Innlent

Samt hægt að tengjast evrunni

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ.
Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna, telur samt hægt að tengjast evrunni og grípur til varna fyrir Valgerði Sverrisdóttur viðskiptaráðherra, gegn árásum Staksteina Morgunblaðsins á hana.

Á heimasíðu LÍÚ rekur Friðrik hugmyndir Valgerðar um að taka upp evruna hér á landi með einum eða öðrum hætti. Þær hugmyndir skutu Staksteinar í kaf og töldu að með evrunni misstum við mikilvægt hagstjórnartæki.

Friðrik bendir hins vegar á að einmitt vegna skorts á hagstjórn, þrátt fyrir krónuna, sjái eigendur margra fyrirtækja eigið fé brenna upp, þurfi að segja upp fólki, draga úr umsvifum, flytja starfsemina úr landi eða sjá fram á gjaldþrot. Þessir menn virði viðleitni Valgerðar til að skoða alla möguleika.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×