Fleiri fréttir Lögregla í Suffolk finnur tvö lík til viðbótar Lögreglan í Suffolk á Englandi hefur fundið tvö lík til viðbótar nærri Ipswich og óttast er að þau séu af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið undanfarna daga. Ef rétt reynist hafa fimm vændiskonur verið myrtar nærri Ipswich á skömmum tíma. 12.12.2006 17:11 Dagblöð ríflega fjórðungur alls heimilissorps Dagblöð eru fyrirferðamest alls sorps í heimilistunnum á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega fjórðungur innihalds þeirra samkvæmt könnun Sorpu sem gerð er árlega í nóvember. Greint er frá könnuninni á vef umhverfissviðs borgarinnar. 12.12.2006 17:01 Pinochet jarðsunginn í dag Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í dag jarðsunginn í herskóla landsins í höfuðborginni Santiago. Pinochet lést á sunnudaginn var og eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum fékk hann ekki viðhafnarútför. 12.12.2006 16:47 Fáránlegt að leysa upp íraska herinn Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn. 12.12.2006 16:24 ÞSSÍ styður frumkvöðla í Úganda Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hafið þriggja ára átaksverkefni í fræðslumálum fyrir frumkvöðla í Úganda en þetta er fyrsta verkefni stofnunarinnar sem lýtur að stuðningi við einkageirann. 12.12.2006 16:24 Bush bíður með Írak 12.12.2006 16:23 Vilja hækka verð á hreindýraveiðileyfum Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs hefur farið fram á það við Hreindýraráð, Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið að verð á hreindýraveiðileyfum verði hækkað að minnsta kosti til samræmis við almennar verðhækkanir enda sé eftirspurn eftir leyfunum mikil. 12.12.2006 15:59 Eru Ísraelar að senda frá sér aðvörun um árás? Fréttaskýrendur velta því fyrir sé hvort Ísraelar hafi verið að senda frá sér aðvörun, þegar Ehud Olmert forsætisráðherra ýjaði að því að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Þeir velta því einnig fyrir sér hvort það hafi verið gert í samráði við Bandaríkjamenn. 12.12.2006 15:45 Sjö teknir ölvaðir í borginni á síðasta sólarhring Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring og segir lögregla það óvenju mikið á virkum degi. Aðallega var um að ræða karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri en sá elsti var á áttræðisaldri og kom nú við sögu lögreglunnar í fyrsta sinn. 12.12.2006 15:45 Ekki ástæða til þess að framlengja gæsluvarðhald 12.12.2006 15:32 Fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu dæmdur fyrir þjóðarmorð Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu, hefur verið sakfelldur fyrir þjóðarmorð eftir tólf ára réttarhöld. Mengistu hefur hins vegar verið í útlegð í Simbabve í fimmtán ár og því óvíst hvort dómi yfir honum verður framfylgt en hann á hugsanlega yfir höfði sér dauðadóm. 12.12.2006 15:23 Hvetja morðingja vændiskvenna til að gefa sig fram Lögreglan í Ipswich sem rannsakar morð á þremur vændiskonum í borginni hvetur morðingja þeirra til að gefa sig fram. „Þú átt augljóslega við vanda að stríða. Hringdu í mig og við tökumst á við málið," sagði yfirmaður rannóknarinnar í ákalli til morðingjans í breskum fjölmiðlum. 