Fleiri fréttir

Samþykkt með þriggja atkvæða mun

Félagsráðgjafar hjá Reykjavíkurborg samþykktu nýgerðan kjarasamning sinn við borgina með aðeins þriggja atkvæða meirihluta. 32 af 63 sem greiddu atkvæði um samninginn sögðu já við honum en rétt tæplega helmingur, 29, greiddu atkvæði gegn honum.

Glitnir og Landsbankinn hækka vexti

Bankastjórn Landsbankans hefur ákveðið að hækka vexti íbúðalána um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Ákvörðunin er tekin eftir að Seðlabankinn tilkynnti um 0,75 prósenta hækkun stýrivaxta í morgun.

200 færri á biðlistum LSH

Tvö hundruð færri eru á biðlista eftir skurðaðgerðum á Landspítalanum nú en á sama tíma í fyrra. Þá sýnir bráðabirgðauppgjör fyrir fyrstu tvo mánuði ársins að rekstur spítalans er í jafnvægi.

Áfellisdómur yfir stjórnsýslu Póst- og fjarskiptastofnunar

Úrskurðarnefnd um fjarskipta- og póstmál hefur úrskurðað í ágreiningsmáli Símans og Póst- og fjarskiptastofnunar vegna rekstrargjalds sem stofnunin lagði á Símann. Úrskurðarnefndin komst að þeirri niðurstöðu að Póst- og fjarskiptastofnun hefði brotið gegn jafnræðisreglu Stjórnarskrár Íslands, helstu meginreglum stjórnsýslulaga og lögum sem gilda um Póst- og fjarskiptastofnun.

Búgarðabyggð í Árborg og Ölfusi

Tveir landeigendur í sveitarfélaginu Árborg og Ölfusi bjóða fólki að byggja búgarða, með aðstöðu fyrir útihús og skepnur. Þetta hentar vel fólki sem vill búa í sveit, en þó nálægt þéttbýli. Alls er boðið upp á um eitt hundrað lóðir á um þúsund hekturum.

Hótel Örk yfirtekur rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi

Örkin veitingar ehf. rekstaraðili Hótels Arkar hefur tekið yfir rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi, sem áður var rekið undir merkjum Fosshótela. Hótel Hlíð er 6 km sunnan við Hveragerði og var opnað í janúar 2003.

Sendinefnd Bandaríkjamanna komin til landsins

Háttsett sendinefnd frá bandaríska utanríkisráðuneytinu, varnarmálaráðuneytinu og aðilar frá höfuðstöðvum Evrópudeildar Bandaríkjahers í Stuttgart er komin til Íslands til að sitja fund um tvíhliða varnarviðræður Íslands og Nefndin mun ræða hvernig vörnum Íslands verður háttað í framtíðinni.

Lítil trú á stjórninni

Stuðningsmenn hægriflokka í Ísrael spá því að samsteypustjórn undir forystu Kadima og Olmerts verði skammlíf, og enn skammlífari verði Palestínumönnum afhentur hluti af Vesturbakkanum.

Fá 30 daga frest

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið stefni ekki á að verða kjarnorkuríki. Íranar segja það rétt þjóðarinnar að framleiða úran og segjast ekki hræðast hótanir Vesturvelda

Landið fýkur burt

Moldrok ágerist nú með hverjum deginum ofan af Haukadalsheiði og hálendinu þar fyrir ofan, yfir Gullfoss- og Geysissvæðið og austanverðar Biskupstungur. Snjókoman, sem verið hefur á Norðurlandi, nær ekki suður á sunnanvert hálendið, svo þar skrælþornar jarðvegur og fýkur í minnsta vindi. Nokkur norðanstrekkingur hefur hinsvegar verið á svæðinu í nokkra daga og segja heimamenn að moldrokið nú sé með mesta móti, miðað við undanfarin ár, sem veit á mikinn uppblástur gróðurlendis

Vilja að ríkið bjóði út eldsneyti

Framkvæmdastjóri Atlantsolíu segir Ríkiskaup ekki vilja ræða við fyrirtækið um hugsanlegt útboð á eldsneytiskaupum fyrir ríkið. Hann segir undarlegt að ríkið vilji áfram eiga viðskipti við stóru olíufélögin í ljósi þess að ríkisstjórnin hafi ákveðið að leita réttar síns vegna meints ólöglegs samráðs þeirra.

MS flytur og störfum fækkar

Starfsmönnum Mjólkursamsölunnar í Reykjavík mun fækka um fjörutíu á næstunni, þegar mjólkurpökkunin verður flutt austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna, að því er Guðbrandur Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynnti á starfsmannafundi í morgun.

Ráðherrar neita ábyrgð

Hvorki heilbrigðisráðherra né fjármálaráðherra segjast bera ábyrgð á kjarasamningum við starfsfólk á hjúkrunarheimilum, sem fór í setuverkfall í gær. Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í morgun að fjármálaráðherra gæti ekki hlaupist undan ábyrgð í þessu máli.

