Fleiri fréttir Birgðir af hrefnukjöt búnar í bili Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 3.2.2006 22:13 Ólga meðal menntaskólakennara Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í gær. Þar er meðal annars náð sátt um samstarf við endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 3.2.2006 22:11 Íslendingar greiði milljarða kostnað verði þotur áfram Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. 3.2.2006 22:10 Flippaður föstudagur á Hárstofunni Gel Svokallaður Flippaður föstudagur eða Freaky Friday var haldinn í fyrsta skipti á hárstofunni Gel í dag. Viðskiptavinir dagsins réðu engu um klippingu sína eða hárlit en allir fóru ánægðir heim. 3.2.2006 22:07 Krónan styrktist um 0,38 prósent Gengisvísitalan lækkaði í dag, var í upphafi dags og endaði í 106,25, sem þýðir að krónan styrktist um 0,38%. Veltan á millibankamarkaði nam 13.392 milljónum króna. Gengi dollars var 63,24 kr. við lokun bankanna, gengi punds 111,34 og gengi evru 75,92. 3.2.2006 20:28 Hagnaður KSÍ 27 milljónir króna Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands nam 27 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 462 milljónir króna og heildargjöld voru 435 milljónir. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 11 milljónir króna. Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam rúmlega 16 milljónir króna. 3.2.2006 19:46 Hæsti vinningur dreginn út í kvöld Hæsti lottóvinningur í sögu Evrópu verður dreginn út í kvöld. Vinningurinn nemur um 14 miljörðum íslenskra króna. Íbúar í níu Evrópulöndum spila í lottóinu og eru líkur á að hreppa vinninginn einn á móti 76 milljónum. Fyrsti vinningur hefur ekki gengið út 11 vikur í röð og hefur mikil ásókn verið í miða upp á síðkastið. 3.2.2006 19:32 Söfnuðurinn vildi séra Sigurð Safnaðarnefnd Íslenska safnaðarins í London segir þá ákvörðun að velja séra Sigurð Arnarson í embætti sendiráðsprests hafa verið rétta og í samræmi við vilja og þarfir safnaðarins. Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í kjölfar dómsúrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og fjölmiðlaumfjöllunar um að við skipun séra Sigurðar Arnarsonar, tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í London hafi stjórnsýslu- og jafnréttislög verið brotin. 3.2.2006 18:47 Kveikt í sex kirkjum í Alabama Sex kirkjur brunnu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum í nótt og hefur rannsókn verið hafin á því hvort um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir tíu árum síðan var kveikt í fjölda kirkna þeldökkra í Alabama og víðar en að þessu sinni var kveikt í kirkjum hvítra og þeldökkra söfnuða. Engar upplýsingar hafa verið gefnað um eldsupptök en miklar skemmdir urðu á öllum kirkjunum. 3.2.2006 17:51 Deild gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi Sérstök greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum verður starfrækt við embætti ríkislögreglustjóra ef frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögreglulögum verður samþykkt á Alþingi. 