Erlent

Fjölskyldan ekki viðstödd jarðarförina

MYND/AP

Fjölskylda Slobodans Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, verður ekki viðstödd jarðarför hans í Serbíu á morgun. Leiðtogi rússneskra kommúnista, sem kom til Belgrad í dag, segir að Mirjana Markovic, ekkja Milosevic, sem er í útlegð í Moskvu, ætli ekki að vera viðstödd.

Annar rússneskur þingmaður hefur eftir bróður Milosevic að fjölskyldan fari ekki til Serbíu þar sem ekki hafi verið gefin nægilega góð trygging fyrir því að þau verði ekki tekin höndum við komuna til landsins. Sósíalistar í Serbíu fullyrða hins vegar að Mirjana og Marko sonur hennar komi frá Moskvu.

Fjölmargir hafa vottað Milosevic virðingu sína í dag en kista hans liggur í Byltingarsafninu í Belgrad.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×