Erlent

Charles Taylor fyrrverandi forseti Líberíu kominn til Sierra Leone

Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, er kominn til Sierra Leone þar sem hann verður sóttur til saka fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.  Taylor hefur dvalist í útlegð í Nígeríu undanfarin ár en á dögunum féllst Nígeríustjórn á að framselja hann til Líberíu. Taylor lék stórt hlutverk í borgarastyrjöldinni í Líberíu á síðasta áratug og kom mikið við sögu í stríðinu í grannríkinu Sierra Leone. Sérstakur dómstóll þar í landi hefur gefið út sautján ákærur á hendur honum fyrir stríðsglæpi.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×