Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. ágúst 2025 14:01 Fjölmennt er jafnan í miðbænum á menningarnótt og ætlar lögregla að vera með mikinn viðbúnað í ár. Vísir/Daníel Þór Allt verður gert til að sporna gegn drykkju ungmenna í miðbænum á morgun þegar menningarnótt fer fram, að sögn lögreglu. Áfengisdrykkja meðal ungmenna verði sífellt meira áberandi og slík mál koma oftar inn á borð lögreglu en áður. Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“ Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Í vikunni hafði lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afskipti af hópi fimmtán ára ungmenna sem voru í annarlegu ástandi við grunnskóla í Reykjavík. Nokkur þeirra reyndust verulega ölvuð og var þeim komið heim til foreldra. Unnar Þór Bjarnason samfélagslögga segir málum sem þessum hafa fjölgað síðustu misseri. „Við höfum tekið eftir því kannski svona síðustu tvö ár að það hefur verið alveg talsverð aukning í drykkju almennt hjá þessum krökkum sem við erum að hitta eða allir sem eru undir átján ára aldri. Þetta er bara orðið það sýnilegt að þau eru ekki lengur að fela þetta. Þetta er bara kannski fyrir utan verslunarkjarna í borginni þar sem þau eru að hópast saman og eru haldandi á áfengisumbúðum og eru talsvert ölvuð.“ Hann segir ungmennin sem haft hefur verið afskipti af flest á svipuðum aldri. „Þetta er alltaf að verða yngra og yngra svona allavega mín tilfinning persónulega en hópurinn er yfirleitt svona á aldrinum fjórtán fimmtán ára en teygir sig alveg niður í þrettán ára.“ Þessi þróun sé áhyggjuefni. „Ef að við erum að sjá þetta úti á götu eða við verslunarkjarna eða hvað sem er niðri í Elliðaárdal þá er þetta mun stærra en við sjáum nokkurn tímann. Við höfum alveg áhyggjur af þeirri þróun að þetta fari að verða eitthvað meira norm og fari að færa sig niður í yngri hópa.“ Ætla að reyna að sporna gegn drykkju ungmenna á menningarnótt Nokkuð var um ölvun meðal ungmenna á menningarnótt á síðasta ári. Lögreglan ætlar að taka slík mál föstum tökum á morgun þegar menningarnótt fer fram. „Það var talsverð unglingadrykkja þá og áberandi unglingadrykkja. Þannig að við höfum tekið til ýmissa ráða þetta árið til þess að reyna að sporna við því. Við ætlum að vera mjög sýnileg. Þú átt varla að geta labbað um miðbæinn án þess að sjá ekki lögreglumann eða hóp lögreglumanna eða lögreglutæki. Við ætlum að skipta okkur af ef við sjáum ungmenni sem eru með áfengi. Við ætlum að vera að hella niður og við ætlum að vera að hringja í foreldra og láta vita. Við erum með talsverðan fjölda. Við erum með fleiri lögreglumenn sem verða í gönguhópum niðri í miðbæ sýnileg og þannig vonandi náum við að grípa inn í ef við sjáum einhver ölvuð ungmenni.“ Þá segir hann skilaboð til foreldra skýr fyrir morgundaginn. „Við biðlum bara til foreldra að fara með börnunum. Ekki hleypa þeim einum niður í bæ. Fara saman niður í bæ og fara saman heim eftir skemmtunina.“
Börn og uppeldi Reykjavík Menningarnótt Lögreglan Lögreglumál Áfengi Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum