Fleiri fréttir Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna ráns í Mosfellsbæ Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa framið rán, í félagi við tvo aðra, í bensínafgreiðslustöð í Mosfellsbæ síðastliðið sunnudagskvöld. Maðurinn var einn þegar hann réðst til atlögu en hann er grunaður um að hafa numið á brott með sér á milli 50.000 til 60.000 krónur í reiðufé. Það er mat lögreglu að rannsóknarhagsmunir séu það ríkir á þessu stigi málsins og hinn grunaði geti torveldað rannsókn málsins fái hann að ganga laus á meðan á rannsókn stendur. Hinn grunaði skal því sæta gæsluvarðhaldi fram til 3. apríl næstkomandi. 29.3.2006 17:45 Samruni grunnneta til Samkeppnisstofnunar Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að hugsanlegur samruni eða samvinna Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um grunnnet í jörðu hljóti að koma inn á borð Samkeppnisstofnunar ef af verður. 29.3.2006 17:30 Fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunnar Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunnar með sjö skilyrðum. Úrskurður stofnunarinnar er samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og má finna í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnuar; www. skipulag.is. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur fram til 2. maí næstkomandi. 29.3.2006 17:21 Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum. 29.3.2006 17:13 Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi. 29.3.2006 17:10 Gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla. 29.3.2006 17:00 Þurfum að fjölga líffæragjöfum Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að samgönguráðherra tryggi með reglugerð um ökuskírteini að á þeim séu upplýsingar um vilja til líffæragjafar. Á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndum. Hér deyja fleiri sem bíða eftir líffæraflutningi heldur en þeir sem fá þau líffæri sem þeir þurfa. 29.3.2006 17:00 Nýr sendiherrabústaður opnaður í Berlín Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær. Það eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson sem teiknuðu húsið en þau hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni árið 2003. 29.3.2006 16:56 Leikskólagjöld lækkuð í Kópavogi Leikskólanefnd Kópavogs samþykkti fyrr í dag að lækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu um þrjátíu prósent. Lækkunin tekur gildi eftir tvo daga, þann fyrsta apríl. 29.3.2006 16:15 Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins. 29.3.2006 15:58 Áfrýja ákvörðun um afnám hámarkstaxta Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um afnám hámarkstaxta leigubifreiða til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá hyggst leigubílastöðin Hreyfill sækja um undanþágu til eftirlitsins til að halda áfram að styðjast við samræmda gjaldskrá 29.3.2006 15:56 Starfshópur gerir tillögur að tryggu netsambandi Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögu að því hvernig tryggja megi varanetsamband við útlönd í framtíðinni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, um hvernig tryggja ætti netsamband við útlönd. 29.3.2006 15:08 Dæmd fyrir vopnaeign og fíkniefni Maður og kona voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands fyrir fíkniefnabrot og geymslu á vopnum án tilskilinna leyfa. Maðurinn var dæmdur í 150 þúsund króna sekt og konan dæmd til að greiða 400 þúsund króna sekt. 29.3.2006 14:50 Eldur í sinu Sinueldur kom upp fyrir ofan Grafarholt rétt um hádegisbilið og barst reykur yfir efstu hús. Að sögn slökkviliðsins náði eldurinn talsverðri útbreiðslu og mikill reykur steig til himins. Eldurinn barst þó ekki nærri húsum og var því ekki hætta á ferðum. 