3.2.2006 17:37 Var skotinn í olnbogann Lítill drengur varð varð fyrir skoti í skólarútu í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag þegar bekkjarbróðir hans hleypti óvart af úr byssu sem hann var með í fórum sínum. Drengurinn, sem er á bilinu sex til níu ára gamall, er ekki í lífshættu en skotið fór í olnboga drengsins. Drengirnir voru að skoða skammbyssuna þegar óhappið varð. 3.2.2006 17:36 Um eitt hundrað manns bjargað Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af radsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundrið manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 3.2.2006 17:31 Árásir á Gaza halda áfram Sjö mánaða gamalt barn slasaðist, þó ekki alvarlega, þegar eldflaug herskárra Palestínumanna lenti nærri samyrkjubúi á Gaza-svæðinu í dag. Þá slasaðist faðir barnsins einnig í árásinni. Fjölskylda barnsins flutti til samyrkjubúsins eftir að landnemabyggðir sem hún bjó í voru leystar upp í fyrrasumar. 3.2.2006 17:20 Íransstjórn hyggst draga úr innflutningi á bensíni Íransstjórn hyggst framleiða tvær milljónir tunna af olíu á dag til þess að draga úr innflutningi á bensíni. Fulltrúi Írana í samtökum olíuflutningsríkja, OPEC, segir áætlun um þetta hafa verið gerða og þrjár aðrar olíuhreinsunarstöðvar verði byggðar að auki í framtíðinni. Hvert þeirra mun geta framleitt 120 þúsund tunnur á dag. Á undanförnum fimm árum hefur Íran aukið hreinsunargetu sína úr 1.350.000 tunnur í 1.640.000. 3.2.2006 17:15 TVG opnar skrifstofu í Rotterdam TVG Zimsen hefur opnað skrifstofu í Rotterdam 3.2.2006 15:37 Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Utanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin, IFC, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 240 þúsund Bandaríkjadali sem renna til ráðgjafaverkefna sem stuðla að þróun einkageirans í þróunarlöndum. 3.2.2006 15:27 Vilja breytingar Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd Verkfræðingafélagsins krefjast þess að konur verði jafn margar og karlar í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi 3.2.2006 15:04 Ákvörðunin röng og ósiðleg Jack Straw, uanríkisráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun nokkurra ritstjórna að birta skopteikningar af Múhameð spámanni í dagblöðum ranga og ósiðlega. Hann segir ákvörðunina sýna skort á samúð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Súdans, sem var á fundi með honum í Lundúnum í dag. 3.2.2006 14:33 Ný hesthúsabyggð í Almannadal Hestamannafélagið Fákur gerir ráð fyrir að um sextánhundruð hross munu komast í hús á nýju svæði þeirra í Almannadal. Borgarstjóri mun gefa formleg fyrirheit fyrir úthlutun byggingarréttar á svæðinu síðar í dag. 3.2.2006 13:45 Þrír sagðir bjóða í Iceland Express Viðskiptablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þrír fjárfestar hafi skilað inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Express, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. 3.2.2006 12:20 Norðmenn mættir í loðnuna Tvö norsk loðnuskip komu inn í íslenska lögsögu í nótt og er búist við nokkrum tugum norskra skipa á miðin, ekki síst vegna viðbótarkvótans, sem gefinn var út í morgun. 3.2.2006 12:15 Rekstur flugvallarins og björgunarsveitirnar undir Yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og aðkoma að leitar- og björgunarsveit eru helstu atriðin sem samningamenn Íslands leggja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarliðsins, segir Geir H. Haarde utanríkisráðherra sem átti fund með utanríkismálanefnd á tólfta tímanum. 3.2.2006 12:08 Ragnar skjálfti ráðinn til HA Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur verið ráðinn prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. Ragnar hefur síðustu ár verið forstöðumaður Rannsóknarseturs Veðurstofu Íslands á Akureyri en hún starfar í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri. 3.2.2006 11:52 Tekinn á stolnum bíl Lögreglan á Selfossi handtók karlmann í gær eftir að hann hafði verið staðinn að því að keyra um á stolnum jeppa. Jeppanum hafði maðurinn stolið af bílasölu í Reykjavík í síðasta mánuði og setti svo á hann bílnúmer sem hann stal af bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. 