Innlent

Tekjur 10 þúsund hjóna lækkuðu milli áranna 2004 og 2005

Tekjur um 10 þúsund hjóna, eða fjórðungs þeirra hjóna sem greiddu einhverja vexti vegna íbúðkaupa, lækkuðu milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt útreikingum Fjármálaráðuneytisins.

Fram kemur á vef ráðuneytisins að alls hafi um 40 þúsund hjón greitt einhverja vexti vegna íbúðakaupa þessi ár samkvæmt skattframtölum. Þá hækkuðu tekjur hjá um tíu þúsund hjónum um innan við tíu prósent á milli áranna og átta þúsund hjón báru 10 til 20 prósentum meira úr býtum árið 2004 en 2005. Til samanburðar hækkaði launavísitala um sjö prósent milli áranna. Tölur fjármálaráðuneytisins leiða enn fremur í ljós að þeim hjónum sem höfðu ekki neinar atvinnutekjur fækkaði milli áranna, úr rúmlega 2.000 í 400.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×