Innlent

Hræðast samkeppni

Yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus segist handviss um að verslunarkeðjan fái lóð í Reykjavík fyrr eða síðar. Byko og Húsasmiðjan séu hrædd við samkeppni, enda myndi Bauhaus bjóða meira vöruúrval og verð myndi lækka um tuttugu prósent.

Helmut Diewald, yfirmaður þróunarsviðs Bauhaus er staddur hér á landi til að fylgja málum verslunarkeðjunnar eftir. Hann undrast erfiðleikana við að fá lóð og segist sannfærður um að forsvarsmenn Byko og Húsasmiðjunnar séu hræddir við samkeppni.

Byko og Húsasmiðjan viti að verðið á Íslandi sé tuttugu til þrjátíu prósentum yfir eðlilegu markaðsverði. Ef Bauhaus komi inn á þennan markað muni verðið almennt lækka um tuttugu prósent eða svo. Það sé samt ekki aðalatriðið, heldur það að boðið verði upp á miklu meira vöruúrval.

Diewald segist handviss um að ef Bauhaus fái ekki samþykki fyrir lóð í Reykjavík í þessari viku, gæti það orðið eftir ár, tvö ár, þrjú ár eða jafnvel fjögur, en þetta sé bara spurning um tíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×