3.2.2006 11:47 Tíu þúsund gestir á Fullkomið brúðkaup Tíu þúsundasti leikhúsgesturinn sér leikritið Fullkomið brúðkaup annað kvöld og getur svo farið að áður en sýningum lýkur síðar í mánuðinum verði það orðið vinsælasta leikrit í sögu Leikfélags Akureyrar. 3.2.2006 11:26 Sjö mánaða dómur fyrir fjölda afbrota Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál. 3.2.2006 10:47 Hlemmur-Selfoss Bæjarráð í Árborg og bæjarstjórnin í Hveragerði samþykktu í gær að fela bæjarstjórum sveitarfélaganna að ræða við strætó bs. um möguleika á strætóferðum milli Reykjavíkur og Selfoss um Hveragerði. 3.2.2006 10:38 Loðnukvótinn tvöfaldaður Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann í 210 þúsund tonn en áður hafði hann gefið út 100 þúsund tonna kvóta. Íslensk skip fá að veiða 150 þúsund tonn af heildarkvótanum. Þetta gerir hann samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. 3.2.2006 10:24 Draga ber úr eftirliti á heimavist Stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum verða að taka niður fimm af tólf eftirlitsmyndavélum sem hafa verið notaðar til eftirlits í heimavist skólans. Persónuvernd kannaði málið eftir að athugasemd barst frá nemanda í skólanum. 3.2.2006 10:16 Tvöfalt fleiri á móti virkjun en með henni 65 prósent landsmanna eru andvíg því að ráðist verði í byggingu Norðlingaölduveitu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt er í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 3.2.2006 09:54 Mikið framboð á millilandaflugi SAS flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Til að byrja með býður félagið fargjald á aðeins sex þúsund krónur aðra leiðina, með flugvallarskatti. Þá er Iceland Express að auka ferðatíðni sína og bæta sex nýjum áfangastöðum við ytra, auk þess sem félagið er að hefja áætlunarlfug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Loks hafa Flugleiðir engin áform um að draga úr ferðatíðni sinni þannig að nú stefnir í lang mesta sætaframboð í millilandaflugi til þessa. 3.2.2006 09:45 320 tæknifrjóvganir niðurgreiddar ár hvert Ríkið niðurgreiðir 320 tæknifrjóvgunaraðgerðir á ári samkvæmt samningi sem hefur verið gerður milli Landspítala háskólasjúkrahúss og ArtMedica. 3.2.2006 09:31 Ráðist á danska sendiráðið í Jakarta Reiðir múslimar réðust inn í sendiráð Dana í Jakarta í Indónesíu í morgun. Þeir gengu berserksgang í andyri sendiráðsins og kröfðust þess að Indónesía sliti stjórnmálasambandi við Danmörku vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í Jyllandsposten. 3.2.2006 09:30 Lítið meiddur eftir margar veltur Ökumaður pallbíls, sem valt margar veltur eftir þjóðveginum austan við Hvolsvöll síðdegis í gær, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn sjónarvotta. Þegar bíllinn nam loks staðar, gerónýtur, var hann enn uppi á veginum, en svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti í sömu andrá og bíllinn valt. Tildrög veltunnar liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum og skyggni gott. Slökkvilið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og bensín af veginum. 3.2.2006 09:15 Tveir þriðju vilja álver Tveir af hverjum þremur íbúum í Reykjanesbæ eru hlynntir því að álver verði reist í Helguvík. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Nítján prósent íbúa eru andvíg álveri en fimmtán prósent taka ekki afstöðu. 