Erlent

Ekki eitrað fyrir Milosevic

Fausto Pocar, dómsstjóri stríðsglæpadómstólsins í Haag.
Fausto Pocar, dómsstjóri stríðsglæpadómstólsins í Haag. MYND/AP

Ekkert bendir til þess að eitrað hafi verið fyrir Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Júgóslavíu, sem lést í haldi stríðsglæpadómstólsins í Haag í Hollandi um síðustu helgi.

Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðu blóðrannsóknar sem birtar voru í dag. Dómsstjóri dómstólsins staðfesti þetta en lagði áherslu á að þetta væru bráðabirgðaniðurstöður.

Bráðabirgðarniðurstöður krufningar, sem birtar voru fyrr í vikunni, sýna að hann hafi látist af völdum hjartaáfalls.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×