Innlent

Útilokað að taka upp evru án aðildar að ESB

Richard Wright, umsjónarmaður samskipta Evrópusambandsins við Ísland, segir samninginn um Evrópska efnahagssvæðið virka vel og að hann geti enst eins lengi og aðildarríkin telji hann fullnægjandi.

Að sögn Wrights er Evrópska efnahagssvæðið í fullu gildi og fullur vilji innan Evrópusambandsins til þess að halda áfram samstarfi við EFTA-löndin undir samningnum.

Hann segir útilokað að taka upp evruna án þess að ganga í Evrópusambandið og telur ekki trúlegt að hægt væri að semja um undanþáguaðild að evrunni með hliðstæðum samningi og samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið.

Hann segir enn ekki ljóst hvenær næsta stækkun Evrópusambandsins gangi í gegn, þegar Rúmenía og Búlgaría verði tekin inn en ljóst er að það verður annað hvort 2007 eða 2008. Hann sagði ekki ljóst hversu mikið EFTA-ríkin myndu þurfa að borga í aðlögun nýrra aðildarríkja, samningaviðræður um það væru ekki komnar af stað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×