3.2.2006 09:08 Slæm mæting í öryggisráðið Það var heldur tómlegt um að litast í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar fundur var settur í gær á slaginu tíu. John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sem nú er í forsæti var einn mættur. 3.2.2006 09:00 Tilboð í IcelandExpress Ekki fæst upp gefið hverjir eða hversu margir skiluðu inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Expres, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. Félagið er til sölu þar sem eigednur þess eru orðnir stórir hluthafar í FL Group, en félögin eru í beinni samkeppni. 3.2.2006 08:45 Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. 3.2.2006 08:15 Utanríkismálanefnd boðuð til fundar Utanríkismálanefnd Alþingis var í gærkvöld, óvænt boðuð til fundar með Geir H. Haarde utanríkisráðherra, klukkan ellefu í dag. Ný staða er nú uppi í varnarviðræðunum, eftir að Íslendingar buðust til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. 3.2.2006 08:15 Fræðaþing landbúnaðarins viðamikið að vanda Átrúnaður og hefðir í sauðfjárbúskap er meðal þess sem hægt er að kynna sér á Fræðaþingi landbúnaðarins sem hófst í dag. Fræðaþingið er árlegur viðburður en þar er kynnt nýsköpun í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu, ásamt niðurstöðum úr hagnýtum rannsóknum í jarðrækt og búfjárrækt. 3.2.2006 08:00 Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. 3.2.2006 08:00 Hækka laun á Akranesi Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent. 3.2.2006 08:00 Forsetafrúin hneig niður Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif og hneig óvænt niður þegar hún heilsaði gestum við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í viðtali við Fréttablaðið að Dorrit hefði dregið sig í hlé frá athöfninni og ekki tekið þátt í henni frekar. 3.2.2006 07:00 Ferðakaupstefna sett í Reykjavík Um 450 mans frá 17 löndum eru nú staddir hér á landi í tilefni Mid-Atlantic, ferðakaupstefnu Icelandair. Kaupstefnan var sett í ráðhúsinu nú undir kvöld og lýkur á sunnudag. 2.2.2006 23:31 Nánast ómögulegt að vera ritstjóri og sitja í stjórnarskrárnefnd samtímis Það verður mjög erfitt fyrir Þorstein Pálsson að vera óháður ritstjóri Fréttablaðsins á meðan hann er talsmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd. Þetta segir ritstjórinn fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson, sem einnig situr í nefndinni. Hann segir jafnframt að átök hafi átt sér stað innan nefndarinnar sem hann kveðst eiga von á að eigi eftir að harðna þegar fram í sækir. 2.2.2006 23:24 Sjá næstu 50 fréttir
Birgðir af hrefnukjöt búnar í bili Hrefnukjöt kláraðist í byrjun janúar hjá félagi hrefnuveiðimanna sem sér um sölu og dreifingu á hrefnukjöti af þeim 39 dýrum sem veidd voru í vísindaskini á síðasta ári. Framkvæmdarstjóri félagsins segir eftirspurn eftir hrefnukjöti mun meira en framboðið. 3.2.2006 22:13
Ólga meðal menntaskólakennara Mikil ólga er meðal kennara í menntaskólum landsins vegna samkomulags menntamálaráðherra og kennaraforystunnar sem undirritað var í gær. Þar er meðal annars náð sátt um samstarf við endurskoðun á námi í tengslum við styttingu á námstíma til stúdentsprófs. Félag kennara Menntaskólans í Reykjavík hefur ályktað gegn samkomulaginu og kennarar í öðrum menntaskóla hafa jafnvel rætt úrsögn úr Kennarasambandinu. 3.2.2006 22:11
