Fleiri fréttir Eldingar granda ekki flugvélum Ekkert er að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar, líkt og gerðist í flugtaki vélar Icelandair í gær, að sögn fyrrum flugmanns og sérfræðings í áfallahjálp við farþega sem lenda í uggvænlegum uppákomum í háloftunum. 7.3.2006 17:38 Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. 7.3.2006 17:34 16 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri Það virðist ekkert lát á hraðakstri ökumanna. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan sjö í morgun. Allir ökumenn voru að keyra innanbæjar og fimm þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði voru að keyra í nágrenni við skóla þar sem hámarkshraði er 30 km. 7.3.2006 16:52 Fær ekki að nota egg sín Bresk kona fær ekki að nota egg, frjóvguð með sæði úr þáverandi kærasta hennar, til að verða ófrísk nema hann gefi leyfi fyrir því. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem hafnaði beiðni konunnar um að úrskurði bresks dómstóls í þessa veru yrði hnekkt. 7.3.2006 16:31 Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. 7.3.2006 16:22 Spron styrkir Hjálparsíma RKÍ Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 hefur hlotið þriggja milljón króna styk frá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Styrkurinn var afhentur á aðalfundi SPRON í gærkvöldi. Hjálparsíninn 1717 hefur verið starfræktur síðan árið 2002 og gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlutstun til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda vegna ýmissa erfiðleika. 7.3.2006 16:08 Sex létust í sprengingum Sex manns hið minnsta létu lífið þegar sprengingar skóku hof hindúa og lestarstöð í hinnu helgu borg Varanasi á Indlandi í dag. Fjörutíu til viðbótar særðust í sprengingunum þar af um tuttugu alvarlega. 7.3.2006 16:00 Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. 7.3.2006 15:50 Mótmæltu skerðingu réttinda Þúsundir manna gengu um götur Parísar í dag til að mótmæla nýjum lögum sem gera vinnuveitendum auðveldara en áður að segja ungu fólki upp störfum. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin í gær og þau eiga að taka gildi á fimmtudag. 7.3.2006 15:33 Myndband frá mannræningjum Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær stutt myndband sem sýnir þrjá af fjórum gíslum áður óþekktra hryðjuverkasamtaka í Írak. Mennirnir eru allir starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka og eru sagðir hafa beðið ríkisstjórnir landa sinna um að tryggja lausn sína. 7.3.2006 15:30 Sinntu öryggishlutverki sínu Broddi Broddason, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því alfarið að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig í fréttaflutningi af jarðskjálftanum við Kleifarvatn í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi á Alþingi í gær Ríkisútvarpið fyrir að sinna öryggishlutverki sínu ekki sem skildi í fréttaflutningi af skjálftanum í gær. 7.3.2006 15:18 Fatah leitar til hæstaréttar Fatah-samtök Mahmous Abbas, forseta Palestínumanna, hafa farið þess á leit við hæstarétt Palestínumanna að hann felli úr gildi þá ákvörðun Hamas-liða á þingi í gær að fella úr gildi ný lög sem auka vald forseta. Hamas-liðar eru í meirihluta á þingi heimastjórnarinnar og voru lögin sem um ræðir sett á síðasta þingfundi fyrra þings þar sem Fatah-liðar voru í forystu. 7.3.2006 15:15 Dregið úr styrkjum til landtökumanna Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að Kadima-flokkur hans og Sharons, forsætisráðherra, ætli að draga stórlega úr styrkjum til landtökumanna Gyðinga á Vesturbakkanum. Stutt er til þingkosninga í Ísrael og má búast við að þessi yfirlýsing komi sem sprengja í baráttuna. 