Erlent

Fatah ekki með

Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas og verðandi forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna (t.v.), ræðir við Ahmed Helles, leiðtoga Fatah.
Ismail Haniyeh, leiðtogi Hamas og verðandi forsætisráðherra í heimastjórn Palestínumanna (t.v.), ræðir við Ahmed Helles, leiðtoga Fatah. MYND/AP

Fatah-samtök Mahmouds Abbas, forseta Palestínumanna, hafa ákveðið að taka ekki þátt í myndun ríkisstjórnar með Hamas-liðum, sem unnu meirihluta á þingi heimastjórnar Palestínumanna í kosningum í janúar. Þetta er haft eftir ónafngreindum heimildarmanni innan Fatah.

Hann segir miðstjórn Fatah hafa ákveðið þetta í gærkvöldi. Enn er þó eftir að tilkynna þetta með formlegum hætti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×