Innlent

Útboð vegna þriðju kynslóð farsíma

Erlendis hefur þjónusta sem byggir á tækni þriðju kynslóðar farsíma sótt í sig veðrið undanfarið.
Erlendis hefur þjónusta sem byggir á tækni þriðju kynslóðar farsíma sótt í sig veðrið undanfarið. MYND/Vísir

Póst- og fjarskiptastofnun býður innan skamms út tíðnisvið fyrir þriðju kynslóð farsíma. Gert er ráð fyrir að heimildirnar verði gefnar út í apríl á næsta ári en þær gilda í fimmtán ár.

Með þjónustunni, sem byggir á þriðju kynslóð farsíma, verður notendum tryggður hraðari gagnaflutningur en með hefðbundinni farsímaþjónustu sem byggir á GSM tækni. Erlendis hefur þjónusta sem byggir á tækni þriðju kynslóðar farsíma sótt í sig veðrið undanfarið.

Haft verður samráð við hagsmunaaðila og hafa þeir frest til hádegis miðvikudaginn 20. desember 2006 til að skila inn umsögnum, athugasemdum og ábendingum.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×