Mikil aukning ríkisútgjalda 12. desember 2006 18:40 Umsvif ríkisins hafa á síðasta áratug aukist að jafnaði um eina milljón króna að raungildi á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Á næsta ári verður gefið enn meira í, en nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyrir 52 milljarða króna útgjaldaaukningu frá síðustu fjárlögum.Ríkið ætlar að eyða meira en milljarði króna á dag af sameiginlegum fjármunum, samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti hér í síðustu viku. Þau gera ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári verði 367 milljarðar króna. Í fyrra voru fjárlögin upp á 315 milljarða, aukning ríkisútgjaldanna milli ára nemur 52 milljörðum króna. Svo hratt þenjast ríkisútgjöldin út milli ára að eyðsluaukningin nemur einum milljarði króna í hverri viku ársins. Og þegar þróun ríkisútgjalda síðasta áratug er skoðuð sést að það hefur verið stanslaus aukning. Fyrir tíu árum námu heildarútgjöld ríksins 160 milljörðum króna. Árið 2000 voru þau komin yfir tvöhundruð milljarða, útgjöldin fóru yfir 300 milljarða árið 2004, og ekkert lát hefur síðan verið á útgjaldaaukningunni. Þegar þróun ríkisútgjaldanna er borin saman við þróun vísitölu neysluverðs sést að útgjöldin hafa hækkað langt umfram almenna hækkun verðlags. Raunhækkun ríkisútgjalda á þessum áratug, umfram verðlagsþróun, nemur um 120 milljörðum króna. Svokölluð verðvísitala samneyslu, sem innifelur meðal annars launahækkanir ríkisstarfsmanna, er mikið notuð við framreikning ríkisfjármála, og miðað við hana er raunaukning ríkisútgjalda heldur minni, eða milli 70 og 80 milljarðar á þessum áratug. Ef við lítum svo á að launahækkanir ríkisstarfsmanna umfram almenna verðlagsþróun teljist ekki aukning ríkisumsvifa, þá fæst út sú niðurstaða að ríkisbáknið hafi allan síðasta áratug stækkað um sem nemur verkefnum upp á 150 milljónir króna í hverri viku. Útþenslan nemur nærri einni milljón króna á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira
Umsvif ríkisins hafa á síðasta áratug aukist að jafnaði um eina milljón króna að raungildi á hverri einustu klukkustund sólarhringsins. Á næsta ári verður gefið enn meira í, en nýsamþykkt fjárlög gera ráð fyrir 52 milljarða króna útgjaldaaukningu frá síðustu fjárlögum.Ríkið ætlar að eyða meira en milljarði króna á dag af sameiginlegum fjármunum, samkvæmt fjárlögum sem Alþingi samþykkti hér í síðustu viku. Þau gera ráð fyrir að heildarútgjöld ríkissjóðs á næsta ári verði 367 milljarðar króna. Í fyrra voru fjárlögin upp á 315 milljarða, aukning ríkisútgjaldanna milli ára nemur 52 milljörðum króna. Svo hratt þenjast ríkisútgjöldin út milli ára að eyðsluaukningin nemur einum milljarði króna í hverri viku ársins. Og þegar þróun ríkisútgjalda síðasta áratug er skoðuð sést að það hefur verið stanslaus aukning. Fyrir tíu árum námu heildarútgjöld ríksins 160 milljörðum króna. Árið 2000 voru þau komin yfir tvöhundruð milljarða, útgjöldin fóru yfir 300 milljarða árið 2004, og ekkert lát hefur síðan verið á útgjaldaaukningunni. Þegar þróun ríkisútgjaldanna er borin saman við þróun vísitölu neysluverðs sést að útgjöldin hafa hækkað langt umfram almenna hækkun verðlags. Raunhækkun ríkisútgjalda á þessum áratug, umfram verðlagsþróun, nemur um 120 milljörðum króna. Svokölluð verðvísitala samneyslu, sem innifelur meðal annars launahækkanir ríkisstarfsmanna, er mikið notuð við framreikning ríkisfjármála, og miðað við hana er raunaukning ríkisútgjalda heldur minni, eða milli 70 og 80 milljarðar á þessum áratug. Ef við lítum svo á að launahækkanir ríkisstarfsmanna umfram almenna verðlagsþróun teljist ekki aukning ríkisumsvifa, þá fæst út sú niðurstaða að ríkisbáknið hafi allan síðasta áratug stækkað um sem nemur verkefnum upp á 150 milljónir króna í hverri viku. Útþenslan nemur nærri einni milljón króna á hverri einustu klukkustund sólarhringsins.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Innlent Fleiri fréttir Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Sjá meira