Innlent

Harma starfslok hjúkrunarforstjóra

MYND/Heiða Helgadóttir

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga harmar þær aðstæður sem leiddu til starfsloka hjúkrunarforstjóra Hrafnistuheimilanna og Sankti Jósefsspítala. Félagið skorar á stjórnvöld að gera sérstaka þjónustusamninga um rekstur öldrunarstofnana þar sem skýrt verði kveðið á um gæði og magn þjónustu, sem og þann mannafla sem þarf til að tryggja viðeigandi þjónustu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×