gögn undir höndum sem sanna kynferðislegt samband milli þeirra Guðmundar, þar á meðal myndbönd, myndir, tölvupósta, bréf og ljóð. 22.12.2006 12:06 Gleðileg Jól! 22.12.2006 11:27 Menn um borð í flutningaskipinu að kanna ástandið Landhelgisgæslan hefur flutt fjóra starfsmenn Olíudreifingar í flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes í vikunni, en þeir ætla að reyna að undirbúa skipið fyrir olíudælingu þegar hún verður möguleg. 22.12.2006 11:18 Kynóðir krakkar Hundruð leikskólabarna eru rekin úr skóla eða fá áminningar, vegna kynferðislegs áreitis, í Bandaríkjunum, á hverju ári. Nýjasta tilfellið er fimm ára drengur sem var rekinn heim fyrir að klípa jafnöldru sína í bossann. 22.12.2006 11:16 För flutningabíla flýtt vegna veðurs Þeir flutningabílar sem áttu að leggja af stað frá Landflutningum-Samskipum á Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal í dag hefur verið flýtt vegna veðurs. Í stað þess að leggja af stað klukkan fjögur í dag fara þeir á hádegi. 22.12.2006 11:01 Viðbúnaðarástandi aflétt í Árnessýslu Almannavarnarnefndir í Árnessýslu hafa aflétt viðbúnaðarástandi í sýslunni vegna flóðahættu. Nefndirnar komu saman til fundar klukkan tíu í morgun. 22.12.2006 10:44 Lennon, John Lennon Síðustu tíu skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um John Lennon hafa nú verið gerðar opinberar, og þykja heldur broslegar. Í þeim er ekkert að finna sem ekki var almenn vitneskja á þeim árum, um þennan skelfilega útsendara vinstri aflanna. 22.12.2006 10:41 Byrjað að fljúga til Akureyrar Búið er að staðfesta að tvær flugvélar fara til Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli fyrir hádegi, önnur klukkan 11:15 og hin klukkan 11:45. Ófært var í morgun fyrir allt innanlandsflug nema til Egilsstaða en áfangastaðirnir hafa verið að opnast einn af öðrum. Enn er ófært til Ísafjarðar og Grænlands. 22.12.2006 10:34 Áfram reynt að bjarga hrossum í Skagafirði Björgunarsveitarmenn reyna ásamt bændum að bjarga hrossum sem urðu innlyksa í gær þegar Héraðsvötnin í Skagafirði stífluðust. Ekki náðist að reka hrossin á örugga staði í gær þar sem þau voru föst á eylendi Skagafjarðar. 22.12.2006 10:28 Átök í Gazaborg Átök blossuðu upp í kvöld í Gazaborg nærri heimili utanríkisráðherra ríkisstjórnarinnar, Mahmoud al-Zahar. Kúlnahríð dundi á hverfinu og hart var tekist á samkvæmt vitnum á svæðinu. Ekki var þó vitað hvort að um væri að ræða átök á milli Hamas samtakanna og Fatah stuðningsmanna. 21.12.2006 23:49 Þakplötur á ferð og flugi um land allt Björgunarsveitir víða um land hafa verið ansi uppteknar í kvöld en veðurofsinn hefur verið mikill. Þakplötur hafa víða tekist á loft sem og fótboltamörk í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin á Akranesi er enn með vakt við höfnina en smábátar hafa losnað upp en þá tókst þó að festa aftur. 21.12.2006 23:32 Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir. 21.12.2006 22:55 Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags. 21.12.2006 22:42 Maður ákærður fyrir fimm morð Breskur maður, Steven Wright, var í dag ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í austurhluta Englands. Hann er grunaður um að hafa myrt þær á síðustu fimm vikum. 