29.3.2006 14:45 Dæmdur í 140.000 króna sekt Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 140 þúsund krónur í sekt og svipt hann ökuréttindum í sex mánuði fyrir að aka bíl sínum undir áhrifum lyfja og örvandi efna. 29.3.2006 14:42 Skammvinnt rafmagnsleysi við Elliðavatn Rafmagnslaust varð í byggðum við Elliðavatn um hálftvö eftir að grafið var í háspennustreng í Norðlingaholti. Rafmagnslaust varð í húsum við Hvörf og Vöð enstarfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru snöggir að kippa málum í liðinn og var rafmagn aftur komið á um hálfri klukkustund eftir að rafmagnslaust varð. 29.3.2006 14:15 Óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði fyrir bí Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði lögð af með nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu stofnunarinnar og fleiri stofnana í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þrátt fyrir að bankarnir hafi aukið lánastarfsemi sína úti á landi séu veik svæði sem stofnun eins og Byggðastofnun verði að sinna. 29.3.2006 14:00 Háspennubilun í Norðlingaholti Háspennubilun varð í Norðlingaholti fyrir stundu. Rafmagnslaust er í byggðum við Elliðavatn, í Vöðum og Hvörfum. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að leit að biluninni standi yfir og verði rafmagni komið á eins fljótt og auðið er. 29.3.2006 13:58 Utanríkisstefna mótuð í lokuðum hópi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar, að stefnumótun íslenskrar utanríkisþjónustu sé of lokuð, hún fari eingöngu fram innan veggja Utanríkisráðuneytisins og taki ekki mið af sjónarmiðum utanríkismálanefndar þingsins, félagasamtaka eða almennings. Þetta kom fram á fyrirlestri hennar hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær. 29.3.2006 13:55 Snarpur skjálfti í Japan í morgun Jarðskjálfti upp á fimm stig mældist 80 kílómetra undir sjávarbotni í um 240 kílómetra fjarlægð norðaustur af Tókýó, höfuðborgar Japans í dag. Að sögn japönsku veðurstofunnar er enginn hætta á flóðbylgjum. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki en mikið er um jarðskjálfta í Japan enda liggur landið á fjórum flekaskilum. 29.3.2006 13:45 Hvatti Ísraela til að láta af einhliða ákvörðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í morgun að niðurstaða kosninganna í Ísrael í gær breytti sáralitlu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, þar til Ehud Olmert breyti stefnu sinni um einhliða ákvarðanir Ísraela varðandi framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu. 29.3.2006 13:15 Kosningaþátttaka í Ísrael aldrei minni Kosningaþátttaka í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í gær, er sú allra minnsta í sögu landsins. Kadima-flokkurinn bar sigur af hólmi, hann náði þó ekki meirihluta og mun að öllum líkindum mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. 29.3.2006 13:00 Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær. 29.3.2006 12:45 Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins. 29.3.2006 12:40 Villepin tilbúinn að gera breytingar á vinnulöggjöf Franska lögreglan handtók í gær yfir sex hundruð manns vegna mótmæla við fyrirhugaða vinnulöggjöf í landinu. Forsætisráðherrann segist nú, í fyrsta sinn, tilbúinn að gera breytingar á lögunum. 29.3.2006 12:30 Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis er farin að sýna á sér nýjar hliðar, en Icelandair er eini auglýsandinn í Morgunblaðinu í dag. Icelandair Group keypti allt auglýsingapláss í Morgunblaðinu í dag. 29.3.2006 12:15 Þyngri refsingar við heimilisofbeldi Með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður heimilt að þyngja refsingar fyrir ofbeldi sem á sér stað inni á heimili. Hingað til hefur ekki verið gerður greinarmunur á ofbeldi sem á sér stað inni á heimili og öðrum ofbeldisverkum. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þó ekki gengið nógu langt. 29.3.2006 12:10 Setuverkfall starfsmanna hjá dvalarheimilum hófst á miðnætti Um níu hundruð ófaglærðir starfsmenn hjá dvalarheimilum hófu setuverkfall á miðnætti til að mótmæla mun á launum þeirra og fólks sem starfar við sömu störf hjá Reykjavíkurborg. 29.3.2006 12:10 Varnarliðið sagðist ekki aflögufært með þyrlur Varnarliðið gat ekki orðið við beiðni Landhelgisgæslunnar í gærmorgun um að senda þyrlur með í björgunarleiðangur minni þyrlu Gæslunnar norður fyrir land við hættuleg skilyrði. Það sagðist ekki vera aflögufært með þyrlur þar sem aðeins tvær væru til taks í stað fjögurra venjulega. 29.3.2006 12:07 Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins. 29.3.2006 10:55 Rammagerðin og Sjóklæðagerðin í Leifsstöð Rammagerðin og Sjóklæðagerðin hefja verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu mánaðamót um leið og Íslenskur markaður hverfur úr flugstöðinni. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður. 29.3.2006 10:32 Rannsókn á banaslysi á Kárahnjúkum enn í gangi Enn er ekki ljóst hvað olli því að sprengihleðsla í aðgöngum 4 neðan við Desjarárstíflu á Kárahnjúkasvæðinu sprakk með þeim afleiðingum að stórt grjót hrundi ofan á ungan mann og hann lést. Lögregla og vinnueftirlit rannsaka málið og að sögn Óskars Bjartmars, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, er ekki ljóst hvenær rannsókn lýkur. 29.3.2006 10:09 Áætlun vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Norðuráls og ráðgjafafyrirtækisins HRV að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum álvers við Hegluvík. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir. 29.3.2006 09:28 Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði. 29.3.2006 09:15 Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn. 29.3.2006 09:00 Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun. 29.3.2006 08:49 Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. 29.3.2006 07:51 Sýslumaður og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði deila um vínveitingaleyfi Deilur bæjaryfirvalda á Seyðisfirði og sýslumanns um vínveitingar á Kaffi Láru, eru farnar að snúast um heiður bæjaryfirvalda. Á síðasta fundi bæjarráðs, var samþykkt að óska eftir fundi með starfandi sýslumanni vegna þeirra ummæla hans að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald. 29.3.2006 06:44 Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu í dag Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu og á miðhálendinu í dag. Éljagangur eða skafrenningur norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og stöku él suðvestantil. Fer heldur að draga úr vindi í kvöld. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars vægt frost. 29.3.2006 06:21 Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir. 29.3.2006 06:20 Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran. 29.3.2006 06:17 Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið og var bundið fyrir augu sumra þeirra. Kennsl hafa ekki verið borin á mennina en flestir íbúar hverfisins þar sem þeir fundust eru súnnítar. 29.3.2006 06:15 Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu. 29.3.2006 06:13 Kadimaflokkurinn vann flest þingsæti Flokkur Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels, Kadimaflokkurinn, vann flest þingsæti í þingkosningunum sem haldnar voru í Ísrael í gær. 29.3.2006 06:10 Engar athugasemdir við byggingu tónlistarhússins Engar athugasemdir bárust við byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem rísa mun í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar sem lauk um kvöldmatarleytið. 28.3.2006 22:23 Sjá næstu 50 fréttir
Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald vegna ráns í Mosfellsbæ Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhald yfir manni sem grunaður er um að hafa framið rán, í félagi við tvo aðra, í bensínafgreiðslustöð í Mosfellsbæ síðastliðið sunnudagskvöld. Maðurinn var einn þegar hann réðst til atlögu en hann er grunaður um að hafa numið á brott með sér á milli 50.000 til 60.000 krónur í reiðufé. Það er mat lögreglu að rannsóknarhagsmunir séu það ríkir á þessu stigi málsins og hinn grunaði geti torveldað rannsókn málsins fái hann að ganga laus á meðan á rannsókn stendur. Hinn grunaði skal því sæta gæsluvarðhaldi fram til 3. apríl næstkomandi. 29.3.2006 17:45
Samruni grunnneta til Samkeppnisstofnunar Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að hugsanlegur samruni eða samvinna Orkuveitu Reykjavíkur og Símans um grunnnet í jörðu hljóti að koma inn á borð Samkeppnisstofnunar ef af verður. 29.3.2006 17:30
Fallist á stækkun Hellisheiðarvirkjunnar Skipulagsstofnun hefur fallist á fyrirhugaða stækkun Hellisheiðarvirkjunnar með sjö skilyrðum. Úrskurður stofnunarinnar er samkvæmt lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum og má finna í heild sinni á heimasíðu Skipulagsstofnuar; www. skipulag.is. Úrskurðinn má kæra til umhverfisráðherra og er kærufrestur fram til 2. maí næstkomandi. 29.3.2006 17:21
Óskað eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Jafnréttisnefnd Reykjavíkurborgar óskar eftir tilnefningum til jafnréttisverðlauna Reykjavíkurborgar sem veitt verða 1. maí næstkomandi en þetta er í fyrsta sinn sem verðlaunin eru veitt. Tilgangur verðlaunanna er að vekja athygli á því sem vel er gert og vera hvatning þeim sem vinna ötullega að jafnréttismálum. 29.3.2006 17:13
Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári Komum í Kvennaathvarfið fjölgaði á síðasta ári miðað við fyrri ár. Þetta kemur fram í nýútkominni skýrslu Samtaka um kvennaathvarf fyrir árið 2005. Þar kemur einnig fram að aukningin gefi til kynna að kynbundið ofbeldis sé enn stórt vandamál í samfélaginu og það fari ekki minnkandi. 29.3.2006 17:10
Gott að búa í Skagafirði Níu af hverjum tíu íbúum í Skagafirði eru ánægðir með að búa í Skagafirðinum. Þetta kemur fram í könnun sem IMG-Gallup vann fyrir sveitafélagið nýverið og var úrtakið 1200 manns. Íbúar eru almennt mjög ánægðir með þjónustu sveitafélagsins líkt og leik-, grunn- og framhaldsskóla. 29.3.2006 17:00
Þurfum að fjölga líffæragjöfum Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, vill að samgönguráðherra tryggi með reglugerð um ökuskírteini að á þeim séu upplýsingar um vilja til líffæragjafar. Á Íslandi eru líffæragjafir fátíðari en annars staðar á Norðurlöndum. Hér deyja fleiri sem bíða eftir líffæraflutningi heldur en þeir sem fá þau líffæri sem þeir þurfa. 29.3.2006 17:00
Nýr sendiherrabústaður opnaður í Berlín Geir H. Haarde utanríkisráðherra opnaði formlega nýjan sendiherrabústað í Berlín í gær. Það eru arkitektarnir Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Davíð Jóhannesson sem teiknuðu húsið en þau hlutu fyrstu verðlaun fyrir tillögu sína í opinni samkeppni árið 2003. 29.3.2006 16:56
Leikskólagjöld lækkuð í Kópavogi Leikskólanefnd Kópavogs samþykkti fyrr í dag að lækka leikskólagjöld í sveitarfélaginu um þrjátíu prósent. Lækkunin tekur gildi eftir tvo daga, þann fyrsta apríl. 29.3.2006 16:15
Upplýsingasíða um fuglaflensu opnuð í dag Upplýsingasíða um fuglaflensu hefur verið opnuð en það er Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins sem hefur umsjón með síðunni í umboði borgarstjóra Reykjavíkur og bæjarstjóra sex sveitafélaga á höfuðborgarsvæðinu. Slóð síðunnar er fugleflensa.is en markmið með síðunni er að auðvelda fólki aðgang að réttum upplýsingum um fuglaflensu, hvað sé verið að gera, hvað beri að varast og hvers megi vænta ef fuglaflensan berst hingað til landsins. 29.3.2006 15:58