Íslendingar greiði milljarða kostnað verði þotur áfram Íslendingar bjóðast til að taka á sig milljarða kostnað við rekstur Keflavíkurflugvallar og þyrlubjörgunarsveitar í varnarmálaviðræðum við Bandaríkjamenn, sem er framhaldið í dag. Stíft er þó haldið í þá kröfu að hér verði áfram herþotur. 3.2.2006 22:10
Flippaður föstudagur á Hárstofunni Gel Svokallaður Flippaður föstudagur eða Freaky Friday var haldinn í fyrsta skipti á hárstofunni Gel í dag. Viðskiptavinir dagsins réðu engu um klippingu sína eða hárlit en allir fóru ánægðir heim. 3.2.2006 22:07
Krónan styrktist um 0,38 prósent Gengisvísitalan lækkaði í dag, var í upphafi dags og endaði í 106,25, sem þýðir að krónan styrktist um 0,38%. Veltan á millibankamarkaði nam 13.392 milljónum króna. Gengi dollars var 63,24 kr. við lokun bankanna, gengi punds 111,34 og gengi evru 75,92. 3.2.2006 20:28
Hagnaður KSÍ 27 milljónir króna Hagnaður Knattspyrnusambands Íslands nam 27 milljónum króna á síðasta ári. Heildartekjur KSÍ samstæðunnar voru 462 milljónir króna og heildargjöld voru 435 milljónir. Í ljósi þess ákvað stjórn KSÍ að greiða sérstakt framlag til aðildarfélaga af hagnaði, alls 11 milljónir króna. Niðurstaða ársins varð því jákvæð sem nam rúmlega 16 milljónir króna. 3.2.2006 19:46
Hæsti vinningur dreginn út í kvöld Hæsti lottóvinningur í sögu Evrópu verður dreginn út í kvöld. Vinningurinn nemur um 14 miljörðum íslenskra króna. Íbúar í níu Evrópulöndum spila í lottóinu og eru líkur á að hreppa vinninginn einn á móti 76 milljónum. Fyrsti vinningur hefur ekki gengið út 11 vikur í röð og hefur mikil ásókn verið í miða upp á síðkastið. 3.2.2006 19:32
Söfnuðurinn vildi séra Sigurð Safnaðarnefnd Íslenska safnaðarins í London segir þá ákvörðun að velja séra Sigurð Arnarson í embætti sendiráðsprests hafa verið rétta og í samræmi við vilja og þarfir safnaðarins. Nefndin sendi frá sér yfirlýsingu þess efnis í kjölfar dómsúrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur og fjölmiðlaumfjöllunar um að við skipun séra Sigurðar Arnarsonar, tengdasonar biskups, í embætti sendiráðsprests í London hafi stjórnsýslu- og jafnréttislög verið brotin. 3.2.2006 18:47
Kveikt í sex kirkjum í Alabama Sex kirkjur brunnu í Alabama-fylki í Bandaríkjunum í nótt og hefur rannsókn verið hafin á því hvort um íkveikjur hafi verið að ræða. Fyrir tíu árum síðan var kveikt í fjölda kirkna þeldökkra í Alabama og víðar en að þessu sinni var kveikt í kirkjum hvítra og þeldökkra söfnuða. Engar upplýsingar hafa verið gefnað um eldsupptök en miklar skemmdir urðu á öllum kirkjunum. 3.2.2006 17:51
Deild gegn hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi Sérstök greiningardeild sem rannsakar landráð og brot gegn stjórnskipan ríkisins og æðstu stjórnvöldum verður starfrækt við embætti ríkislögreglustjóra ef frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögreglulögum verður samþykkt á Alþingi. 3.2.2006 17:37
Var skotinn í olnbogann Lítill drengur varð varð fyrir skoti í skólarútu í Los Angeles í Bandaríkjunum í dag þegar bekkjarbróðir hans hleypti óvart af úr byssu sem hann var með í fórum sínum. Drengurinn, sem er á bilinu sex til níu ára gamall, er ekki í lífshættu en skotið fór í olnboga drengsins. Drengirnir voru að skoða skammbyssuna þegar óhappið varð. 3.2.2006 17:36
Um eitt hundrað manns bjargað Ekkert neyðarkall barst frá egypsku ferjunni áður en hún hvarf af radsjá og sökk í Rauðahafið í nótt. Talið er að um þrettán hundrið manns hafi verið um borð en aðeins hefur tekist að bjarga um eitt hundrað þeirra. Ekki er talið að um hryðjuverk hafi verið að ræða. 3.2.2006 17:31