Skemmdarverk í Vogum

Þrjár rúður voru brotnar í nótt í flutningabíl sem flytja átti stóran tank frá Vogum á Vatnsleysuströnd til álversins á Grundartanga. Bíllinn hefur staðið ferðbúinn alla vikuna með tankinn en ekki getað lagt af stað vegna vinds. Skemmdarverkin koma sér mjög illa vegna þess að erfitt er að flytja bílinn til þess að láta laga rúðurnar. Málið er í rannsókn.

Harma starfslok hjúkrunarforstjóra

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar þær aðstæður sem leiddu til starfsloka hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna og Sankti Jósefsspítala. Félagið skorar á stjórnvöld að gera sérstaka þjónustusamninga um rekstur öldrunarstofnana þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustu, sem og þann mannafla sem þarf til að tryggja viðeigandi þjónustu.

Alþjóðlegt skíðamót í Bláfjöllum

Icelandair Cup mótaröðin hefur verið flutt frá Akureyri vegna veðurs um helgina og verður haldin í Bláfjöllum. Þar er nú nægur snjór til mótahalds en annars er ekki opið í lyfturnar fyrir almenna skíðamenn. Keppt verður í tveimur svigmótum í dag og einu í Kóngsgili á morgun.

Til bjargar íslenskum ljóðum

Nýhil hyggur á nútímahandritasöfnun til bjargar ljóðabókum sem grotna í kjöllurum landsmanna. Í fréttatilkynningu frá þeim er lýst eftir óseldum upplögum frá útgefendum sem eru búnir að leggja upp laupana eða bókum sem fólk hefur framleitt og selt á eigin vegum. Ljóðin og önnur list verða til sölu í fyrirhugaðri ljóða- og listabúð samtakanna sem opnar á næstu vikum.

Stýrivextir hækkaðir um 75 punkta

Bankastjórn Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka stýrivexti um 75 punkta frá og með 4. apríl. Eftir hækkun verða stýrivextir bankans 11,5 prósent. Aðrir vextir bankans verða einnig hækkaðir um 0,75 prósentustig frá 1. apríl.

Minna tóbak til unglinga

Forvarnarnefnd Hafnarfjarðar kannaði í liðinni viku hversu margir sölustaðir seldu unglingum tóbak. Af 23 sölustöðum gátu tvær 15 ára tálbeitur keypt tóbak á 7 stöðum. Síðast þegar sambærileg könnun fór fram féllu 59% sölustaða á prófinu en rétt um 30% núna og því ljóst að kaupmenn eru að taka sig á. En betur má ef duga skal. .

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest

Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur veitt Íran 30 daga frest til að sannfæra ráðið um að landið ætli ekki að hefja framleiðslu á kjarnavopnum. Öryggisráðið krafðist þess í fyrsta skipti í gær að Íranar falli frá þeim hluta kjarnorkuáætlunar sinnar sem geri þeim kleift að smíða kjarnorkuvopn.

Hluti af starfsemi MS fer á Selfoss

Búist er við að Guðbrandur Sigurðsson forstjóri Mjólkursamsölunnar tilkynni á starfsmannafundi klukkan níu, að verulegur hluti starfsseminnar verði fluttur austur á Selfoss í Mjólkurbú Flóamanna.

Á hundrað níutíu og fjögurra kílómetra hraða

Sportbíll mældist á hundrað níutíu og fjögurra kílómetra hraða á Vesturlandsvegi í nótt, en ökumaður virti stöðvunarmerki lögreglumanna að vettugi og hvarf þeim sýn á svip stundu, þótt þeir reyndu að veita honum eftirför.

Línuskipið Tjaldur tók niðri í Eyjafirði

Línuskipið Tjaldur tók niðri innarlega í Eyjafirði snemma í morgun þegar skipið var að koma úr róðri og kallaði skipstjóri á aðstoð hafnsögubátsins á Akureyri. Hann náði skipinu strax út, sem sigldi fyrir eigin vélarafli til hafnar og verður botninn kannaður í dag.

Þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust

Um þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust í Yunnan héraði í Kína í gærkvöld. Rútan steyptist ofan í 100 metra djúpan dal við borgina Zhaotong en alls var þrjátíu og einn maður innanborðs. Barn er meðal hinna slösuðu og liggur það í dái. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.

Enginn mun njóta friðhelgi

Enginn mun njóta friðhelgi sem ákærður hefur verið fyrir að fremja voðaverk fyrir herforingjastjórn Augusto Pinochet á árunum 1973-1990. Frá þessu greindi Michelle Bachelet, forseti Chile við vígsluathöfn minnisvarða um fórnarlömb Pinochet stjórnarinnar í gær.

Þrjú innbort voru framin í söluturna

Þrjú innbort voru framin í söluturna í austurborginni í nótt og meðal annars stolið tóbaki og skiptimynt. Lögreglan útilokar ekki að sömu menn hafi verið að verki í öllum tilvikum, en engin hefur enn verið handtekinn vegna innbrotanna.

