Innlent

Tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki

U tanríkisráðuneytið og Alþjóðalánastofnunin, IFC, sem er ein af undirstofnunum Alþjóðabankans, hafa gert með sér samning um stofnun íslensks ráðgjafasjóðs á vegum IFC. Sjóðurinn hefur nú til ráðstöfunar 240 þúsund Bandaríkjadali sem renna til ráðgjafaverkefna sem stuðla að þróun einkageirans í þróunarlöndum.

Markmið sjóðsins er að greiða fyrir ráðgjafaþjónustu og tækniaðstoð íslenskra ráðgjafa í verkefnum á vegum IFC. Sjóðurinn mun því gefa íslenskum fyrirtækjum tækifæri á að vinna náið með IFC á vettvangi einkageirans á nýjum mörkuðum og í þróunarríkjum. Ráðgjafasjóðurinn er þannig einnig til þess fallinn að glæða viðskipti íslenskra fyrirtækja við þróunarlöndin og getur haft mikla þýðingu fyrir samstarf Íslands og IFC í framtíðinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×