12.12.2006 15:06 Íslensk börn styðja börn í Úganda og Malaví næstu tvö ár Sérhvert grunnskólabarn á Íslandi mun styðja eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví um skólamáltíð alla skóladaga ársins næstu tvö árin samkvæmt þróunarverkefni sem utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað í löndunum tveimur. 12.12.2006 14:51 Interpol kemur að rannsókn á morði KGB njósnarans Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um aðstoð við rannsókn á morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, sem lést úr geislaeitrun í Lundúnum í síðasta mánuði. Talsmaður skrifstofu Interpol í Rússlandi, segir að þeir hafi verið beðnir um að samræma upplýsingaflæði milli Bretlands, Rússlands og Þýskaland, en öll þessi lönd eru að rannsaka morðið. 12.12.2006 14:40 Sex þúsund fá vaxtabætur vegna endurskoðunar Rúmlega sex þúsund skattgreiðendur sem ekki fengu vaxtabætur samkvæmt álagningu í ágúst síðastliðnum öðlast rétt til vaxtabóta samkvæmt lögum um breytingar á vaxtabótum sem samþykkt voru á Alþingi nýlega. 12.12.2006 14:28 Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur. 12.12.2006 14:23 Mitt popp Bandarísk móðir í Oregon fylki hefur verið handtekin fyrir að særa son sinn á andliti og höndum, með stórum búrhníf. Sonurinn er tuttugu og eins árs gamall, en móðirin fjörutíu og níu. Syninum tókst að hringja í neyðarlínuna, og hjálpin barst áður en móðirin gat alveg gengið frá honum. 12.12.2006 14:15 Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa. 12.12.2006 14:07 Búið að slökkva eldinn í Gamla Stan í Svíþjóð Búið er að slökkva að mestu eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, einu elsta hverfi Stokkhólms, í morgun. Mikill eldur kom upp og voru 40 slökkviliðsmenn að störfum þegar mest lét en nærliggjandi hús voru rýmdi vegna ótta við að eldurinn kynni að berast þangað. 12.12.2006 13:40 Palestinsk börn gera uppreisn gegn fullorðnum Palestinsk börn á Gaza ströndinni gerðu uppreisn í dag. Þau kveiktu í dekkjum og hótuðu grjótkasti, ef fullorðna fólkið hætti ekki að skapa glundroða á svæðinu. Hinn tólf ára gamli Saeed Salem sagði að þeir væru reiðir yfir bræðrunum þremur sem voru myrtir í gær, og þreyttir á öryggisleysinu sem hefur eyðilagt líf þeirra. 12.12.2006 13:29 Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis. 12.12.2006 13:22 Samverustund syrgjenda Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Nú býðst syrgjendum að taka þátt í samverustund í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Eitt af því sem gefur samverunni gildi er minningarstund þar sem hver og einn getur tendrað ljós fyrir ástvin sinn. 12.12.2006 13:15 Stríðið í Írak það umdeildasta í Bandaríkjunum Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn verði andsnúnir þátttöku Bandaríkjanna í stríði eins og Íraksstríðinu. Þetta sýnir ný könnun sem Gallup gerði fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 12.12.2006 13:00 Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. 