7.3.2006 15:00 Sprenging í hofi á Indlandi Að minnsta kosti 4 féllu og hátt í 20 særðust í minnst tveimur sprengingum í ferðamannabænum Varanasi á Norður-Indlandi í dag. Önnur sprengingin varð í hofi Hindúa þar í borg en mikið fjölmenni var þar. Hin sprengingin var á lestarstöð. 7.3.2006 14:58 Flugvöllur rýmdur í Svíþjóð Rýma þurfti Landvetter-flugvöll rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem dularfullur pakki fannst þar eftir að vopnað rán var framið í banka á vellinum skömmu áður. 7.3.2006 14:56 Alþjóðabankinn styrkir Palestínustjórn Alþjóðabankinn samþykkti í dag að veita palestínsku heimastjórninni fjárstyrk að andvirði 2,8 milljarða króna. Með þessu vill bankinn hlaupa undir bagga með heimastjórninni sem á í miklum fjárhagsvandræðum. 7.3.2006 14:56 Kaupþing selur hlut sinn í Baugi Kaupþing banki seldi 8,75 prósenta hlut sinn í Baugi Group í dag og innleysti þar með 3,3 milljarða króna hagnað. Kaupendur eru fjárfestingafélagið Gaumur og Eignarhaldsfélagið ISP, félög í eigu Baugsfjölskyldunnar og Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 7.3.2006 13:31 Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey Ingólfur Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt ef yfirvöld ráðast í að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann segir margt betra við peningana að gera og fráleitt að eyða þeim í uppátæki Yoko sem sé einungis fjárplógsstarfsemi í nafni friðarátaks. 7.3.2006 13:24 Offita barna mun tvöfaldast á næstu fimm árum Einn gosdrykkur á dag getur valdið sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári hjá börnum. Offita barna mun tvöfaldast í Evrópu á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. 7.3.2006 13:00 Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs af útlánum lækka á morgun úr 4,70 prósentum í 4,65 prósent af almennum lánum. Einnig er hægt að fá lán með 4,40 prósenta vöxtum en þá verður lántaki að greiða uppgreiðslugjald ef hann vill greiða lánið upp hraðar en samið er um í upphafi. 7.3.2006 13:00 Breytt vaktakerfi vegna óánægju vagnstjóra Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætós, hófst í morgun handa við að kynna vagnstjórum fyrirtækisins nýtt vaktakerfi sem taka á við af fyrra vaktakerfi sem valdið hefur mikilli óánægju meðal vagnstjóra. 7.3.2006 12:45 Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7.3.2006 12:30 Farþegar ekki í sérstakri hættu Ekkert í frumrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa á atvikinu þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, bendir til að farþegar og áhöfn hafi verið í sérstakri hættu. 7.3.2006 12:15 Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. 7.3.2006 12:13 Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. 7.3.2006 12:04 Hræðast samkeppni Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus segist handviss um að verslunarkeðjan fái lóð í Reykjavík fyrr eða síðar. Byko og Húsasmiðjan séu hrædd við samkeppni, enda myndi Bauhaus bjóða meira vöruúrval og verð myndi lækka um tuttugu prósent. 7.3.2006 11:53 Svindl í nafni UNICEF Greint var frá því í fréttum RÚV í gær að dæmi væru um að einstaklingar svindluðu pening frá aðilum í íslenskri ferðaþjónsutu í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, eða annarra samtaka. UNICEF á Íslandi hefur sent frá sér frettatilkynningu til að koma eftirfarandi á framfæri: 7.3.2006 11:32 Ráðist á mann í Vestmannaeyjum Líkamsárás var tilkynnt til Lögreglunnar í Vestmannaeyyjum aðfaranótt sunnudags en maður hafði verið sleginn með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppur og skall með höfuðið í stétt. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og færður undir læknishendur. Ekki liggur fyrir hver aðdragandi líkamsárásarinnar var en málið er í rannsókn. 7.3.2006 11:20 Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar atvikið Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. 7.3.2006 11:10 Úthlutun úr minningarsjóði Fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði hjónanna Helgu Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis í Hafnarfirði fer fram á morgun. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til hagsmunamála barna í Hafnarfirði átján ára og yngri. 7.3.2006 10:35 Árni lætur af embætti í dag Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi sem hefst klukkan ellefu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra færir sig þá um set yfir í félagsmálaráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir tekur við heilbrigðisráðuneytinu. 7.3.2006 09:37 Samtökin '78 kæra Gunnar í Krossinum Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins hefur verið kærður til lögreglu af Samtökunum 78 vegna greinar sem birt var í Morgunblaðinu 26. febrúar síðastliðin en þar fer Gunnar hörðum orðum um samkynhneigða og líf þeirra. 7.3.2006 08:52 Þakplötur fuku Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í gær. Engin slys hlutust þó af. 7.3.2006 08:45 NATO tekið við í Afganistan í árslok Atlantshafsbnadalagið verður búið að taka við aðgerðum í Afghanistan í árslok. Þetta sagði yfirmaður Evrópuherdeildar bandalagsins í gær. Þetta þyrfti þó ekki endilega að þýða að bandarískum hermönnum í landinu yrði fækkað. 7.3.2006 08:45 Sluppu ómeiddir Tveir sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt undir Hafnarfjalli í gær, en þar var um tíma hvassviðri með snörpum vindhviðum. Í einni slíkri tókst vélsleðakerra, sem bíllinn dró, á loft og rykkti svo harkalega í bílinn að hann valt á veginum. 7.3.2006 08:30 100% verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Bónus var oftast með lægsta verðið en 11-11 var oftast með hæsta verðið. 7.3.2006 08:30 Vilja að Moussaoui verði tekinn af lífi Saksóknarar í máli Zacarias Moussaoui, eina mannsins sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september 2001, fara fram á að hann verði tekinn af lífi. Við réttarhöldin yfir honum í gær fóru verjendurnir hins vegar fram á að Moussaoui yrði ekki tekinn af lífi, því að slíkt myndi gera hann að píslarvætti. 7.3.2006 08:30 Logar allt í óeirðum Meira en hundrað uppreisnarmenn úr röðum Talibana og al-Qaeda hafa fallið í átökum við hersveitir í Pakistan undanfarna þrjá daga. Þúsundir íbúa í Wasiristan hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna og algjört útgöngubann hefur nú tekið þar gildi. 7.3.2006 08:15 4 sprengjuárásir í Hilla Allt lék á reiðiskjálfi í borginni Hilla í Írak nú fyrir stundu. Svo virðist sem fjórar sprengjuárásir hafi verið gerðar í borginni með skömmu millibili. 7.3.2006 08:14 TF-SIF komst ekki í gagnið Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF komst ekki í gagnið í gær, eins og stefnt hafði verið að eftir ítrekaðar tafir á viðgerð í síðustu viku. Stóra þyrlan , TF- LÍF er enn í stórri skoðun og verður frá enn um hríð. 7.3.2006 08:00 Fangar enn pyntaðir í Írak Fangar í Írak hafa ítrekað verið pyntaðir með raflosti og bareflum eftir að Abu Ghraib hneykslið komst í hámæli og Bandaríkjastjórn lofaði bót og betrum í fangelsum í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International, sem byggir á viðtölum við fanga. 