Innlent

Vextir Íbúðalánasjóðs lækka

Vextir Íbúðalánasjóðs af útlánum lækka á morgun úr 4,70 prósentum í 4,65 prósent af almennum lánum. Einnig er hægt að fá lán með 4,40 prósenta vöxtum en þá verður lántaki að greiða uppgreiðslugjald ef hann vill greiða lánið upp hraðar en samið er um í upphafi.

Vaxtalækkunin var ákveðin eftir fyrsta áfanga útboðs íbúðabréfa fyrir árið sem nú er að líða. Ávöxtunarkrafan í því útboði nam 4,13 prósentum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×