Innlent

Slæmt að afgreiða frumvarpið án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins

MYND/Sigurður Jökull

Mörður Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, segir það slæmt að meirihluti menntamálanefndar Alþingis skuli hafa afgreitt frumvarp um Ríkisútvarpið frá nefndinni, án umfjöllunar um tilmæli Evrópuráðsins um almannaútvarp.

Mörður segir einnig að ekki hafi verið beðið álits tveggja aðilla, sem minnihluti nefndarinnar taldi nauðsynlegt að fá. Hann segir mikilvægt að um almannaútvarp ríki pólitískur friður í stjórnmálaflokkunum og þokkalegur friður á markaðnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×