7.3.2006 07:53 Venusi sleppt Norska strandgæslan féllst í gærkvöldi á að sleppa togaranum Venusi úr höfn í Tromsö, en þangað hafði hún fært togarann á sunnudagsmorgun, vegna gruns um ólöglegar veiðar. 7.3.2006 07:39 Rann til í hálku og hafnaði á ljósastaur Kona slasaðist og missti meðvitund, þegar bíll hennar rann á hálku þvert yfir Reykjanesbrautina á móts við Smáralind á sjötta tímanum í morgun, og hafnaði loks á ljósastaur. Hún var flutt í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem hún komst til meðvitundar og gert var að sárum hennar. 7.3.2006 07:35 DeCode tapar rúmum 4 milljörðum 2005 Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári nam rétt tæpum 63 milljónum bandaríkjadölum eða sem nemur rúmum 4.1 milljörðum íslenskra króna. Það er nokkuð meira tap en árið þar á undan en þá nam tapið tæpum 3.8 milljörðum króna. 7.3.2006 07:28 Gat kom á nef vélar Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan. 7.3.2006 07:25 Sjá næstu 50 fréttir
Eldingar granda ekki flugvélum Ekkert er að óttast þótt eldingu ljósti niður í flugvélar, líkt og gerðist í flugtaki vélar Icelandair í gær, að sögn fyrrum flugmanns og sérfræðings í áfallahjálp við farþega sem lenda í uggvænlegum uppákomum í háloftunum. 7.3.2006 17:38
Úr pólitík í bankann Fyrrum erfðaprins Framsóknarflokksins gekk af leikvelli stjórnmálanna í dag þegar forseti Íslands samþykkti afsögn hans sem félagsmálaráðherra á Ríkissráðsfundi í morgun. Eftir fundinn bað Árni flokksfélaga sína afsökunar á brotthvarfinu en sagði ástæður sínar persónulegar. 7.3.2006 17:34
16 ökumenn teknir fyrir of hraðan akstur á Akureyri Það virðist ekkert lát á hraðakstri ökumanna. Lögreglan á Akureyri hefur stöðvað 16 ökumenn fyrir of hraðan akstur frá klukkan sjö í morgun. Allir ökumenn voru að keyra innanbæjar og fimm þeirra ökumanna sem lögreglan stöðvaði voru að keyra í nágrenni við skóla þar sem hámarkshraði er 30 km. 7.3.2006 16:52
Fær ekki að nota egg sín Bresk kona fær ekki að nota egg, frjóvguð með sæði úr þáverandi kærasta hennar, til að verða ófrísk nema hann gefi leyfi fyrir því. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu sem hafnaði beiðni konunnar um að úrskurði bresks dómstóls í þessa veru yrði hnekkt. 7.3.2006 16:31
Ákærður fyrir brot á hegningar- og siglingarlögum Jónas Garðarsson, formaður Sjómannafélags Reykjavíkur, var ákærður fyrir manndráp af gáleysi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Jónas er ákærður fyrir brot á hegningarlögum og siglingarlögum. Hann er sakaður um að hafa verið undir áhrifum áfengis þegar hann stýrði skemmtibátnum Hörpu, sem steytti á Skarfaskeri á Viðeyjarsundi í september á síðasta ári. 7.3.2006 16:22
Spron styrkir Hjálparsíma RKÍ Hjálparsími Rauða kross Íslands 1717 hefur hlotið þriggja milljón króna styk frá Sparisjóð Reykjavíkur og nágrennis, SPRON. Styrkurinn var afhentur á aðalfundi SPRON í gærkvöldi. Hjálparsíninn 1717 hefur verið starfræktur síðan árið 2002 og gegnir því hlutverki að veita ráðgjöf og hlutstun til fólks á öllum aldri sem þarf á stuðningi að halda vegna ýmissa erfiðleika. 7.3.2006 16:08
Sex létust í sprengingum Sex manns hið minnsta létu lífið þegar sprengingar skóku hof hindúa og lestarstöð í hinnu helgu borg Varanasi á Indlandi í dag. Fjörutíu til viðbótar særðust í sprengingunum þar af um tuttugu alvarlega. 7.3.2006 16:00
Viðskiptavinir ánægðastir með Ölgerðina Viðskiptavinir voru ánægðastir með viðskipti við Ölgerð Egils Skallagrímssonar árið 2005 samkvæmt mælingu samkvæmt árlegri mælingu Samtaka iðnaðarins, Stjórnvísi og Gallup. Viðurkenningar hinnar svokölluðu íslensku ánægjuvogar voru afhent í dag. 7.3.2006 15:50
