Erlent

Vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna

MYND/AP
Ismail Haniya, nýsvarinn forsætisráðherra heimastjórnar Palestínu, sagðist í gær vonast til að friður myndi nást á milli Ísraela og Palestínumanna. Hann sagði þó friðarferlið vera alfarið í höndum Ísraela sem myndu ekki fá að ákveða einir landamæri Ísraels eins og þeir hafa sagst ætla að gera. Hann sagði Hamas stefna að stofnun Palestínuríkis með Jerúsalem sem höfuðborg og að ekki stæði til að taka af stefnuskránni að eyða Ísraelsríki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×