21.12.2006 22:35 Ingunn AK komin að landi á ný Landfestar togarans Ingunn AK gáfu sig í óveðrinu í kvöld og rak hann um höfnina um tíma. Rakst hann meðal annars í löndunarkrana hjá fiskimjölsverksmiðjunni og skemmdi hann en dansaði framhjá togaranum Bjarna Ólafssyni AK. 21.12.2006 22:04 Samkomulag nánast í höfn Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun. 21.12.2006 21:57 Vatnsmagn í Ölfusá minnkar Lögreglan á Selfossi sagði í kvöld að flóðið í Ölfusá væri að minnka samkvæmt mælum í ánni og er búist við því að það taki vatnsmagnið um sólarhring að fara niður fyrir varúðarmörk. Einnig hefur gengið mjög vel að dæla upp úr húsum sem flæddi inn í svæðinu. 21.12.2006 21:44 Bandaríski herinn ákærir átta hermenn Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt. 21.12.2006 21:16 Sjá næstu 50 fréttir
Grunur um að starfsmenn Byrgis hafi getið vistkonum börn Grunur leikur á að fleiri en ein kona í meðferð í Byrginu hafi orðið barnshafandi eftir starfsmenn þar. Kona kærði í dag Guðmund Jónsson forstöðumann fyrir kynferðisbrot. Þrjár að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Formaður Samfylkingarinnar vill opinbera rannsókn á starfsemi Byrgisins. 22.12.2006 18:30
Fyrirsætur skulu fitna Ítölsk yfirvöld og fulltrúar ítalska tískuiðnaðarins undirrituðu í dag viljayfirlýsingu varðandi útlit fyrirsætna og sýningarstúlkna en það hversu grannar margar þeirra eru hefur farið fyrir brjóstið á fólki eftir að brasilísk fyrirsæta lést úr anorexíu þann 14. nóvember síðastliðinn. 22.12.2006 18:15
Ofsaveður og sumstaðar fárviðri Afar slæmt veðurútlit er fyrir Vesturland og Vestfirði í nótt og norðanvert landið fyrir hádegi á morgun, gangi spár eftir. Eru horfur á að vindhviður á þessu svæðum geti farið um og yfir 50 m/s og að jafnaðarvindhraði verði á bilinu 23-33 m/s á þegar veðrið verður verst. 22.12.2006 17:48
Kastró hvergi sjáanlegur Kúbverska þingið var sett í dag í fjarveru Fídels Kastró, hins áttræða leiðtoga Kúbu, en hann sást síðast opinberlega í júlí á þessu ári. Kastró var þá hraðað á sjúkrahús vegna „mikilla innvortis blæðinga" og hefur hann ekki komið fram opinberlega síðan. 22.12.2006 17:39
Olíuleki talinn í lágmarki Könnun á aðstæðum við strandstað Wilson Muuga sýna að ef skipið stendur af sér komandi veður er líklegt að það verði lengi á sama stað þar sem straumur fer minnkandi. Olíuleki er í lágmarki en ekki verður hægt að mæla hann nákvæmlega fyrr en veður batnar. 22.12.2006 17:25
Davíð Oddsson er ekki hress yfir matinu Gengi krónunnar lækkaði um 2,72 prósent og gengi hlutabréfa í Kauphöll Íslands lækkaði talsvert eftir að matsfyrirtækið Standard & Poor's greindi frá því í dag að það hefði lækkað lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands. Davíð Oddsson, seðlabankastjóri, segist ekki hress yfir matinu og að menn hefðu gjarnan viljað vera lausir við það. Moody´s matsfyrirtækið staðfestir hinsvegar gildandi mat sitt á lánshæfi ríkissjóðs. 22.12.2006 16:54
Vilja gjörbreyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn Það supu margir hveljur þegar þeir sáu hvernig Samtök iðnaðarins, í Danmörku, vilja breyta Ráðhústorginu í Kaupmannahöfn. Þau vilja setja upp risastóran, og þá erum við að tala um RISASTÓRAN skjá á þeirri hlið hússins sem snýr að torginu. (Sjá mynd) 22.12.2006 16:34
Georgía gafst upp fyrir Rússum Rússland og Georgía hafa undirritað samning um að Rússar haldi áfram að selja gas til Georgíu á næsta ári, á rúmlega tvöföldu því verði sem greitt hefur verið hingaðtil. Georgía hafði hafnað þessari hækkun og meðal annars leitað til annarra landa um gaskaup. 22.12.2006 15:58
