Erlent

Íransstjórn hyggst draga úr innflutningi á bensíni

Íransstjórn hyggst framleiða tvær milljónir tunna af olíu á dag til þess að draga úr innflutningi á bensíni. Fulltrúi Írana í samtökum olíuflutningsríkja, OPEC, segir áætlun um þetta hafa verið gerða og þrjár aðrar olíuhreinsunarstöðvar verði byggðar að auki í framtíðinni. Hvert þeirra mun geta framleitt 120þúsundtunnur á dag. Á undanförnum fimm árum hefur Íran aukið hreinsunargetu sína úr 1.350.000 tunnur í 1.640.000.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×