Áfrýja ákvörðun um afnám hámarkstaxta Bandalag íslenskra leigubifreiðastjóra hefur áfrýjað ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um afnám hámarkstaxta leigubifreiða til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Þá hyggst leigubílastöðin Hreyfill sækja um undanþágu til eftirlitsins til að halda áfram að styðjast við samræmda gjaldskrá 29.3.2006 15:56
Starfshópur gerir tillögur að tryggu netsambandi Samgönguráðherra hefur skipað starfshóp sem gera á tillögu að því hvernig tryggja megi varanetsamband við útlönd í framtíðinni. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar, Samfylkingunni, um hvernig tryggja ætti netsamband við útlönd. 29.3.2006 15:08
Dæmd fyrir vopnaeign og fíkniefni Maður og kona voru dæmd í Héraðsdómi Vesturlands fyrir fíkniefnabrot og geymslu á vopnum án tilskilinna leyfa. Maðurinn var dæmdur í 150 þúsund króna sekt og konan dæmd til að greiða 400 þúsund króna sekt. 29.3.2006 14:50
Eldur í sinu Sinueldur kom upp fyrir ofan Grafarholt rétt um hádegisbilið og barst reykur yfir efstu hús. Að sögn slökkviliðsins náði eldurinn talsverðri útbreiðslu og mikill reykur steig til himins. Eldurinn barst þó ekki nærri húsum og var því ekki hætta á ferðum. 29.3.2006 14:45
Dæmdur í 140.000 króna sekt Héraðsdómur Suðurlands dæmdi í dag karlmann til að greiða 140 þúsund krónur í sekt og svipt hann ökuréttindum í sex mánuði fyrir að aka bíl sínum undir áhrifum lyfja og örvandi efna. 29.3.2006 14:42
Skammvinnt rafmagnsleysi við Elliðavatn Rafmagnslaust varð í byggðum við Elliðavatn um hálftvö eftir að grafið var í háspennustreng í Norðlingaholti. Rafmagnslaust varð í húsum við Hvörf og Vöð enstarfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur voru snöggir að kippa málum í liðinn og var rafmagn aftur komið á um hálfri klukkustund eftir að rafmagnslaust varð. 29.3.2006 14:15
Óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði fyrir bí Þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi óttast að starfsemi Byggðastofnunar verði lögð af með nýju frumvarpi iðnaðar- og viðskiptaráðherra um sameiningu stofnunarinnar og fleiri stofnana í Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þrátt fyrir að bankarnir hafi aukið lánastarfsemi sína úti á landi séu veik svæði sem stofnun eins og Byggðastofnun verði að sinna. 29.3.2006 14:00
Háspennubilun í Norðlingaholti Háspennubilun varð í Norðlingaholti fyrir stundu. Rafmagnslaust er í byggðum við Elliðavatn, í Vöðum og Hvörfum. Í tilkynningu frá Orkuveitunni kemur fram að leit að biluninni standi yfir og verði rafmagni komið á eins fljótt og auðið er. 29.3.2006 13:58
Utanríkisstefna mótuð í lokuðum hópi Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingkona Samfylkingar, að stefnumótun íslenskrar utanríkisþjónustu sé of lokuð, hún fari eingöngu fram innan veggja Utanríkisráðuneytisins og taki ekki mið af sjónarmiðum utanríkismálanefndar þingsins, félagasamtaka eða almennings. Þetta kom fram á fyrirlestri hennar hjá Félagi Sameinuðu þjóðanna í gær. 29.3.2006 13:55
Snarpur skjálfti í Japan í morgun Jarðskjálfti upp á fimm stig mældist 80 kílómetra undir sjávarbotni í um 240 kílómetra fjarlægð norðaustur af Tókýó, höfuðborgar Japans í dag. Að sögn japönsku veðurstofunnar er enginn hætta á flóðbylgjum. Engar fréttir hafa borist af skemmdum eða slysum á fólki en mikið er um jarðskjálfta í Japan enda liggur landið á fjórum flekaskilum. 29.3.2006 13:45
