Innlent

Ekki hægt að eiga kökuna og éta hana líka

Piparkökuþjóð í piparkökulandi.
Piparkökuþjóð í piparkökulandi. MYND/Hörður Sveinsson

Samtökin Framtíðarlandið hafa bakað piparkökur í líki hins vogskorna Íslands til að punta upp á íslensk heimili fyrir jólin. Samtökin vekja með þessu athygli á því að framtíð Íslands er í okkar höndum og benda á að þeir sem eru gráðugir og vilja éta kökuna strax, þeir geta ekki um leið átt hana og notið hennar sem augnayndis yfir jólin.

"Þetta Ísland er gómsæt piparkaka sem þarf að meðhöndla með varúð þar sem hún er eilítið brothætt", segir í tilkynningu frá Framtíðarlandinu. Fólk getur ráðið endanlegu útliti Íslandskökunnar en er hvatt til að skreyta hana með drifhvítum jöklum og mikilúðlegum, fossandi jökulám.

Kökurnar eru bakaðar úr lífrænum efnum og kosta 500 krónur stykkið. Þær eru til sölu í Brauðhúsinu í Grímsbæ í Fossvogi, á skrifstofu Framtíðarlandsins og í völdum verslunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×