Árásir á Gaza halda áfram Sjö mánaða gamalt barn slasaðist, þó ekki alvarlega, þegar eldflaug herskárra Palestínumanna lenti nærri samyrkjubúi á Gaza-svæðinu í dag. Þá slasaðist faðir barnsins einnig í árásinni. Fjölskylda barnsins flutti til samyrkjubúsins eftir að landnemabyggðir sem hún bjó í voru leystar upp í fyrrasumar. 3.2.2006 17:20
Íransstjórn hyggst draga úr innflutningi á bensíni Íransstjórn hyggst framleiða tvær milljónir tunna af olíu á dag til þess að draga úr innflutningi á bensíni. Fulltrúi Írana í samtökum olíuflutningsríkja, OPEC, segir áætlun um þetta hafa verið gerða og þrjár aðrar olíuhreinsunarstöðvar verði byggðar að auki í framtíðinni. Hvert þeirra mun geta framleitt 120 þúsund tunnur á dag. Á undanförnum fimm árum hefur Íran aukið hreinsunargetu sína úr 1.350.000 tunnur í 1.640.000. 3.2.2006 17:15
Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki Utanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin, IFC, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 240 þúsund Bandaríkjadali sem renna til ráðgjafaverkefna sem stuðla að þróun einkageirans í þróunarlöndum. 3.2.2006 15:27
Vilja breytingar Félag kvenna í endurskoðun, Félag kvenna í læknastétt, Félag kvenna í lögmennsku og Kvennanefnd Verkfræðingafélagsins krefjast þess að konur verði jafn margar og karlar í stjórnum fyrirtækja og lífeyrissjóða á Íslandi 3.2.2006 15:04
Ákvörðunin röng og ósiðleg Jack Straw, uanríkisráðherra Bretlands, segir þá ákvörðun nokkurra ritstjórna að birta skopteikningar af Múhameð spámanni í dagblöðum ranga og ósiðlega. Hann segir ákvörðunina sýna skort á samúð. Þetta sagði hann á blaðamannafundi ásamt utanríkisráðherra Súdans, sem var á fundi með honum í Lundúnum í dag. 3.2.2006 14:33
Ný hesthúsabyggð í Almannadal Hestamannafélagið Fákur gerir ráð fyrir að um sextánhundruð hross munu komast í hús á nýju svæði þeirra í Almannadal. Borgarstjóri mun gefa formleg fyrirheit fyrir úthlutun byggingarréttar á svæðinu síðar í dag. 3.2.2006 13:45
Þrír sagðir bjóða í Iceland Express Viðskiptablaðið telur sig hafa heimildir fyrir því að þrír fjárfestar hafi skilað inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Express, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. 3.2.2006 12:20
Norðmenn mættir í loðnuna Tvö norsk loðnuskip komu inn í íslenska lögsögu í nótt og er búist við nokkrum tugum norskra skipa á miðin, ekki síst vegna viðbótarkvótans, sem gefinn var út í morgun. 3.2.2006 12:15
Rekstur flugvallarins og björgunarsveitirnar undir Yfirtaka Íslendinga á rekstri Keflavíkurflugvallar og aðkoma að leitar- og björgunarsveit eru helstu atriðin sem samningamenn Íslands leggja fram í viðræðum við Bandaríkjamenn um framtíð varnarliðsins, segir Geir H. Haarde utanríkisráðherra sem átti fund með utanríkismálanefnd á tólfta tímanum. 3.2.2006 12:08
Ragnar skjálfti ráðinn til HA Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur hefur verið ráðinn prófessor í jarðvárfræðum við Háskólann á Akureyri. Ragnar hefur síðustu ár verið forstöðumaður Rannsóknarseturs Veðurstofu Íslands á Akureyri en hún starfar í nánum tengslum við Háskólann á Akureyri. 3.2.2006 11:52
Tekinn á stolnum bíl Lögreglan á Selfossi handtók karlmann í gær eftir að hann hafði verið staðinn að því að keyra um á stolnum jeppa. Jeppanum hafði maðurinn stolið af bílasölu í Reykjavík í síðasta mánuði og setti svo á hann bílnúmer sem hann stal af bíl sem stóð á bílasölu á Selfossi. 3.2.2006 11:47
Tíu þúsund gestir á Fullkomið brúðkaup Tíu þúsundasti leikhúsgesturinn sér leikritið Fullkomið brúðkaup annað kvöld og getur svo farið að áður en sýningum lýkur síðar í mánuðinum verði það orðið vinsælasta leikrit í sögu Leikfélags Akureyrar. 3.2.2006 11:26
Sjö mánaða dómur fyrir fjölda afbrota Tuttugu og fimm ára karlmaður var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa þrisvar ekið bíl eftir að hafa verið sviptur ökuréttindum, þrisvar verið tekinn með fíkniefni, tvo þjófnaði og tvö fjársvikamál. 3.2.2006 10:47
Hlemmur-Selfoss Bæjarráð í Árborg og bæjarstjórnin í Hveragerði samþykktu í gær að fela bæjarstjórum sveitarfélaganna að ræða við strætó bs. um möguleika á strætóferðum milli Reykjavíkur og Selfoss um Hveragerði. 3.2.2006 10:38
Loðnukvótinn tvöfaldaður Sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að auka loðnukvótann í 210 þúsund tonn en áður hafði hann gefið út 100 þúsund tonna kvóta. Íslensk skip fá að veiða 150 þúsund tonn af heildarkvótanum. Þetta gerir hann samkvæmt ráðleggingum Hafrannsóknastofnunar. 3.2.2006 10:24
Draga ber úr eftirliti á heimavist Stjórnendur Menntaskólans á Egilsstöðum verða að taka niður fimm af tólf eftirlitsmyndavélum sem hafa verið notaðar til eftirlits í heimavist skólans. Persónuvernd kannaði málið eftir að athugasemd barst frá nemanda í skólanum. 3.2.2006 10:16
Tvöfalt fleiri á móti virkjun en með henni 65 prósent landsmanna eru andvíg því að ráðist verði í byggingu Norðlingaölduveitu samkvæmt niðurstöðum könnunar sem birt er í nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. 3.2.2006 09:54
Mikið framboð á millilandaflugi SAS flugfélagið ætlar að hefja áætlunarflug á milli Oslóar og Keflavíkur í sumar og eins og greint hefur verið frá ætlar breski flugrisinn British Airways að hefja áætlunarflug á milli Keflavíkur og London í mars. Til að byrja með býður félagið fargjald á aðeins sex þúsund krónur aðra leiðina, með flugvallarskatti. Þá er Iceland Express að auka ferðatíðni sína og bæta sex nýjum áfangastöðum við ytra, auk þess sem félagið er að hefja áætlunarlfug á milli Akureyrar og Kaupmannahafnar. Loks hafa Flugleiðir engin áform um að draga úr ferðatíðni sinni þannig að nú stefnir í lang mesta sætaframboð í millilandaflugi til þessa. 3.2.2006 09:45
320 tæknifrjóvganir niðurgreiddar ár hvert Ríkið niðurgreiðir 320 tæknifrjóvgunaraðgerðir á ári samkvæmt samningi sem hefur verið gerður milli Landspítala háskólasjúkrahúss og ArtMedica. 3.2.2006 09:31
Ráðist á danska sendiráðið í Jakarta Reiðir múslimar réðust inn í sendiráð Dana í Jakarta í Indónesíu í morgun. Þeir gengu berserksgang í andyri sendiráðsins og kröfðust þess að Indónesía sliti stjórnmálasambandi við Danmörku vegna mynda af spámanninum Múhameð sem birtust í Jyllandsposten. 3.2.2006 09:30
Lítið meiddur eftir margar veltur Ökumaður pallbíls, sem valt margar veltur eftir þjóðveginum austan við Hvolsvöll síðdegis í gær, slapp ótrúlega lítið meiddur að sögn sjónarvotta. Þegar bíllinn nam loks staðar, gerónýtur, var hann enn uppi á veginum, en svo vel vildi til að enginn bíll kom á móti í sömu andrá og bíllinn valt. Tildrög veltunnar liggja ekki fyrir, en engin hálka var á veginum og skyggni gott. Slökkvilið var kallað á vettvang til að hreinsa olíu og bensín af veginum. 3.2.2006 09:15
Tveir þriðju vilja álver Tveir af hverjum þremur íbúum í Reykjanesbæ eru hlynntir því að álver verði reist í Helguvík. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun sem Gallup gerði fyrir Hitaveitu Suðurnesja. Nítján prósent íbúa eru andvíg álveri en fimmtán prósent taka ekki afstöðu. 3.2.2006 09:08