Mótmæltu skerðingu réttinda Þúsundir manna gengu um götur Parísar í dag til að mótmæla nýjum lögum sem gera vinnuveitendum auðveldara en áður að segja ungu fólki upp störfum. Efri deild franska þingsins samþykkti lögin í gær og þau eiga að taka gildi á fimmtudag. 7.3.2006 15:33
Myndband frá mannræningjum Arabíska sjónvarpsstöðin Al-Jazeera sýndi í gær stutt myndband sem sýnir þrjá af fjórum gíslum áður óþekktra hryðjuverkasamtaka í Írak. Mennirnir eru allir starfsmenn kristilegra hjálparsamtaka og eru sagðir hafa beðið ríkisstjórnir landa sinna um að tryggja lausn sína. 7.3.2006 15:30
Sinntu öryggishlutverki sínu Broddi Broddason, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því alfarið að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig í fréttaflutningi af jarðskjálftanum við Kleifarvatn í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi á Alþingi í gær Ríkisútvarpið fyrir að sinna öryggishlutverki sínu ekki sem skildi í fréttaflutningi af skjálftanum í gær. 7.3.2006 15:18
Fatah leitar til hæstaréttar Fatah-samtök Mahmous Abbas, forseta Palestínumanna, hafa farið þess á leit við hæstarétt Palestínumanna að hann felli úr gildi þá ákvörðun Hamas-liða á þingi í gær að fella úr gildi ný lög sem auka vald forseta. Hamas-liðar eru í meirihluta á þingi heimastjórnarinnar og voru lögin sem um ræðir sett á síðasta þingfundi fyrra þings þar sem Fatah-liðar voru í forystu. 7.3.2006 15:15
Dregið úr styrkjum til landtökumanna Ehud Olmert, starfandi forsætisráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að Kadima-flokkur hans og Sharons, forsætisráðherra, ætli að draga stórlega úr styrkjum til landtökumanna Gyðinga á Vesturbakkanum. Stutt er til þingkosninga í Ísrael og má búast við að þessi yfirlýsing komi sem sprengja í baráttuna. 7.3.2006 15:00
Sprenging í hofi á Indlandi Að minnsta kosti 4 féllu og hátt í 20 særðust í minnst tveimur sprengingum í ferðamannabænum Varanasi á Norður-Indlandi í dag. Önnur sprengingin varð í hofi Hindúa þar í borg en mikið fjölmenni var þar. Hin sprengingin var á lestarstöð. 7.3.2006 14:58
Flugvöllur rýmdur í Svíþjóð Rýma þurfti Landvetter-flugvöll rétt fyrir utan Gautaborg í Svíþjóð í dag þar sem dularfullur pakki fannst þar eftir að vopnað rán var framið í banka á vellinum skömmu áður. 7.3.2006 14:56
Alþjóðabankinn styrkir Palestínustjórn Alþjóðabankinn samþykkti í dag að veita palestínsku heimastjórninni fjárstyrk að andvirði 2,8 milljarða króna. Með þessu vill bankinn hlaupa undir bagga með heimastjórninni sem á í miklum fjárhagsvandræðum. 7.3.2006 14:56
Kaupþing selur hlut sinn í Baugi Kaupþing banki seldi 8,75 prósenta hlut sinn í Baugi Group í dag og innleysti þar með 3,3 milljarða króna hagnað. Kaupendur eru fjárfestingafélagið Gaumur og Eignarhaldsfélagið ISP, félög í eigu Baugsfjölskyldunnar og Ingibjargar Pálmadóttur, konu Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. 7.3.2006 13:31
Fráleitt að setja súlu Yoko í Viðey Ingólfur Margeirsson rithöfundur segir það fráleitt ef yfirvöld ráðast í að setja upp friðarsúlu Yoko Ono í Viðey. Hann segir margt betra við peningana að gera og fráleitt að eyða þeim í uppátæki Yoko sem sé einungis fjárplógsstarfsemi í nafni friðarátaks. 7.3.2006 13:24
Offita barna mun tvöfaldast á næstu fimm árum Einn gosdrykkur á dag getur valdið sjö kílóa þyngdaraukningu á einu ári hjá börnum. Offita barna mun tvöfaldast í Evrópu á næstu fimm árum ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða. 7.3.2006 13:00
