Innlent

Farþegar ekki í sérstakri hættu

Mynd/Vísir

Ekkert í frumrannsókn rannsóknarnefndar flugslysa á atvikinu þegar eldingu laust niður í þotu Icelandair skömmu eftir flugtak frá Keflavíkurflugvelli undir kvöld í gær, bendir til að farþegar og áhöfn hafi verið í sérstakri hættu.

Fremsti hluti nefsins, sem gat rifnaði á, hýsir radar vélarinnar í lokuðu hólfi þannig að gatið hefði ekki átt að hafa áhrif á jafnþrýsting í farþegarými vélarinnar, jafnvel þótt hún hefði verið komin í fulla hæð þegar atvikið varð. Hún var hinsvegar í svonefndu frum klifri og ekki komin nema í nokkurra þúsunda feta hæð. Farþegar skynjuðu miklar glæringar og háan hvell. Gat kom á nef vélarinnar þar sem ratsjáin er hýst og var þegar snúið við til lendingar. 150 farþegar voru um borð, auk áhafnar, og sakaði engan. Önnur vél var til taks á vellinum og héldu allir farþegarnir með henni vestur um haf á áttunda tímanum í gærkvöldi. Í ljós kom í morgun að l´æitisháttar skemmd varð líka aftast á vélinni í enda eldingavarans, en búið er að lagfæra báðar skemmdirnar og er unnið eftir skoðunarferli, sem hefst eftir viðlíka atvik. Vélin verður að öllum ylíkindum flughæf síðar í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×