Innlent

Sinntu öryggishlutverki sínu

MYND/GVA

Broddi Broddason, varafréttastjóri Ríkisútvarpsins, hafnar því alfarið að Ríkisútvarpið hafi ekki staðið sig í fréttaflutningi af jarðskjálftanum við Kleifarvatn í gær. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, gagnrýndi á Alþingi í gær Ríkisútvarpið fyrir að sinna öryggishlutverki sínu ekki sem skildi í fréttaflutningi af skjálftanum í gær.

Broddi segir að útsending Rásar 2 hafi verið rofin tæpum tveimur mínútum eftir skjálftann til að flytja fréttir af skjálftanum. Útsending hafi aftur verið rofin þremur mínútum eftir skjálftann og svo aftur eftir ellefu mínútur. Broddi segir stöðuna hafa verið metna þannig að ekki væri ástæða til að rjúfa útsendingu Rásar 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×