Vextir Íbúðalánasjóðs lækka Vextir Íbúðalánasjóðs af útlánum lækka á morgun úr 4,70 prósentum í 4,65 prósent af almennum lánum. Einnig er hægt að fá lán með 4,40 prósenta vöxtum en þá verður lántaki að greiða uppgreiðslugjald ef hann vill greiða lánið upp hraðar en samið er um í upphafi. 7.3.2006 13:00
Breytt vaktakerfi vegna óánægju vagnstjóra Ásgeir Eiríksson, forstjóri Strætós, hófst í morgun handa við að kynna vagnstjórum fyrirtækisins nýtt vaktakerfi sem taka á við af fyrra vaktakerfi sem valdið hefur mikilli óánægju meðal vagnstjóra. 7.3.2006 12:45
Ungir jafnaðarmenn vilja vöggustofur Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja sjá úrræði í dagvistun barna frá sex til 18 mánaða aldri. Ungir jafnaðarmenn í Reykjavík vilja að athugaðir verðir möguleikar til að stofna vöggustofur að danskri fyrirmynd. 7.3.2006 12:30
Farþegar ekki í sérstakri hættu Ekkert í frumrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa á atvikinu þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, bendir til að farþegar og áhöfn hafi verið í sérstakri hættu. 7.3.2006 12:15
Tap á rekstri deCode 4 milljarðar 2005 Tap á rekstri deCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, í fyrra nam tæpum fjórum milljörðum króna sem er nokkuð hærra en árið á undan. Félagið hefur aldrei skilað hagnaði frá því það var stofnað árið 1997. 7.3.2006 12:13
Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi samþykktur Framboðslisti Samfylkingarinnar í Kópavogi fyrir bæjarstjórnarkosningarnar sem verða þann 27. maí næstkomandi var samþykktur samhljóða á félagsfundi á mánudag. Níu efstu sæti listans eru skipuð í samræmi við niðurstöðu prófkjörsins sem fór fram þann fjórða febrúar síðastliðinn. 7.3.2006 12:04
Hræðast samkeppni Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus segist handviss um að verslunarkeðjan fái lóð í Reykjavík fyrr eða síðar. Byko og Húsasmiðjan séu hrædd við samkeppni, enda myndi Bauhaus bjóða meira vöruúrval og verð myndi lækka um tuttugu prósent. 7.3.2006 11:53
Svindl í nafni UNICEF Greint var frá því í fréttum RÚV í gær að dæmi væru um að einstaklingar svindluðu pening frá aðilum í íslenskri ferðaþjónsutu í nafni Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, eða annarra samtaka. UNICEF á Íslandi hefur sent frá sér frettatilkynningu til að koma eftirfarandi á framfæri: 7.3.2006 11:32
Ráðist á mann í Vestmannaeyjum Líkamsárás var tilkynnt til Lögreglunnar í Vestmannaeyyjum aðfaranótt sunnudags en maður hafði verið sleginn með þeim afleiðingum að hann féll niður tröppur og skall með höfuðið í stétt. Maðurinn var fluttur meðvitundarlaus á sjúkrahús og færður undir læknishendur. Ekki liggur fyrir hver aðdragandi líkamsárásarinnar var en málið er í rannsókn. 7.3.2006 11:20
Rannsóknarnefnd flugslysa rannsakar atvikið Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. 7.3.2006 11:10
Úthlutun úr minningarsjóði Fyrsta úthlutun úr Minningarsjóði hjónanna Helgu Jónsdóttur og Bjarna Snæbjörnssonar læknis í Hafnarfirði fer fram á morgun. Tilgangur sjóðsins er að veita styrki til hagsmunamála barna í Hafnarfirði átján ára og yngri. 7.3.2006 10:35
Árni lætur af embætti í dag Árni Magnússon lætur af embætti félagsmálaráðherra á ríkisráðsfundi sem hefst klukkan ellefu. Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra færir sig þá um set yfir í félagsmálaráðuneytið og Siv Friðleifsdóttir tekur við heilbrigðisráðuneytinu. 7.3.2006 09:37
Samtökin '78 kæra Gunnar í Krossinum Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins hefur verið kærður til lögreglu af Samtökunum 78 vegna greinar sem birt var í Morgunblaðinu 26. febrúar síðastliðin en þar fer Gunnar hörðum orðum um samkynhneigða og líf þeirra. 7.3.2006 08:52
