Innlent

Glitnir og Landsbankinn hækka vexti

Íbúðalán landsmanna verða dýrari eftir vaxtahækkanir bankanna, þó ekki þau lán sem hafa þegar verið tekin.
Íbúðalán landsmanna verða dýrari eftir vaxtahækkanir bankanna, þó ekki þau lán sem hafa þegar verið tekin.

Bankastjórnir Landsbankans og Glitnis hafa ákveðið að hækka vexti íbúðalána eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Landsbankinn hækkar íbúðalánavexti sína um 0,25 prósentustig og verða þeir nú 4,7 prósent. Glitnir hækkar vexti íbúðalána sinna um 0,12 prósent, úr 4,48 prósentum í 4,60 prósent.

Vextir óverðtryggðra lána Landsbankans hækka um 0,75 prósent, jafn mikið og stýrivextir Seðlabankans. Glitnir hækkar vexti óverðtryggðra lána um 0,7 til 0,75 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×