Hvatti Ísraela til að láta af einhliða ákvörðunum Mahmoud Abbas, leiðtogi Palestínumanna, sagði í morgun að niðurstaða kosninganna í Ísrael í gær breytti sáralitlu í samskiptum Ísraela og Palestínumanna, þar til Ehud Olmert breyti stefnu sinni um einhliða ákvarðanir Ísraela varðandi framtíðarlandamæri Ísraels og Palestínu. 29.3.2006 13:15
Kosningaþátttaka í Ísrael aldrei minni Kosningaþátttaka í ísraelsku þingkosningunum sem fram fóru í gær, er sú allra minnsta í sögu landsins. Kadima-flokkurinn bar sigur af hólmi, hann náði þó ekki meirihluta og mun að öllum líkindum mynda samsteypustjórn með Verkamannaflokknum. 29.3.2006 13:00
Áhugi á samstarfi tengist brottflutningi Varnarliðsins Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, telur aukinn áhuga yfirmanns bandarísku strandgæslunnar á samstarfi við Landhelgisgæsluna, vera í samhengi við brottflutning Varnarliðsins héðan. Georg var með skömmum fyrirvara boðaður til fundar við yfirmann strangdgæslunnar í gær. 29.3.2006 12:45
Ekkert nýtt komið fram í gögnum Vilhjálms Ríkisendurskoðun telur ekkert koma fram í gögnum Vilhjálms Bjarnasonar, aðjúnkts við Háskóla Íslands, vegna sölu ríkisins á hlut sínum í Búnaðarbankanum sem styðji þær víðtæku ályktanir sem Vilhjálmur dragi af gögnum. Þetta kemur fram í athugasemdum sem Ríkisendurskoðun hefur sent formanni fjárlaganefndar vegna málsins. 29.3.2006 12:40
Villepin tilbúinn að gera breytingar á vinnulöggjöf Franska lögreglan handtók í gær yfir sex hundruð manns vegna mótmæla við fyrirhugaða vinnulöggjöf í landinu. Forsætisráðherrann segist nú, í fyrsta sinn, tilbúinn að gera breytingar á lögunum. 29.3.2006 12:30
Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis Harðnandi samkeppni í flugi hérlendis er farin að sýna á sér nýjar hliðar, en Icelandair er eini auglýsandinn í Morgunblaðinu í dag. Icelandair Group keypti allt auglýsingapláss í Morgunblaðinu í dag. 29.3.2006 12:15
Þyngri refsingar við heimilisofbeldi Með frumvarpi sem nú liggur fyrir Alþingi verður heimilt að þyngja refsingar fyrir ofbeldi sem á sér stað inni á heimili. Hingað til hefur ekki verið gerður greinarmunur á ofbeldi sem á sér stað inni á heimili og öðrum ofbeldisverkum. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, segir þó ekki gengið nógu langt. 29.3.2006 12:10
Setuverkfall starfsmanna hjá dvalarheimilum hófst á miðnætti Um níu hundruð ófaglærðir starfsmenn hjá dvalarheimilum hófu setuverkfall á miðnætti til að mótmæla mun á launum þeirra og fólks sem starfar við sömu störf hjá Reykjavíkurborg. 29.3.2006 12:10
Varnarliðið sagðist ekki aflögufært með þyrlur Varnarliðið gat ekki orðið við beiðni Landhelgisgæslunnar í gærmorgun um að senda þyrlur með í björgunarleiðangur minni þyrlu Gæslunnar norður fyrir land við hættuleg skilyrði. Það sagðist ekki vera aflögufært með þyrlur þar sem aðeins tvær væru til taks í stað fjögurra venjulega. 29.3.2006 12:07
Hagnaður H&M eykst um 20 milljarða Hagnaður sænsku fataverslunarkeðjunnar Hennes & Mauritz, H&M jókst um 20 prósent á fyrsta ársfjórðungi og nam 16,7 milljörðum íslenskra króna. H&M opnaði sex verslanir og lokaði þremur á fyrsta ársfjórðungi fjárhagsársins. 29.3.2006 10:55
Rammagerðin og Sjóklæðagerðin í Leifsstöð Rammagerðin og Sjóklæðagerðin hefja verslunarrekstur í Flugstöð Leifs Eiríkssonar um næstu mánaðamót um leið og Íslenskur markaður hverfur úr flugstöðinni. Samningur þar að lútandi hefur verið undirritaður. 29.3.2006 10:32
Rannsókn á banaslysi á Kárahnjúkum enn í gangi Enn er ekki ljóst hvað olli því að sprengihleðsla í aðgöngum 4 neðan við Desjarárstíflu á Kárahnjúkasvæðinu sprakk með þeim afleiðingum að stórt grjót hrundi ofan á ungan mann og hann lést. Lögregla og vinnueftirlit rannsaka málið og að sögn Óskars Bjartmars, yfirlögregluþjóns á Egilsstöðum, er ekki ljóst hvenær rannsókn lýkur. 29.3.2006 10:09
