Innlent

Bréf til Bandaríkjamanna sent

Íslensk stjórnvöld hafa ritað bandarískum stjórnvöldum bréf og spurt hvaða viðbúnað þau ætli að hafa hér á landi til að tryggja varnir landsins eftir að herþoturnar fjórar og þyrlur hersins fara af landi brott. Hann vill ekki svara því hvaða lágmarksviðbúnaður sé ásættanlegur fyrir íslensk stjórnvöld.

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, segir of snemmt að afskrifa varnarsamninginn. Bandaríkjamenn þurfi fyrst að svara því hvers lags viðbúnað þeir ætli að tryggja hér á landi.

Halldór segir bréfið hafa verið sent í gær. Í því hafi verið farið yfir málið og spurt hvað Bandaríkjamenn hefðu í huga. Hann segir það alveg rétt að Bandaríkjamenn hefðu lengi viljað flytja þoturnar á brott.

Íslendingar hefðu ekki hafnað því ef ljóst væri hvernig staðið yrði að sýnilegum vörnum og loftvörnum Íslands. Engin svör hefðu hins vegar fengið um það.

Íslensk stjórnvöld hafa lagt áherslu á að halda 4 herþotum sem sé lágmarks viðbúnaður.

Halldór segir að reyna eigi á varnarsamninginn sem sé skýr. Bandaríkjamenn hafi skuldbundið sig til að sjá um varnir og íslensk stjórnvöld vilji að staðið verði við það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×