Innlent

Landið fýkur burt

Moldrok ágerist nú með hverjum deginum ofan af Haukadalsheiði og hálendinu þar fyrir ofan,  yfir Gullfoss- og Geysissvæðið og austanverðar Biskupstungur. Snjókoman, sem verið hefur á Norðurlandi, nær ekki suður á sunnanvert hálendið, svo þar skrælþornar jarðvegur og fýkur í minnsta vindi. Nokkur norðanstrekkingur hefur hinsvegar verið á svæðinu í nokkra daga og segja heimamenn að moldrokið nú sé með mesta móti, miðað við undanfarin ár, sem veit á mikinn uppblástur gróðurlendis




Fleiri fréttir

Sjá meira


×