12.12.2006 12:45 Eberg song on The O.C. 12.12.2006 12:40 Samverustund fyrir syrgjendur Haldin verður sérstök samverustund fyrir syrgjendur til að undirbúa þá fyrir jólahátíðina í Grensáskirkju á fimmtudaginn. Margir tengja jól og aðventu við samverustundir með fjölskyldu og ástvinum og söknuður þeirra sem misst hafa ástvini er því oft sár á þessum tíma. 12.12.2006 12:39 Stórlega hefur dregið úr hraðaakstri á Suðurlandsvegi Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.12.2006 12:30 Slapp ómeidd út út brennandi húsi á Akureyri Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan tólf í gærkvöld og náði að gera nágrönnum sínum viðvart sem líka forðuðu sér út. 12.12.2006 12:13 Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum. 12.12.2006 11:46 Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykktur Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur samþykkt lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar 12.12.2006 11:38 Neytendamálaráðherra Danmerkur ekki á leið út úr ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði því á bug að neytendamálaráðherra landsins Lars Barföd væri á leið út úr ríkisstjórninni eftir harða gagnrýni fyrir skort á eftirliti með matvælafyrirtækjum. 12.12.2006 11:31 Confusing Pakistani Cuisine 12.12.2006 11:27 Style & Innovation 12.12.2006 11:26 Young and Emerging Artists 12.12.2006 11:17 Watch this Face 12.12.2006 11:12 Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?" 12.12.2006 11:08 Viking Age meets Modern Comfort 12.12.2006 11:05 West and East clash at Domo 12.12.2006 11:03 Notkun sýklalyfja eykst Heildarnotkun sýklalyfja hér á landi jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005. Talið er að rekja megi aukninguna að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005 og lagðist þungt á landsmenn. 12.12.2006 10:54 Búðarþjófur slapp naumlega 12.12.2006 10:51 Hætta á fjölgun berklasmita á Íslandi Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. 12.12.2006 10:40 Tveir slasaðir eftir bruna í Gamla Stan Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólmsborgar. Baráttan við eldinn stendur enn og voru nærliggjandi byggingar rýmdar af ótta við að eldurinn bærist þangað. 12.12.2006 10:34 „Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“ Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku. 12.12.2006 10:24 Dagur íslenskrar tónlistar í dag Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni verður kynntur til sögunnar nýr Tónskáldasjóður 365. Við athöfn á Hótel Borg klukkan tólf verður jafnframt íslenskur tónlistarmaður heiðraður fyrir frábæran árangur á erlendri grundu. 12.12.2006 10:18 Palestínumenn berjast á Gaza Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila. 12.12.2006 10:13 Sjá næstu 50 fréttir
Lögregla í Suffolk finnur tvö lík til viðbótar Lögreglan í Suffolk á Englandi hefur fundið tvö lík til viðbótar nærri Ipswich og óttast er að þau séu af tveimur vændiskonum sem saknað hefur verið undanfarna daga. Ef rétt reynist hafa fimm vændiskonur verið myrtar nærri Ipswich á skömmum tíma. 12.12.2006 17:11
Dagblöð ríflega fjórðungur alls heimilissorps Dagblöð eru fyrirferðamest alls sorps í heimilistunnum á höfuðborgarsvæðinu eða rúmlega fjórðungur innihalds þeirra samkvæmt könnun Sorpu sem gerð er árlega í nóvember. Greint er frá könnuninni á vef umhverfissviðs borgarinnar. 12.12.2006 17:01
Pinochet jarðsunginn í dag Augusto Pinochet, fyrrverandi einræðisherra í Chile, var í dag jarðsunginn í herskóla landsins í höfuðborginni Santiago. Pinochet lést á sunnudaginn var og eins og greint hefur verið frá í fjölmiðlum fékk hann ekki viðhafnarútför. 12.12.2006 16:47
