Innlent

Stefnir í netjól á Íslandi

Það stefnir í netjól á Íslandi. Landsmenn kaupa jólagjafir sem aldrei fyrr í gegnum Netið, en ekki er víst að allir geri sér grein fyrir flutningskostnaði og gjöldum þegar pantað er.

Tollarar staðfesta að sókn Íslendinga í erlendar vörur sé mikil í gegnum netsíður eins og Ebay og Amazon. Ekki síst er mikið keypt inn nú í desember fyrir jólagjafaflóðið fram undan. Þessi nýi verslunarmáti hefur valdið annríki hjá tollurum þar sem tollskoða þarf hverja sendingu.

 

Ekki þarf að greiða toll af öllum vörum og sem dæmi um vöru sem ber engan toll má nefna bækur. Raftæki eins og Ipod til dæmis geta hins vegar rokið upp um 50% frá auglýstu verði. Og svo er það flutningskostnaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×