Fimmtíu ár frá komu fyrstu flóttamannanna Fimmtíu ár eru á aðfangadag liðin frá því að flóttamönnum var fyrst veitt hæli á Íslandi. Þá komu flóttamenn frá Ungverjalandi sem flúið höfðu til Austurríkis undan innrás Sovétmanna. Alls hafa íslensk stjórnvöld boðið 531 flóttamanni vernd hér landi í samvinnu við Flóttamannastofnun, Rauða kross Íslands og sveitarfélög í landinu. 22.12.2006 15:51
Dró eiginkonu sína á hárinu eftir hótelgangi Karlmaður á fimmtugsaldri var í dag dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir árás á eiginkonu sína. Maðurinn dró konuna meðal annars á hárinu eftir hótelgangi og stakk höfði hennar ofan í klósettskál 22.12.2006 15:29
Svo til vinstri......KRASS Sumir ökumenn sem hafa gervihnatta-leiðsögutæki i í bílum sínum, virðast slökkva á heilanum um leið og þeir kveikja á tækinu. Sum tækin eru þannig að það er rödd sem leiðbeinir bílstjórum um að beygja til vinstri eða hægri og sumir virðast hlýða henni í blindni. 22.12.2006 15:28
Rauði krossinn krefst lausnar starfsmanna Hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak var numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad, síðastliðinn sunnudag. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi. Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar. 22.12.2006 15:03
Róbert Wessman maður ársins í íslensku atvinnulífi Róbert Wessman, forstjóri Actavis Group, er maður ársins í íslensku atvinnulífi árið 2006 að mati dómnefndar Frjálsrar verslunar. 22.12.2006 14:33
Rússar loka fyrir allt gas til Georgíu Rússar tilkynntu í dag að þeir myndu loka fyrir allt gas til nágrannaríkisins Georgíu hinn fyrsta janúar næstkomandi. Það verður gert vegna þess að Georgía vill ekki una við einhliða ákvörðun Rússa um að rúmlega tvöfalda verðið á gasi. 22.12.2006 14:21
Talsverð seinkun á flugi til Bandaríkjanna Eftirmiðdagsbrottfarir til Bandaríkjanna frestast allar á eftir þar sem Evrópuvélarnar fóru seint út í morgun og koma því seint til Íslands á ný á leið sinni til Bandaríkjanna. Eins og er eru flestar brottfarirnar áætlaðar klukkan 20:30 en það gæti tafist enn frekar þar sem bætir í vind með kvöldinu. 22.12.2006 14:16
Fáum fullnægingu klukkan þrjú! Tökum nú öll höndum saman, öll sem vettlingi geta valdið og fáum fullnægingu klukkan þrjú, föstudaginn 22. desember. Þannig hljóma skilaboð bandarískra friðarsinna sem hvetja til þess að fólk um gjörvallan heim fái fullnægingu í dag og tileinka hana heimsfriði og hamingju og nýjum framfaraleiðum fyrir mannkynið. 22.12.2006 14:02
Tveir handteknir vegna þjófnaðar Lögreglan í Reykjavík handtók tvo menn á þrítugsaldri í gær sem grunaðir eru um innbrot í miðborginni. Tölvubúnaði var stolið á báðum stöðum en flest annað sem stolið var er komið í leitirnar. 22.12.2006 14:00
Tólf kertabrunar það sem af er desember Tólf kertabrunar hafa verið tilkynntir til tryggingarfélaganna það sem af er desember. Þetta er mun minna en síðustu sex árin en þá hafa að meðaltali verið 44 kertabrunar fyrstu þrjár vikurnar í desember. 22.12.2006 13:27
Fyrir dómara vegna morðanna í Ipswich Stephen Wright, 48 ára lyftaramaður, kom fyrir dómara í Ipswich í morgun til að svara spurningum um morðin á fimm vændiskonum í byrjun mánaðarins, sem hann var ákærður fyrir í gærkvöldi. Lögreglan sagðist í gær hafa fullnægjandi sönnunargögn til að sakfella manninn, en lögfræðingur minnti fjölmiðla á í dag að hann væri saklaus þar til sekt væri sönnuð. 22.12.2006 13:14