Fáránlegt að leysa upp íraska herinn Breskir hermálasérfræðingar eru hvassyrtir í fordæmingum sínum á Bandaríkjamönnum, eftir að í ljós kom að breska ríkisstjórnin gerði allt sem hún gat til þess að fá þá ofan af því að leysa upp Íraska herinn, og reka nánast alla opinbera starfsmenn. 12.12.2006 16:24
ÞSSÍ styður frumkvöðla í Úganda Þróunarsamvinnustofnun Íslands hefur hafið þriggja ára átaksverkefni í fræðslumálum fyrir frumkvöðla í Úganda en þetta er fyrsta verkefni stofnunarinnar sem lýtur að stuðningi við einkageirann. 12.12.2006 16:24
Vilja hækka verð á hreindýraveiðileyfum Dreifbýlis- og hálendisnefnd Fljótsdalshéraðs hefur farið fram á það við Hreindýraráð, Umhverfisstofnun og umhverfisráðuneytið að verð á hreindýraveiðileyfum verði hækkað að minnsta kosti til samræmis við almennar verðhækkanir enda sé eftirspurn eftir leyfunum mikil. 12.12.2006 15:59
Eru Ísraelar að senda frá sér aðvörun um árás? Fréttaskýrendur velta því fyrir sé hvort Ísraelar hafi verið að senda frá sér aðvörun, þegar Ehud Olmert forsætisráðherra ýjaði að því að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Þeir velta því einnig fyrir sér hvort það hafi verið gert í samráði við Bandaríkjamenn. 12.12.2006 15:45
Sjö teknir ölvaðir í borginni á síðasta sólarhring Sjö ökumenn voru teknir fyrir ölvunarakstur í umdæmi lögreglunnar í Reykjavík á síðasta sólarhring og segir lögregla það óvenju mikið á virkum degi. Aðallega var um að ræða karlmenn á fertugs- og fimmtugsaldri en sá elsti var á áttræðisaldri og kom nú við sögu lögreglunnar í fyrsta sinn. 12.12.2006 15:45
Fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu dæmdur fyrir þjóðarmorð Mengistu Haile Mariam, fyrrverandi einræðisherra í Eþíópíu, hefur verið sakfelldur fyrir þjóðarmorð eftir tólf ára réttarhöld. Mengistu hefur hins vegar verið í útlegð í Simbabve í fimmtán ár og því óvíst hvort dómi yfir honum verður framfylgt en hann á hugsanlega yfir höfði sér dauðadóm. 12.12.2006 15:23
Hvetja morðingja vændiskvenna til að gefa sig fram Lögreglan í Ipswich sem rannsakar morð á þremur vændiskonum í borginni hvetur morðingja þeirra til að gefa sig fram. „Þú átt augljóslega við vanda að stríða. Hringdu í mig og við tökumst á við málið," sagði yfirmaður rannóknarinnar í ákalli til morðingjans í breskum fjölmiðlum. 12.12.2006 15:06
Íslensk börn styðja börn í Úganda og Malaví næstu tvö ár Sérhvert grunnskólabarn á Íslandi mun styðja eitt grunnskólabarn í Úganda og Malaví um skólamáltíð alla skóladaga ársins næstu tvö árin samkvæmt þróunarverkefni sem utanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað í löndunum tveimur. 12.12.2006 14:51
Interpol kemur að rannsókn á morði KGB njósnarans Alþjóðalögreglan Interpol hefur verið beðin um aðstoð við rannsókn á morðinu á KGB njósnaranum Alexander Litvinenko, sem lést úr geislaeitrun í Lundúnum í síðasta mánuði. Talsmaður skrifstofu Interpol í Rússlandi, segir að þeir hafi verið beðnir um að samræma upplýsingaflæði milli Bretlands, Rússlands og Þýskaland, en öll þessi lönd eru að rannsaka morðið. 12.12.2006 14:40
Sex þúsund fá vaxtabætur vegna endurskoðunar Rúmlega sex þúsund skattgreiðendur sem ekki fengu vaxtabætur samkvæmt álagningu í ágúst síðastliðnum öðlast rétt til vaxtabóta samkvæmt lögum um breytingar á vaxtabótum sem samþykkt voru á Alþingi nýlega. 12.12.2006 14:28