Eldur í Strikinu á Akureyri

Nokkurt tjón varð á veitingastaðnum Strikinu á Akureyri, sem áður hét Fiðlarinn, þegar eldur kviknaði við grillið þar í gærkvöld. Staðurinn var þegar rýmdur og þurftu slökkviliðsmenn að rjúfa vegg til að komast að rótum eldsins, en eftir það gekk slökkvistarf vel.

Varnarmál rædd í sumarskóla Háskóla Íslands

Áhrif breytinga í varnarmálum á Ísland og önnur smáríki í Evrópu er meðal þess sem rætt verður í sumarskóla Smáríkjaseturs Háskóla Íslands, sem hefur nú hlotið styrk frá Evrópusambandinu. Nokkrir helstu fræðimenn á sviði Evrópufræða og smáríkjarannsókna miðla þar þekkingu sinni til íslenskra og erlendra nema.

Mikið um sinuelda af mannavöldum

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út fjórum sinnum í kvöld vegna sinuelda sem kviknað höfðu af manna völdum. Sinueldarnir, sem kveiktir voru í Hafnarfirði og Breiðholti, voru allir smáeldar sem greiðlega gekk að slökkva.

Eldur á veitingastaðnum Strikinu

Slökkvilið Akureyrar var kallað út á níunda tímanum í kvöld vegna reyks sem lagði úr vegg í eldhúsi veitingastaðarins Strikið á Akureyri. Veitingastaðurinn var rýmdur sökum þessa en ekki reynist vera um mikinn eld að ræða og var engum hætta búin. Járnplötur voru rifnar frá veggnum og reyndust vera smávægilegar skemmdir í veggnum þar sem eldurinn hafði kviknað.

Munur á ævilengd karla og kvenna minnkar enn

Munur á ævilengd karla og kvenna hér á landi minnkar enn. Þetta kemur fram í nýjum tölum frá Hagstofunni. Þá er Ísland með lægstu tíðni yfir ungbarnadauða í heiminum.

Óánægja með frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra

Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins hefur ekki samþykkt frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra um Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Óánægja er innan flokksins með hvernig staðið var að kynningu frumvarpsins en málið var rætt á þingflokksfundi nú undir kvöldið.

Mómælendur ekki á því að gefast upp í París

Brotnar rúður og málningarslettur úti um allt, voru það sem blasti við íbúum Parísar þegar þeir héldu til vinnu í morgun. Nærri fimm hundruð manns voru handteknir í miklum mótmælum í höfuðborginni í gær.

Mikill áhugi fyrir listdansi hér á landi

Það vantar ekki listdansáhugann hjá nemendum Stúdentadansflokksins sem samhliða dansnáminu stunda allir krefjandi háskólanám. Stúdentadansflokkurinn var stofnaður formlega 1. febrúar síðastliðinn en það er Margrét Anna Einarsdóttir sem á veg og vanda að stofnun hans.

Aflaheimildir af norsk-íslenskri síld hækka um 35,22%

Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að hækka aflaheimildir af norsk-íslenskri síld um 35,22 prósent á þessu ári. Í tilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2006 hafi þessi ákvörðun verið tekin.

Gögn styðja ekki Vilhjálm segir Ríkisendurskoðun

Ríkisendurskoðun telur sig hafa fengið óyggjandi upplýsingar og gögn sem hreki fullyrðingar Vilhjálms Bjarnasonar um að þýski bankinn Hauck og Afhauser hafi ekki getað átt hlut í Búnaðarbankanum í gegnum Eglu.

Landsbjörg í gæslueftirlit

Landhelgisgæslan á í viðræðum við björgunarsveitir landsins um þátttöku þeirra í eftirliti á íslensku hafsvæði. Aðmíráll bandarísku strandgæslunnar hafði óvænt viðdvöl hér á landi í gær og ræddi við forstjóra gæslunnar um samstarf.

Staðlausir stafir um að ekki mætti skilja grunnnetið frá

Ráðamenn héldu fram staðlausum stöfum og tómri vitleysu þegar þeir sögðu nauðsynlegt að selja grunnnetið með þegar Landssíminn var einkavæddur. Þetta segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður Framsóknarflokksins, í ljósi viðræðna Símans og Orkuveitu Reykjavíkur um hugsanlega sölu grunnnetsins.

Álver í Helguvík á fleygiferð

Viðræður um að flýta smíði álvers í Helguvík eru komnar á fulla ferð með þátttöku Orkuveitu Reykjavíkur. Það gerist þrátt fyrir andstöðu vinstri grænna í meirihlutasamstarfi í borgarstjórn Reykjavíkur. Verkalýðsfélög á Suðurnesjum skoruðu í dag á Orkuveituna að koma að verkefninu. Búist er við að það skýrist í næstu viku hver þáttur Orkuveitunnar geti orðið í rafmagnssölu til álversins.

Annað setuverkfall í næstu viku

Einungis grunnþörfum heimilisfólks var sinnt á átta dvalarheimilum aldraðra í dag vegna setuverkfalls ófaglærðra starfsmanna. Annað setuverkfall hefur verið boðað í næstu viku sem standa á í tvo sólarhringa.

Sjá næstu 50 fréttir