Slæm mæting í öryggisráðið Það var heldur tómlegt um að litast í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna þegar fundur var settur í gær á slaginu tíu. John Bolton sendiherra Bandaríkjanna sem nú er í forsæti var einn mættur. 3.2.2006 09:00
Tilboð í IcelandExpress Ekki fæst upp gefið hverjir eða hversu margir skiluðu inn óbundnum tilboðum í flugfélagið Iceland Expres, sem KB banki hefur til sölumeðferðar, en tilboðsfrestur rann út í vikunni. Félagið er til sölu þar sem eigednur þess eru orðnir stórir hluthafar í FL Group, en félögin eru í beinni samkeppni. 3.2.2006 08:45
Vilja lækka skatta á eftirlaun Sex þingmenn Samfylkingarinnar hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar um að skattar á eftirlaun og ellilífeyri verði lækkaðir. Í rökstuðningi við tillöguna segir að eftirlaun og ellilífeyrir séu tvö- og jafnvel þrísköttuð og því sé réttast að lækka skatta á þeim. 3.2.2006 08:15
Utanríkismálanefnd boðuð til fundar Utanríkismálanefnd Alþingis var í gærkvöld, óvænt boðuð til fundar með Geir H. Haarde utanríkisráðherra, klukkan ellefu í dag. Ný staða er nú uppi í varnarviðræðunum, eftir að Íslendingar buðust til að taka við rekstri björgunarþyrlusveitar varnarliðsins. 3.2.2006 08:15
Fræðaþing landbúnaðarins viðamikið að vanda Átrúnaður og hefðir í sauðfjárbúskap er meðal þess sem hægt er að kynna sér á Fræðaþingi landbúnaðarins sem hófst í dag. Fræðaþingið er árlegur viðburður en þar er kynnt nýsköpun í landbúnaði, skógrækt og landgræðslu, ásamt niðurstöðum úr hagnýtum rannsóknum í jarðrækt og búfjárrækt. 3.2.2006 08:00
Fréttablaðið ekki laust við áreiti eigenda og yfirmanna? Sú staðreynd að ritstjórnarfulltrúi Fréttablaðsins gat birt gagnrýninn leiðara um málsvörn framkvæmdastjóra 365-miðla gerði það að verkum að ég trúði því loks að Fréttablaðið væri laust við áreiti af hálfu eigenda og æðstu yfirmanna fyrirtækisins. Þetta skrifaði fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, nokkurn veginn orðrétt, í pistli á heimasíðu sinni í fyrradag, en um það bil á sama tíma var verið að segja ritstjórnarfulltrúanum upp störfum. 3.2.2006 08:00
Hækka laun á Akranesi Bæjarráð Akraness samþykkti á fundi sínum í gær að fullnýta heimildir Launanefndar sveitarfélaga til að hækka laun leikskólakennara og hækka laun þeirra starfsmanna sem lægst launin hafa. Laun hinna lægst launuðu hækka því um allt að tólf prósent. 3.2.2006 08:00
Forsetafrúin hneig niður Dorrit Moussaieff forsetafrú fékk aðsvif og hneig óvænt niður þegar hún heilsaði gestum við upphaf afhendingar Íslensku bókmenntaverðlaunanna á Bessastöðum í gær. Ekki er vitað hvað olli aðsvifinu en Örnólfur Thorsson forsetaritari sagði í viðtali við Fréttablaðið að Dorrit hefði dregið sig í hlé frá athöfninni og ekki tekið þátt í henni frekar. 3.2.2006 07:00
Ferðakaupstefna sett í Reykjavík Um 450 mans frá 17 löndum eru nú staddir hér á landi í tilefni Mid-Atlantic, ferðakaupstefnu Icelandair. Kaupstefnan var sett í ráðhúsinu nú undir kvöld og lýkur á sunnudag. 2.2.2006 23:31
Nánast ómögulegt að vera ritstjóri og sitja í stjórnarskrárnefnd samtímis Það verður mjög erfitt fyrir Þorstein Pálsson að vera óháður ritstjóri Fréttablaðsins á meðan hann er talsmaður Sjálfstæðisflokksins í stjórnarskrárnefnd. Þetta segir ritstjórinn fyrrverandi, Össur Skarphéðinsson, sem einnig situr í nefndinni. Hann segir jafnframt að átök hafi átt sér stað innan nefndarinnar sem hann kveðst eiga von á að eigi eftir að harðna þegar fram í sækir. 2.2.2006 23:24