Þriggja ára fangelsi fyrir að nauðga 14 ára stúlku Rúmlega tvítugur karlmaður, Edward Apeadu Koranteng, var í dag dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir nauðgun. Maðurinn nauðgaði stúlkunni sem er fjórtán ára í heimahúsi í september í fyrra. Stúlkunni var jafnframt dæmd um ein milljón króna í miskabætur. 12.12.2006 14:23
Mitt popp Bandarísk móðir í Oregon fylki hefur verið handtekin fyrir að særa son sinn á andliti og höndum, með stórum búrhníf. Sonurinn er tuttugu og eins árs gamall, en móðirin fjörutíu og níu. Syninum tókst að hringja í neyðarlínuna, og hjálpin barst áður en móðirin gat alveg gengið frá honum. 12.12.2006 14:15
Rannsóknarnefnd umferðarslysa efld Rannsóknarnefnd umferðarslysa verður efld á næsta ári með það fyrir augum að geta sinnt betur rannsóknum á alvarlegum slysum en til þessa hefur nefndin svo til eingöngu getað sinnt rannsóknum banaslysa. 12.12.2006 14:07
Búið að slökkva eldinn í Gamla Stan í Svíþjóð Búið er að slökkva að mestu eldinn sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, einu elsta hverfi Stokkhólms, í morgun. Mikill eldur kom upp og voru 40 slökkviliðsmenn að störfum þegar mest lét en nærliggjandi hús voru rýmdi vegna ótta við að eldurinn kynni að berast þangað. 12.12.2006 13:40
Palestinsk börn gera uppreisn gegn fullorðnum Palestinsk börn á Gaza ströndinni gerðu uppreisn í dag. Þau kveiktu í dekkjum og hótuðu grjótkasti, ef fullorðna fólkið hætti ekki að skapa glundroða á svæðinu. Hinn tólf ára gamli Saeed Salem sagði að þeir væru reiðir yfir bræðrunum þremur sem voru myrtir í gær, og þreyttir á öryggisleysinu sem hefur eyðilagt líf þeirra. 12.12.2006 13:29
Báðust afsökunar á framferði sínu á vettvangi slyss Nokkrir vegfarendur höfðu samband við lögregluna í Reykjavík í gær og báðust afsökunar á framkomu sinni sl. sunnudag í kjölfar banaslyss á Vesturlandsvegi. Hinir sömu höfðu áður lýst yfir óánægju sinni með lokun vegarins og gerðu það bæði á vettvangi og símleiðis. 12.12.2006 13:22
Samverustund syrgjenda Jólin geta verið erfiður tími fyrir þá sem misst hafa sína nánustu. Nú býðst syrgjendum að taka þátt í samverustund í Grensáskirkju 14. desember klukkan 20. Eitt af því sem gefur samverunni gildi er minningarstund þar sem hver og einn getur tendrað ljós fyrir ástvin sinn. 12.12.2006 13:15
Stríðið í Írak það umdeildasta í Bandaríkjunum Aldrei hafa fleiri Bandaríkjamenn verði andsnúnir þátttöku Bandaríkjanna í stríði eins og Íraksstríðinu. Þetta sýnir ný könnun sem Gallup gerði fyrir bandarísku sjónvarpsstöðina CBS. 12.12.2006 13:00
Fangelsisdómur og há sekt fyrir skatta- og bókhaldsbrot Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í níu mánaða skilorðsbundið frangelsi og til greiðslu 29 milljón króna í sekt fyrir að hafa hvorki staðið skil á virðisaukaskattskýrslum vegna atvinnustarfsemi sinnar fyrir árið 2004 né innheimtum virðisaukaskatti að fjárhæð rúmlega 14 milljónir króna. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir að færa ekki lögboðið bókhald og varðveita bókhaldsgögn vegna sömu atvinnustarfsemi. 12.12.2006 12:45
Samverustund fyrir syrgjendur Haldin verður sérstök samverustund fyrir syrgjendur til að undirbúa þá fyrir jólahátíðina í Grensáskirkju á fimmtudaginn. Margir tengja jól og aðventu við samverustundir með fjölskyldu og ástvinum og söknuður þeirra sem misst hafa ástvini er því oft sár á þessum tíma. 12.12.2006 12:39