Hætta á flóðum þverrandi á Norðurlandi Lögreglan metur hættu á flóðum þverrandi á Norðurlandi. Vettvangsathuganir í Eyjafjarðarsveit, Hörgárdal og Svarfaðardal verða þó farnar í dag og jarðfræðingur látinn meta ástandið. 22.12.2006 12:45
Rennslið í Ölfusá náði í gær sexföldu meðalrennsli Flóðið í Ölfusá við Selfoss náði hámarki upp úr klukkan fimm í gær, þegar rennslið náði rösklega sexföldu meðalrennsli árinnar, en síðan hefur sjatnað ört í ánni. 22.12.2006 12:30
Eftirlitsmenn á Sri Lanka kallaðir til höfuðborgarinnar Yfirmaður Norrænu eftirlitssveitarinnar á Sri Lanka hefur kallað eftirlitsmenn sveitarinnar til höfuðstöðvanna í Colombo, höfuðborg Sri Lanka, á næstu dögum vegna harðnandi bardaga. Íslendingar starfa fyrir sveitina. 22.12.2006 12:28
Hermenn ákærðir fyrir morð á 24 borgurum í Írak Átta bandarískir hermenn voru í gær ákærðir fyrir að hafa myrt 24 Íraka í þorpinu Haditha í Írak í nóvember á nýliðnu ári. Sveitarforinginn, Justin Sharratt, á yfir höfði sér lífstíðarfangelsi. Hann er ákærður fyrir að hafa sjálfur myrt 12 manns og að hafa skipað hermönnum undir hans stjórn að myrða 6 til viðbótar. 22.12.2006 12:28
Mikil bið eftir flugi Miklar tafir hafa verið á öllu innanlands- og millilandaflugi í dag. Veðurútlit fyrir eftirmiðdaginn er þar að auki ekki gott. Miklar raðir eru nú við innritun í flugstöðinni á Reykjavíkurflugvelli. 22.12.2006 12:09
Alþingi verður að rannsaka hlerunarmál Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, segir að ekkert muni ganga að upplýsa hleranamál fyrr en Alþingi láti þau til sín taka, eins og gert var í Noregi. Ríkissaksóknari felldi í gær niður rannsókn á meintum hlerunum á símum Jóns Baldvins með þeim rökum að ekkert væri fram komið sem styddi fullyrðingar hans um hleranir. 22.12.2006 12:08
Guðmundur Jónsson í Byrginu var kærður í morgun Ólöf Ósk Erlendsdóttir lagði fram kæru í dag á hendur Guðmundi Jónssyni, forstöðumanni Byrgisins. Þrjár konur að auki hafa haft samband við lögreglu vegna tengsla sinna við Guðmund. Ólöf sagði sögu sína í Íslandi í dag í gær. Hún fór í meðferð á Byrginu í apríl 2004 og kveðst hafa hafið náið samband við Guðmund Jónsson forstöðumann 18. nóvember sama ár. Að hennar sögn lauk sambandinu fyrir þremur til fjórum vikum. Í viðtalinu í gær sakaði hún Guðmund um fjársvik og trúnaðarbrest. Hún hefur margvísleg gögn undir höndum sem sanna kynferðislegt samband milli þeirra Guðmundar, þar á meðal myndbönd, myndir, tölvupósta, bréf og ljóð. 22.12.2006 12:06
Menn um borð í flutningaskipinu að kanna ástandið Landhelgisgæslan hefur flutt fjóra starfsmenn Olíudreifingar í flutningaskipið Wilson Muuga, sem strandaði við Hvalsnes í vikunni, en þeir ætla að reyna að undirbúa skipið fyrir olíudælingu þegar hún verður möguleg. 22.12.2006 11:18
Kynóðir krakkar Hundruð leikskólabarna eru rekin úr skóla eða fá áminningar, vegna kynferðislegs áreitis, í Bandaríkjunum, á hverju ári. Nýjasta tilfellið er fimm ára drengur sem var rekinn heim fyrir að klípa jafnöldru sína í bossann. 22.12.2006 11:16
För flutningabíla flýtt vegna veðurs Þeir flutningabílar sem áttu að leggja af stað frá Landflutningum-Samskipum á Patreksfjörð, Tálknafjörð og Bíldudal í dag hefur verið flýtt vegna veðurs. Í stað þess að leggja af stað klukkan fjögur í dag fara þeir á hádegi. 22.12.2006 11:01
Viðbúnaðarástandi aflétt í Árnessýslu Almannavarnarnefndir í Árnessýslu hafa aflétt viðbúnaðarástandi í sýslunni vegna flóðahættu. Nefndirnar komu saman til fundar klukkan tíu í morgun. 22.12.2006 10:44