Áætlun vegna umhverfismats álvers í Helguvík lögð fram Skipulagsstofnun hefur borist tillaga Norðuráls og ráðgjafafyrirtækisins HRV að áætlun vegna mats á umhverfisáhrifum álvers við Hegluvík. Allir hafa rétt á að kynna sér tillöguna og gera athugasemdir. 29.3.2006 09:28
Ófært á heiðum á Vestfjörðum og Norðurlandi Vegagerðin segir ófært um Klettsháls, Dynjandis - og Hrafnseyrarheiði og um Eyrarfjall á Vestfjörðum. Þá er þæfingsfærð í Ísafjarðardjúpi og þungfært á Steingrímsfjarðarheiði en mokstur stendur yfir. Éljagangur, skafrenningur og hálka er á vegum um allt norðanvert landið og ófært er um Þverárfjall og Lágheiði. 29.3.2006 09:15
Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn. 29.3.2006 09:00
Ætla að birta fleiri myndir frá Abu Ghraib Bandarísk stjórnvöld ætla að gera ljósmyndir sem sýna bandaríska hermenn kvelja fanga í Abu Ghraib fangelsinu í Bagdad, opinberar. Frá þessu greindu Bandarísku borgararéttindasamtökin í morgun. 29.3.2006 08:49
Rætt við bandarísku strandgæsluna um möguleika á samstarfi Yfirmaður bandarísku strandgæslunnar, Thomas Collins, flotaforingi átti í gær fund með Georg Lárussyni forstjóra Landhelgisgæslunnar þar sem þeir ræddu möguleikana á nánari samvinnu þessara tveggja stofnana. 29.3.2006 07:51
Sýslumaður og bæjaryfirvöld á Seyðisfirði deila um vínveitingaleyfi Deilur bæjaryfirvalda á Seyðisfirði og sýslumanns um vínveitingar á Kaffi Láru, eru farnar að snúast um heiður bæjaryfirvalda. Á síðasta fundi bæjarráðs, var samþykkt að óska eftir fundi með starfandi sýslumanni vegna þeirra ummæla hans að hann telji bæjaryfirvöld á Seyðisfirði ekki marktækt stjórnvald. 29.3.2006 06:44
Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu í dag Búist er við stormi á suðaustanverðu landinu og á miðhálendinu í dag. Éljagangur eða skafrenningur norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og stöku él suðvestantil. Fer heldur að draga úr vindi í kvöld. Hiti 0 til 5 stig sunnanlands, en annars vægt frost. 29.3.2006 06:21
Seðlabanki Bandaríkjanna hækkar stýrivexti Seðlabanki Bandaríkjanna hækkaði stýrivexti á fyrsta fundi sínum með nýjum yfirmanni bankans, Ben Bernanke í gær. Þetta er í fimmtánda sinn frá því í júní 2004 sem stýrivextir eru hækkaðir. 29.3.2006 06:20
Utanríkisráðherrar ræða kjarnorkudeilu Írana Utanríkisráðherra Þýskalands og utanríkisráðherrar þeirra fimm landa sem eiga fastafulltrúa í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, Kína, Rússlands, Bretlands, Frakklands og Bandaríkjanna, ætla að koma saman í Berlín á fimmtudag til að ræða kjarnorkudeiluna við Íran. 29.3.2006 06:17
Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið og var bundið fyrir augu sumra þeirra. Kennsl hafa ekki verið borin á mennina en flestir íbúar hverfisins þar sem þeir fundust eru súnnítar. 29.3.2006 06:15
Franska lögreglan handtók yfir 600 manns vegna mótmæla Franska lögreglan handtók í gær yfir 600 manns vegna mótmæla fyrirhugaðrar vinnulöggjafar í landinu. Lögreglan þurfti að beita táragasi og öflugum vatnsbyssum til að dreifa úr mannfjöldanum sem kastaði flöskum og bensínsprengjum að lögreglu. 29.3.2006 06:13
Kadimaflokkurinn vann flest þingsæti Flokkur Ehuds Olmerts forsætisráðherra Ísraels, Kadimaflokkurinn, vann flest þingsæti í þingkosningunum sem haldnar voru í Ísrael í gær. 29.3.2006 06:10
Engar athugasemdir við byggingu tónlistarhússins Engar athugasemdir bárust við byggingu nýs tónlistar- og ráðstefnuhúss sem rísa mun í miðbæ Reykjavíkur. Þetta er meðal þess sem fram kom á aðalfundi Þróunarfélags miðborgarinnar sem lauk um kvöldmatarleytið. 28.3.2006 22:23