Stórlega hefur dregið úr hraðaakstri á Suðurlandsvegi Stórlega hefur dregið úr hraðakstri á Suðurlandsvegi undanfarna daga, svo tíðindum sætir, að sögn lögreglunnar á Selfossi. 12.12.2006 12:30
Slapp ómeidd út út brennandi húsi á Akureyri Roskin kona komst ómeidd út úr brennandi húsi sínu við Oddeyrargötu á Akureyri um klukkan tólf í gærkvöld og náði að gera nágrönnum sínum viðvart sem líka forðuðu sér út. 12.12.2006 12:13
Undirrita viljayfirýsingu um sjálvirka neyðarhringingu úr bílum Samgönguráðuneytið, ND á Íslandi ehf. og Neyðarlínan hafa undirritað viljayfirlýsingu um að vinna sameiginlega að því að hérlendis verði unnt að taka upp sjálfvirka hringingu úr bílum í Neyðarlínuna ef slys verður og þróa notkun Saga-hugbúnaðarkerfisins vegna innheimtu veggjalda og eftirlits með hvíldarákvæðum í umferðarlögum. 12.12.2006 11:46
Listi Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi samþykktur Kjördæmisþing Samfylkingarinnar í Suðurkjördæmi hefur samþykkt lista flokksins í kjördæminu fyrir komandi þingkosningar 12.12.2006 11:38
Neytendamálaráðherra Danmerkur ekki á leið út úr ríkisstjórn Anders Fogh Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði því á bug að neytendamálaráðherra landsins Lars Barföd væri á leið út úr ríkisstjórninni eftir harða gagnrýni fyrir skort á eftirliti með matvælafyrirtækjum. 12.12.2006 11:31
Ísrael er kjarnorkuveldi -Ehud Olmert Ehud Olmert, forsætisráðherra Ísraels, missti það út úr sér viðtali við þýska sjónvarpsstöð, að Ísrael væri kjarnorkuveldi. Í viðtalinu, sem fór fram á ensku, sagði Olmert: "Íran hefur opinberlega hótað því að þurrka Ísrael út af landakortinu. Finnst þér þetta sambærilegt, þegar þeir eru að reyna að koma sér upp kjarnorkuvopnum, við Bandaríkin, Frakkland, Ísrael og Rússland ?" 12.12.2006 11:08
Notkun sýklalyfja eykst Heildarnotkun sýklalyfja hér á landi jókst um 6% milli áranna 2004 og 2005. Talið er að rekja megi aukninguna að einhverju leyti til inflúensu sem geisaði í upphafi ársins 2005 og lagðist þungt á landsmenn. 12.12.2006 10:54
Hætta á fjölgun berklasmita á Íslandi Óttast er að tíðni berkla komi til með að aukast hér á landi með inngöngu Rúmeníu og Búlgaríu í Evrópusambandið. Tíðni berkla er há í þessum löndum og skapar það ákveðin vandamál. 12.12.2006 10:40
Tveir slasaðir eftir bruna í Gamla Stan Tveir hafa verið fluttir á sjúkrahús eftir bruna sem kom upp í fjölbýlishúsi í Gamla Stan, elsta hluta Stokkhólmsborgar. Baráttan við eldinn stendur enn og voru nærliggjandi byggingar rýmdar af ótta við að eldurinn bærist þangað. 12.12.2006 10:34
„Ég vinnaði þetta með glæsibrögum“ Kasakinn Borat fór með sigur af hólmi í máli sem tveir ungir Bandaríkjamenn höfðuðu gegn honum fyrir að hafa þá með í kvikmyndinni um ferðalag sitt um Ameríku. 12.12.2006 10:24
Dagur íslenskrar tónlistar í dag Dagur íslenskrar tónlistar verður haldinn hátíðlegur í dag og af því tilefni verður kynntur til sögunnar nýr Tónskáldasjóður 365. Við athöfn á Hótel Borg klukkan tólf verður jafnframt íslenskur tónlistarmaður heiðraður fyrir frábæran árangur á erlendri grundu. 12.12.2006 10:18
Palestínumenn berjast á Gaza Til skotbardaga kom í dag milli palestinskra öryggissveita sem tilheyra annarsvegar Hamas samtökunum og Fatah samtökum Mahmouds Abbas, forseta. Bardaginn var háður á Gaza ströndinni og særðust tveir úr liði hvors aðila. 12.12.2006 10:13