Þakplötur fuku Þakplötur fuku við nýja íþróttahúsið sem verið er að byggja við Jaðarsbakka á Akranesi í vindhviðum sem voru þar í gær. Engin slys hlutust þó af. 7.3.2006 08:45
NATO tekið við í Afganistan í árslok Atlantshafsbnadalagið verður búið að taka við aðgerðum í Afghanistan í árslok. Þetta sagði yfirmaður Evrópuherdeildar bandalagsins í gær. Þetta þyrfti þó ekki endilega að þýða að bandarískum hermönnum í landinu yrði fækkað. 7.3.2006 08:45
Sluppu ómeiddir Tveir sluppu ómeiddir þegar bíll þeirra valt undir Hafnarfjalli í gær, en þar var um tíma hvassviðri með snörpum vindhviðum. Í einni slíkri tókst vélsleðakerra, sem bíllinn dró, á loft og rykkti svo harkalega í bílinn að hann valt á veginum. 7.3.2006 08:30
100% verðmunur á hreinlætisvörum Allt að 100% munur var á verði á hreinlætisvörum milli stórmarkaða í verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði í gær. Bónus var oftast með lægsta verðið en 11-11 var oftast með hæsta verðið. 7.3.2006 08:30
Vilja að Moussaoui verði tekinn af lífi Saksóknarar í máli Zacarias Moussaoui, eina mannsins sem hefur verið ákærður fyrir aðild að hryðjuverkaárásunum 11. september 2001, fara fram á að hann verði tekinn af lífi. Við réttarhöldin yfir honum í gær fóru verjendurnir hins vegar fram á að Moussaoui yrði ekki tekinn af lífi, því að slíkt myndi gera hann að píslarvætti. 7.3.2006 08:30
Logar allt í óeirðum Meira en hundrað uppreisnarmenn úr röðum Talibana og al-Qaeda hafa fallið í átökum við hersveitir í Pakistan undanfarna þrjá daga. Þúsundir íbúa í Wasiristan hafa neyðst til að flýja heimili sín vegna átakanna og algjört útgöngubann hefur nú tekið þar gildi. 7.3.2006 08:15
4 sprengjuárásir í Hilla Allt lék á reiðiskjálfi í borginni Hilla í Írak nú fyrir stundu. Svo virðist sem fjórar sprengjuárásir hafi verið gerðar í borginni með skömmu millibili. 7.3.2006 08:14
TF-SIF komst ekki í gagnið Minni þyrla Landhelgisgæslunnar, TF- SIF komst ekki í gagnið í gær, eins og stefnt hafði verið að eftir ítrekaðar tafir á viðgerð í síðustu viku. Stóra þyrlan , TF- LÍF er enn í stórri skoðun og verður frá enn um hríð. 7.3.2006 08:00
Fangar enn pyntaðir í Írak Fangar í Írak hafa ítrekað verið pyntaðir með raflosti og bareflum eftir að Abu Ghraib hneykslið komst í hámæli og Bandaríkjastjórn lofaði bót og betrum í fangelsum í Írak. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Amnesty International, sem byggir á viðtölum við fanga. 7.3.2006 07:53
Venusi sleppt Norska strandgæslan féllst í gærkvöldi á að sleppa togaranum Venusi úr höfn í Tromsö, en þangað hafði hún fært togarann á sunnudagsmorgun, vegna gruns um ólöglegar veiðar. 7.3.2006 07:39
Rann til í hálku og hafnaði á ljósastaur Kona slasaðist og missti meðvitund, þegar bíll hennar rann á hálku þvert yfir Reykjanesbrautina á móts við Smáralind á sjötta tímanum í morgun, og hafnaði loks á ljósastaur. Hún var flutt í sjúkrabíl á Slysadeild Landsspítalans þar sem hún komst til meðvitundar og gert var að sárum hennar. 7.3.2006 07:35
DeCode tapar rúmum 4 milljörðum 2005 Tap DeCode Genetics, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar, á síðasta ári nam rétt tæpum 63 milljónum bandaríkjadölum eða sem nemur rúmum 4.1 milljörðum íslenskra króna. Það er nokkuð meira tap en árið þar á undan en þá nam tapið tæpum 3.8 milljörðum króna. 7.3.2006 07:28
Gat kom á nef vélar Rannsóknanefnd flugslysa ætlar í dag að fara yfir atvikið, þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan. 7.3.2006 07:25