Lennon, John Lennon Síðustu tíu skýrslur bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, um John Lennon hafa nú verið gerðar opinberar, og þykja heldur broslegar. Í þeim er ekkert að finna sem ekki var almenn vitneskja á þeim árum, um þennan skelfilega útsendara vinstri aflanna. 22.12.2006 10:41
Byrjað að fljúga til Akureyrar Búið er að staðfesta að tvær flugvélar fara til Akureyrar frá Reykjavíkurflugvelli fyrir hádegi, önnur klukkan 11:15 og hin klukkan 11:45. Ófært var í morgun fyrir allt innanlandsflug nema til Egilsstaða en áfangastaðirnir hafa verið að opnast einn af öðrum. Enn er ófært til Ísafjarðar og Grænlands. 22.12.2006 10:34
Áfram reynt að bjarga hrossum í Skagafirði Björgunarsveitarmenn reyna ásamt bændum að bjarga hrossum sem urðu innlyksa í gær þegar Héraðsvötnin í Skagafirði stífluðust. Ekki náðist að reka hrossin á örugga staði í gær þar sem þau voru föst á eylendi Skagafjarðar. 22.12.2006 10:28
Átök í Gazaborg Átök blossuðu upp í kvöld í Gazaborg nærri heimili utanríkisráðherra ríkisstjórnarinnar, Mahmoud al-Zahar. Kúlnahríð dundi á hverfinu og hart var tekist á samkvæmt vitnum á svæðinu. Ekki var þó vitað hvort að um væri að ræða átök á milli Hamas samtakanna og Fatah stuðningsmanna. 21.12.2006 23:49
Þakplötur á ferð og flugi um land allt Björgunarsveitir víða um land hafa verið ansi uppteknar í kvöld en veðurofsinn hefur verið mikill. Þakplötur hafa víða tekist á loft sem og fótboltamörk í Vík í Mýrdal. Björgunarsveitin á Akranesi er enn með vakt við höfnina en smábátar hafa losnað upp en þá tókst þó að festa aftur. 21.12.2006 23:32
Lögregla í Kína bannar stripplingahlaup Lögregla í Kína bannaði í dag fjöldahlaup sem átti að hlaupa á aðfangadagskvöld til þess að mótmæla of miklum umbúðum á víni. Ástæðan fyrir banninu var þó að allir sem áttu að taka þátt í því áttu að vera naktir. 21.12.2006 22:55
Atkvæðagreiðslu frestað til laugardags Sendiherra Rússlands hjá Sameinuðu þjóðunum sagði í kvöld að líklegt væri að atkvæðagreiðslu í öryggisráðinu vegna ályktunar um refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans yrði frestað til laugardags. 21.12.2006 22:42
Maður ákærður fyrir fimm morð Breskur maður, Steven Wright, var í dag ákærður fyrir morð á fimm vændiskonum í austurhluta Englands. Hann er grunaður um að hafa myrt þær á síðustu fimm vikum. 21.12.2006 22:35
Ingunn AK komin að landi á ný Landfestar togarans Ingunn AK gáfu sig í óveðrinu í kvöld og rak hann um höfnina um tíma. Rakst hann meðal annars í löndunarkrana hjá fiskimjölsverksmiðjunni og skemmdi hann en dansaði framhjá togaranum Bjarna Ólafssyni AK. 21.12.2006 22:04
Samkomulag nánast í höfn Viðræður um hugsanlegar refsiaðgerðir vegna kjarnorkuáætlunar Írans eru á lokastigi og samningamenn voru leggja lokahönd á tillögu sem öryggisráð Sameinuðu þjóðanna mun greiða atkvæði um á morgun. 21.12.2006 21:57
Vatnsmagn í Ölfusá minnkar Lögreglan á Selfossi sagði í kvöld að flóðið í Ölfusá væri að minnka samkvæmt mælum í ánni og er búist við því að það taki vatnsmagnið um sólarhring að fara niður fyrir varúðarmörk. Einnig hefur gengið mjög vel að dæla upp úr húsum sem flæddi inn í svæðinu. 21.12.2006 21:44
Bandaríski herinn ákærir átta hermenn Bandarísk heryfirvöld hafa nú kært alls fjóra vegna morða á allt að 24 óvopnuðum óbreyttum borgurum í bænum Haditha í Írak en atburðirnir áttu sér stað í nóvember á síðasta ári. Einnig eru fjórir til viðbótar kærðir fyrir að hafa tekið þátt í ódæðinu á annan hátt. 21.12.2006 21:16