Innlent

Stóru olíufélögin hækka bensínverð

MYND/Haraldur Jónasson

Stóru olíufélögin og flest dótturfélaga þeirra hækkuðu bensínverð í gær og er algengt verð á sjálfsafgreiðslustöðvum tæpar 115 krónur.

Orkan og Atlantsolía hækkuðu ekki og er lítrinn þar um það bil þremur krónum ódýrari. Hækkunin er meðal annars rakin til þess að krónan hefur lækkað og Bandaríkjadalurinn hækkað á móti, en olíuvörur eru keyptar í þeim gjaldmiðli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×