Innlent

Hótel Örk yfirtekur rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi

Örkin veitingar ehf. rekstaraðili Hótels Arkar hefur tekið yfir rekstur Hótels Hlíðar í Ölfusi, sem áður var rekið undir merkjum Fosshótela. Hótel Hlíð er 6 km sunnan við Hveragerði og var opnað í janúar 2003.

Á Hlíð eru 21 herbergi, sem öll eru með sturtu/wc, sjónvarpi, útvarpi og internettenginu.

Hlíð er tilvalinn gististaður fyrir þá sem vilja skoða sögufræga staði Suðurlands t.d. Reykjanes, Þingvelli, Gullfoss, Geysi, Skálholt, Blá Lónið eða Vestmannaeyjar. Afar kyrrlátt er umhverfis hótelið og fallegt útsýni til allra átta.

Hótel Hlíð er nú þriðja hótelið sem rekið er undir sama hatti, en fyrir eru Hótel Örk í Hveragerði og Hótel Cabin í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×